Kate Moss mætir á Cannes í fyrsta skiptið í 15 ár 16. maí 2016 22:00 Kate Moss var glæsileg á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndir/Getty Ofurfyrirsætan Kate Moss gekk rauða dregilinn fyrir frumsýningu myndarinnar "Loving" á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frakklandi. Moss er þekkt fyrir að vera ein best klædda konan hvar sem hún er og kvöldið í kvöld var engin undantekning. Hún klæddist rauðum Halston kjól sem fór henni einstaklega vel með fallegri hárgreiðslu og förðun í stíl. Rauði kjóllinn sem Moss klæddist fór henni einstaklega vel.Systir Moss, Lottie, var á staðnum ásamt systur sinni. Hún klæddist einnig rauðu eins og Kate en kjóllinn hennar er frá Dior Couture. Lottie hefur verið að feta í fótspor systur sinnar og er um þessar mundir að stíga sín fyrstu skref í fyrirsætuferlinum Lottie var í stíl við systur sína í þessum flotta Dior kjól.Kate mætti seinast á kvikmyndahátíðina í Suður-Frakklandi árið 2001. Tískan hefur svo sannarlega breyst en á þeim tíma var Kate með stutt hár og þótti heldur lík bresku fyrirsætunni Twiggy sem var vinsæl á sjöunda áratugnum.Kate á hátíðinni árið 2001. Tískan hefur svo sannarlega breyst. Mest lesið Konan, femínismi, jafnrétti kynjanna og listin að vera til Glamour Þakkaði konunum í lífi sínu Glamour Óskarinn 2016: Best klæddu konurnar Glamour Hressandi dregill á Billboard tónlistarverðlaununum Glamour Hvað verður hún í ár? Glamour Naomi Campbell heldur stjörnum prýdda tískusýningu í Cannes Glamour Best klæddu mennirnir á VMA hátíðinni Glamour Hvítt fyrir karlmennina Glamour Beyonce klæddist 9 milljón dollara virði af demöntum Glamour Fyrirsætur fjölmenntu í eftirpartýið eftir sýningu Victoria´s Secret Glamour
Ofurfyrirsætan Kate Moss gekk rauða dregilinn fyrir frumsýningu myndarinnar "Loving" á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frakklandi. Moss er þekkt fyrir að vera ein best klædda konan hvar sem hún er og kvöldið í kvöld var engin undantekning. Hún klæddist rauðum Halston kjól sem fór henni einstaklega vel með fallegri hárgreiðslu og förðun í stíl. Rauði kjóllinn sem Moss klæddist fór henni einstaklega vel.Systir Moss, Lottie, var á staðnum ásamt systur sinni. Hún klæddist einnig rauðu eins og Kate en kjóllinn hennar er frá Dior Couture. Lottie hefur verið að feta í fótspor systur sinnar og er um þessar mundir að stíga sín fyrstu skref í fyrirsætuferlinum Lottie var í stíl við systur sína í þessum flotta Dior kjól.Kate mætti seinast á kvikmyndahátíðina í Suður-Frakklandi árið 2001. Tískan hefur svo sannarlega breyst en á þeim tíma var Kate með stutt hár og þótti heldur lík bresku fyrirsætunni Twiggy sem var vinsæl á sjöunda áratugnum.Kate á hátíðinni árið 2001. Tískan hefur svo sannarlega breyst.
Mest lesið Konan, femínismi, jafnrétti kynjanna og listin að vera til Glamour Þakkaði konunum í lífi sínu Glamour Óskarinn 2016: Best klæddu konurnar Glamour Hressandi dregill á Billboard tónlistarverðlaununum Glamour Hvað verður hún í ár? Glamour Naomi Campbell heldur stjörnum prýdda tískusýningu í Cannes Glamour Best klæddu mennirnir á VMA hátíðinni Glamour Hvítt fyrir karlmennina Glamour Beyonce klæddist 9 milljón dollara virði af demöntum Glamour Fyrirsætur fjölmenntu í eftirpartýið eftir sýningu Victoria´s Secret Glamour