Tónlist

Myndband: Skálmöld flytur víkingasöng í 17. aldar kirkju í Frakklandi

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Vísir/Jagoda Szymańska
Hljómsveitin Skálmöld voru um síðustu helgi í stuttu tónleikaferðalagi um Evrópu. Þar kom sveitin meðal annars fram í Monastére royal de Brou í austur Frakklandi sem áður var klaustur en á meðal bygginga þar er kirkja. Byggingin var byggð á 17. öld af hertogaynjunni Margaret frá Austurríki.

Sveitin kom þar fram á metal-tónleikum ásamt nokkrum öðrum sveitum. Fyrir tónleikana skoðuðu liðsmenn Skálmaldar sig um og heilluðust sérstaklega að hljómfalli kirkjunnar. Svo mikil var ánægjan að liðsmenn brustu skyndilega í söng og fóru með vísu að víkinga-sið. Þetta náðist til allrar lukku á myndband. Það má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Rokkperlur sungnar af kór

Fyrstu tónleikar Rokkkórs Íslands verða næstkomandi föstudag og verða tekin eighties rokklög með hljómsveitum eins og AC/DC, Kiss og White Snake. Rokki og kór er ekki oft blandað saman en stjórnandi kórsins segir það koma vel út.

Systirin leysti af með Skálmöld

Hljómsveitin Skálmöld lauk nýverið við tónleikaferð um Evrópu. Sveitin lék á átján tónleikum í tíu löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×