Kjartan Henry Finnbogason skoraði annað mark Horsens í 0-2 sigri á Frederica í dönsku B-deildinni í fótbolta í dag.
Þetta var 15. mark Kjartans á tímabilinu en hann er markahæstur í deildinni.
Kjartan hefur alls gert 26 mörk í 49 deildarleikjum síðan hann kom til Horsens frá KR 2014.
Horsens er í 2. sæti deildarinnar með 54 stig, þremur stigum á eftir toppliði Lyngby.

