Guðmundur Þórarinsson kom af bekknum og lagði upp jöfnunarmark Rosenborg gegn Sogndal í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 1-1.
Meistararnir lentu undir strax á 8. mínútu þegar Babacar Sarr, fyrrverandi leikmaður Selfoss, skoraði fyrir Sogndal.
Matthías Vilhjálmsson kom inn á í hálfleik og á 63. mínútu var Guðmundur settur inn á.
Níu mínútum síðar fékk Rosenborg hornspyrnu sem Guðmundur tók. Selfyssingurinn sendi fyrir, beint á kollinn á Anders Konradsen sem jafnaði metin.
Þrátt fyrir að Sogndal léki manni færri síðustu 22 mínútur leiksins tókst Rosenborg ekki að skora annað mark og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í vörn Rosenborg.
Guðmundur kom af bekknum og lagði upp mark

Tengdar fréttir

Lilleström og Molde fara vel af stað
Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar í Lilleström fara ágætlega af stað í norsku 1. deildinni í fótbolta.

Björn Daníel með stoðsendingu í sigri Viking
Björn Daníel Sverrisson og félagar í Viking komust aftur á sigurbraut þegar þeir tóku á móti Haugesund í norsku 1. deildinni í fótbolta í dag.