Tónlist

Öflug, öldruð og einstök uppröðun á Oldchella-hátíðinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rolling Stones, Bob Dylan, Paul McCartney, The Who, Roger Waters og Neil Young munu koma fram á sömu tónlistarhátíðinni næsta haust.
Rolling Stones, Bob Dylan, Paul McCartney, The Who, Roger Waters og Neil Young munu koma fram á sömu tónlistarhátíðinni næsta haust. Vísir/Getty
Rolling Stones, Bob Dylan, Paul McCartney, The Who, Roger Waters og Neil Young. Þetta eru nöfnin sem munu koma fram á tónleikahátíð sem haldin verður í Bandaríkjunum á sama stað og Coachella hátíðin fer fram í Kaliforníu.

Eitthvað hafði lekið út um að skipuleggjendur Coachella-hátíðarinnar væru að skipuleggja tónleikahátíð þar sem aldraðir en jafnframt goðsagnakenndir tónlistarmenn myndu spila. Hafa gárungarnir nefnt tónleikahátíðina Oldchella. Áætlað er að hátíðin fari fram í október.

Fimm af þeim sex hljómsveitum og tónlistarmenn sem taldir voru upp hér að ofan birtu á samfélagsmiðlum sínum myndbönd sem benda eindregið til þess að þeir verði á sama stað í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×