Biðla til fólks að vera bjartsýnt Stefán Þór Hjartarson skrifar 4. maí 2016 10:00 Hljómsveitin Lily of the Valley er að fara á fullt í spilamennsku á næstunni. Vísir/Hörður Ásbjörnsson Þetta er fyrsta lagið sem við gefum út síðan við gáfum út EP plötuna Ghosts í október, sem gekk rosalega vel. Við erum alltaf „moving on“, þannig að við fórum til hans Arnars Guðjóns, sem er betur þekktur sem Arnar úr Leaves. Hann hjálpaði okkur að útsetja lagið og tók það upp með okkur. Þetta er afrakstur þeirrar vinnu; ný pródúksjón og nýtt sánd,“ segir Logi Marr, gítarleikari hljómsveitarinnar. „Þetta er ádeila á stöðuna sem er búin að vera í þjóðfélaginu, það varð kveikjan að þessu lagi. Við erum að biðla til fólks að hanga inni og reyna að sjá ljósið. Það eru línur þarna eins og „nothing breaks dreams like the truth“ sem er tilvísun í Panama-skjölin, „draumarnir brotna þegar skíturinn flýtur“ eins og skáldið orti. Það eru allir svo þungir og allt svo ömurlegt en við ættum öll að „hold on“, vona það besta, við erum öll til og það er yndislegt að vera til,“ bætir hann við. Lily of the Valley var stofnuð árið 2013 í kringum Airwaves-hátíðina. Sveitin spilar poppaða þjóðlagatónlist og eru núverandi meðlimir sex talsins. Upphaflega var bandið tríó skipað þeim Loga Marr, Mími Nordquist og Tinnu Katrínu og gáfu þau út lögin I’ll be waiting, Back og Holy Water en síðan bættust Hrafnkell Már, Leó Ingi og Guðmundur Þór við í hljómsveitina. Árið 2015 gaf sveitin svo út EP-plötuna sína Ghosts og er núna komin á fullt við að þróa hljóminn enn frekar. „Við erum með nýtt efni sem getur vel verið að við hendum í nýja plötu. En við erum meira að taka eitt skref í einu. Við tókum upp þetta lag til að finna okkar sánd og síðan erum við að sjá hvað setur, hvernig fólk fílar þetta,“ svarar Logi aðspurður að því hvort að sveitin sé að vinna að nýrri plötu. Hinsvegar er margt framundan hjá Lily of the Valley. „Við erum að fara í túr núna í maí. Við förum til Bretlands: byrjum í Skotlandi í Edinborg og tökum svo Leeds, Liverpool, Brighton og London, allan pakkann. Þegar við komum aftur er það Secret Solstice hátíðin. Við ætlum að vera með feikna sjóv þar. Við fengum með okkur Birki Blæ saxófónleikara sem er svona nýtt element inn í þetta Lily-sánd og við munum útfæra það eitthvað á Solstice og gera eitthvert heljarinnar batterí þar. Við munum flytja þar töluvert af nýju efni.“ „Við verðum með tónleika á Húrra 19. maí með breskri hljómsveit sem heitir Adore//Repel. Það er bandið sem við erum að fara að spila með úti. Þeir koma hingað til lands og spila á þrennum tónleikum, við spilum með þeim á einum þeirra og síðan strax eftir það förum við með þeim út og tökum túrinn þar.“ Airwaves Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þetta er fyrsta lagið sem við gefum út síðan við gáfum út EP plötuna Ghosts í október, sem gekk rosalega vel. Við erum alltaf „moving on“, þannig að við fórum til hans Arnars Guðjóns, sem er betur þekktur sem Arnar úr Leaves. Hann hjálpaði okkur að útsetja lagið og tók það upp með okkur. Þetta er afrakstur þeirrar vinnu; ný pródúksjón og nýtt sánd,“ segir Logi Marr, gítarleikari hljómsveitarinnar. „Þetta er ádeila á stöðuna sem er búin að vera í þjóðfélaginu, það varð kveikjan að þessu lagi. Við erum að biðla til fólks að hanga inni og reyna að sjá ljósið. Það eru línur þarna eins og „nothing breaks dreams like the truth“ sem er tilvísun í Panama-skjölin, „draumarnir brotna þegar skíturinn flýtur“ eins og skáldið orti. Það eru allir svo þungir og allt svo ömurlegt en við ættum öll að „hold on“, vona það besta, við erum öll til og það er yndislegt að vera til,“ bætir hann við. Lily of the Valley var stofnuð árið 2013 í kringum Airwaves-hátíðina. Sveitin spilar poppaða þjóðlagatónlist og eru núverandi meðlimir sex talsins. Upphaflega var bandið tríó skipað þeim Loga Marr, Mími Nordquist og Tinnu Katrínu og gáfu þau út lögin I’ll be waiting, Back og Holy Water en síðan bættust Hrafnkell Már, Leó Ingi og Guðmundur Þór við í hljómsveitina. Árið 2015 gaf sveitin svo út EP-plötuna sína Ghosts og er núna komin á fullt við að þróa hljóminn enn frekar. „Við erum með nýtt efni sem getur vel verið að við hendum í nýja plötu. En við erum meira að taka eitt skref í einu. Við tókum upp þetta lag til að finna okkar sánd og síðan erum við að sjá hvað setur, hvernig fólk fílar þetta,“ svarar Logi aðspurður að því hvort að sveitin sé að vinna að nýrri plötu. Hinsvegar er margt framundan hjá Lily of the Valley. „Við erum að fara í túr núna í maí. Við förum til Bretlands: byrjum í Skotlandi í Edinborg og tökum svo Leeds, Liverpool, Brighton og London, allan pakkann. Þegar við komum aftur er það Secret Solstice hátíðin. Við ætlum að vera með feikna sjóv þar. Við fengum með okkur Birki Blæ saxófónleikara sem er svona nýtt element inn í þetta Lily-sánd og við munum útfæra það eitthvað á Solstice og gera eitthvert heljarinnar batterí þar. Við munum flytja þar töluvert af nýju efni.“ „Við verðum með tónleika á Húrra 19. maí með breskri hljómsveit sem heitir Adore//Repel. Það er bandið sem við erum að fara að spila með úti. Þeir koma hingað til lands og spila á þrennum tónleikum, við spilum með þeim á einum þeirra og síðan strax eftir það förum við með þeim út og tökum túrinn þar.“
Airwaves Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira