Það verða Madridar-liðin Real og Atletico sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í ár.
Það varð ljóst í kvöld er Real Madrid lagði Man. City, 1-0, í síðari undanúrslitaleik liðanna. Það var eina markið sem var skorað í rimmu liðanna.
Markið kom í fyrri hálfleik. Sending Gareth Bale fyrir markið fór þá af varnarmanni City og sveif í netið.
City fékk sín færi til þess að jafna leikinn en nýtti þau ekki og áhorfendur í Madrid fögnuðu ógurlega í leikslok.
Markið má sjá hér að ofan.
Madridar-slagur í úrslitum Meistaradeildarinnar
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn


