Bernskuvináttan getur verið bæði góð og brösug Magnús Guðmundsson skrifar 5. maí 2016 10:00 Ragna Sigurðardóttir sendi nýverið frá sér skáldsöguna Vináttu. Visir/Stefán Vinkonur er ný skáldsaga eftir Rögnu Sigurðardóttur sem áður hefur sent frá sér fimm skáldsögur sem vakið hafa athygli en fyrir þá fyrstu, Borg, hlaut hún tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það er ánægjulegt hvað færst hefur í aukana hversu mikið íslenskir höfundar eru að senda frá sér nýjar skáldsögur utan hins hefðbundna jólabókaflóðs og Ragna segir að útgefendur séu að reyna að virkja markaðinn á þessum tíma. „Mér sýnist nú að þetta sé að virka ágætlega. Það er líka jákvætt við bókakaupin á þessum árstíma að þá er fólk frekar að kaupa bækur handa sjálfu sér til lesturs en til gjafa. Þannig að ég held að þetta sé bara af hinu góða þó svo að jólabókaflóðið hafi líka sína kosti.“ Í Vinkonum segir frá konu sem gegnir ráðherraembætti með tilheyrandi álagi í ólgu íslensks nútímasamfélags. Á ákveðnum vettvangi skýtur gömul vinkona upp kollinum og ráðherrann neyðist til þess að rifja upp örlagaríkan vetur úr barnaskóla. Það hvarflar mögulega að lesanda að hér séu á ferðinni vísanir í líf og störf ákveðins íslensks ráðherrra en Ragna segir það nú ekki vera tilfellið. „Þessi bók varð til á undanförnum árum en svo er það þannig að maður er ekki fyrr búinn að skrifa eitthvað þegar það gerist eitthvað áþekkt í samfélaginu. Það er svo margt að gerast og þegar vísað er til ákveðins ráðherra þá getur það í rauninni átt við svo marga,“ segir Ragna og hlær við tilhugsunina. „Þannig að það eru ekki beinar fyrirmyndir en atburðir og ástandið í samfélaginu er óneitanlega í aðra röndina kveikjan að söguþræðinum. Önnur kveikja er svo þetta samspil á milli okkar daglega lífs og athafna valdamanna. En í grunninn er verið að fjalla um bernskuvináttuna sem getur verið bæði góð og brösug þegar vinkonur hittast aftur áratugum síðar og valdahlutföll hafa raskast. Vináttu sem snertir líf þeirra aftur og mótar gerðir þeirra.“ Ragna segir að vissulega myndist ákveðið valdajafnvægi á milli vina strax í barnæsku. „Bæði man ég eftir þessu frá því að ég var sjálf barn og svo sér maður þetta hjá sínum eigin börnum. Mér fannst skemmtilegt að velta þessu fyrir mér. Við erum alltaf að taka afstöðu í samfélaginu, með eða á móti, en það er svo mikil sundrung í samfélaginu í dag. Þessi sundrung er ákaflega neikvæð og það er tilhneiging hjá okkur til þess að skilgreina okkur sjálf með því að hafna einhverju öðru. Það finnst mér eiginlega vera eitthvað sem við eigum til að byrja að gera strax í æsku. Í Vinkonum er ein af aðalpersónunum stjórnmálakona en það er samt fjölskyldulíf hennar sem er í sviðsljósi í bókinni. Þetta innra líf og þessi mannlegi þáttur. En þar sem hún er með völd þá leiðir það okkur að því að skoða hvað það er sem ræður ákvörðunum viðkomandi og hvað vald er vandmeðfarið. Annar þráður í bókinni er svo líka þroskasaga þessara stúlkna og síðar kvenna og þær hindranir sem þær þurfa að takast á við í samfélagi feðraveldisins. Mér finnst mjög mikilvægt fyrir mig sem höfund að takast á við minn samtíma og að höfundar geri það. En við eigum líka höfunda sem eru að skrifa út frá fornsögunum eða þá að sögusviðið er sautjánda öldin en þeir eru engu að síður að takast á við samtímann. Það er hægt að takast á við samtímann á margvíslegan hátt en mér finnst mest spennandi að gera það svona. Það er í raun alltaf verið að takast á við mannlegt eðli á öllum tímum og það breytist ekki.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Vinkonur er ný skáldsaga eftir Rögnu Sigurðardóttur sem áður hefur sent frá sér fimm skáldsögur sem vakið hafa athygli en fyrir þá fyrstu, Borg, hlaut hún tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það er ánægjulegt hvað færst hefur í aukana hversu mikið íslenskir höfundar eru að senda frá sér nýjar skáldsögur utan hins hefðbundna jólabókaflóðs og Ragna segir að útgefendur séu að reyna að virkja markaðinn á þessum tíma. „Mér sýnist nú að þetta sé að virka ágætlega. Það er líka jákvætt við bókakaupin á þessum árstíma að þá er fólk frekar að kaupa bækur handa sjálfu sér til lesturs en til gjafa. Þannig að ég held að þetta sé bara af hinu góða þó svo að jólabókaflóðið hafi líka sína kosti.“ Í Vinkonum segir frá konu sem gegnir ráðherraembætti með tilheyrandi álagi í ólgu íslensks nútímasamfélags. Á ákveðnum vettvangi skýtur gömul vinkona upp kollinum og ráðherrann neyðist til þess að rifja upp örlagaríkan vetur úr barnaskóla. Það hvarflar mögulega að lesanda að hér séu á ferðinni vísanir í líf og störf ákveðins íslensks ráðherrra en Ragna segir það nú ekki vera tilfellið. „Þessi bók varð til á undanförnum árum en svo er það þannig að maður er ekki fyrr búinn að skrifa eitthvað þegar það gerist eitthvað áþekkt í samfélaginu. Það er svo margt að gerast og þegar vísað er til ákveðins ráðherra þá getur það í rauninni átt við svo marga,“ segir Ragna og hlær við tilhugsunina. „Þannig að það eru ekki beinar fyrirmyndir en atburðir og ástandið í samfélaginu er óneitanlega í aðra röndina kveikjan að söguþræðinum. Önnur kveikja er svo þetta samspil á milli okkar daglega lífs og athafna valdamanna. En í grunninn er verið að fjalla um bernskuvináttuna sem getur verið bæði góð og brösug þegar vinkonur hittast aftur áratugum síðar og valdahlutföll hafa raskast. Vináttu sem snertir líf þeirra aftur og mótar gerðir þeirra.“ Ragna segir að vissulega myndist ákveðið valdajafnvægi á milli vina strax í barnæsku. „Bæði man ég eftir þessu frá því að ég var sjálf barn og svo sér maður þetta hjá sínum eigin börnum. Mér fannst skemmtilegt að velta þessu fyrir mér. Við erum alltaf að taka afstöðu í samfélaginu, með eða á móti, en það er svo mikil sundrung í samfélaginu í dag. Þessi sundrung er ákaflega neikvæð og það er tilhneiging hjá okkur til þess að skilgreina okkur sjálf með því að hafna einhverju öðru. Það finnst mér eiginlega vera eitthvað sem við eigum til að byrja að gera strax í æsku. Í Vinkonum er ein af aðalpersónunum stjórnmálakona en það er samt fjölskyldulíf hennar sem er í sviðsljósi í bókinni. Þetta innra líf og þessi mannlegi þáttur. En þar sem hún er með völd þá leiðir það okkur að því að skoða hvað það er sem ræður ákvörðunum viðkomandi og hvað vald er vandmeðfarið. Annar þráður í bókinni er svo líka þroskasaga þessara stúlkna og síðar kvenna og þær hindranir sem þær þurfa að takast á við í samfélagi feðraveldisins. Mér finnst mjög mikilvægt fyrir mig sem höfund að takast á við minn samtíma og að höfundar geri það. En við eigum líka höfunda sem eru að skrifa út frá fornsögunum eða þá að sögusviðið er sautjánda öldin en þeir eru engu að síður að takast á við samtímann. Það er hægt að takast á við samtímann á margvíslegan hátt en mér finnst mest spennandi að gera það svona. Það er í raun alltaf verið að takast á við mannlegt eðli á öllum tímum og það breytist ekki.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira