Erlent

Uppljóstrari Panama-skjalana: Reiðubúinn að aðstoða stjórnvöld við skattrannsóknir gegn friðhelgi

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Búist er við enn fleiri uppljóstrunum úr gögnum Mossack Fonseca sem uppljóstrarinn lak til fjölmiðla.
Búist er við enn fleiri uppljóstrunum úr gögnum Mossack Fonseca sem uppljóstrarinn lak til fjölmiðla. Vísir
Uppljóstrarinn sem lak gögnum lögmannsstofunnar Mossack Fonseca til þýska blaðsins Suddeutsche Zeitung og alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna ICIJ, sem hafa verið kölluð Panama-skjölin, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann segist vera reiðubúinn til þess að leggja sitt af mörkum við að aðstoða skattayfirvöld þjóða heims við að vinna úr þeim upplýsingum sem þar er að finna svo fremi sem hann hljóti friðhelgi.

Reykjavík Media birti fréttina kl. 15 í dag en bréfið birtist samtímis í fjölmiðlum um allan heim sem koma að rannsókn Panama-skjalana.

Ritstjórn Suddeutsche Zeitung sem og talsmenn alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna hafa hingað til neitað að afhenda skjölin áfram en uppljóstrarinn segist vera reiðubúinn til þess grípi Evrópuráðið, breska og bandaríska þingið og aðrar þjóðir til aðgerða sem verndi uppljóstrara frá fangelsun eða annars konar réttindarskerðingu.

Uppljóstrarar eigi skilið friðhelgi ríkisstjórna

Uppljóstrarinn nefnir Edward Snowden, Bradley Birkenfeld og Antoine Deltour sem dæmi um uppljóstrara sem ríkisstjórnir hafa lagt líf í rúst eftir að þeir láku mikilvægum gögnum til fjölmiðla og almennings.

Hann segir að uppljóstrarar sem fletti ofan af óumdeilanlegum misgjörðum eigi skilið friðhelgi frá refsingum ríkisstjórna. Uppljóstrarinn nýtur nafnleyndar og gefur út tilkynninguna undir nafninu John Doe.

Mossack Fonseca braut vísvitandi lög

Uppljóstrarinn segir ráðandi stef í fjölmiðlaumfjöllun eftir að fyrstu greinunum var sleppt hafa verið umræða um hvað sé löglegt og leyfilegt í kapitalsíkum stjórnarkerfum.

Hann biður þó fjölmiðla að gleyma því ekki að Mossack Fonseca hafi vísvitandi brotið fjölda laga um allan heim. Hann segist þess fullviss að verði stjórnvöldum afhent Panamagögnin muni það leiða að þúsunda málsókna og segist reiðubúinn til samstarfs við lögregluvöld eftir því sem hann geti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×