Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum Birgir Olgeirsson skrifar 6. maí 2016 20:56 „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Guðni mættur til að svara fyrir ýmsa gagnrýni sem hann hefur fengið á sig eftir að hafa tilkynnt formlega um framboð sitt í gær. Þáttastjórnendur bentu á að umræðan í garð Guðna hafi harðnað til muna eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og gekkst hann við því. Guðni hefur verið að mælast með töluvert fylgi í skoðanakönnunum og sagði hann ákveðinn púka vera í þjóðarsálinni sem reyni að koma höggstað á þá sem njóta ákveðinnar velgengni til að koma þeim niður á jörðina. Guðni sagðist hins vegar blessunarlega ver undir þá umræðu búinn. Þáttastjórnendur nefndu til að mynda að Guðni hefði í umræðum á samfélagsmiðlum verið orðaður við Samfylkinguna og sagður Evrópusambandssinni. Guðni sagðist hafa heyrt þá umræðu og að hann hefði jafnframt verið orðaður við Pírata, Bjarta framtíð og Viðreisn. „Það á bara eftir að bæta Framsókn við flóruna,“ sagði Guðni. Hann tók fram að hann hafi aldri verið flokksbundinn eða verið í nokkrum flokki. Ef gengið yrði til kosninga um ESB-aðild sagðist Guðni glaður segja nei við slíkri aðild. Hann tók fram að fyrir nokkrum árum hafi hann verið beðinn um að sitja í samráðshópi á vegum utanríkisráðuneytisins sem skipaður var vegna umsóknarinnar að ESB. Hann var í forsvari fyrir hópnum ásamt Ágústi Sigurðssyni og Salvöru Nordal. Hlutverk hópsins var að kynna kosti og galla aðildar að ESB en Guðni sagði í Reykjavík síðdegis að eftir því sem starfi hópsins vatt fram varð hann sannfærðari um að umsóknina væri feigðarflan. Hann sagði heldur ekkert benda til þess að farið yrði aftur í umsóknarferli. Hann sagði litlar líkur á að Björt framtíð myndi ná að hrinda því í gegn og ekki væri Samfylkingin lengur á þeim buxunum. Hann sagði þessa umræðu minna á tíma kalda stríðsins en þá var það notað gegn Kristjáni Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur að þau hefðu verið andstæðingar hersins og gætu því ekki setið á Bessastöðum. Hann sagði ESB-aðild ekki vera á forgangslista hjá þjóðinni í dag en tók fram að ef svo ótrúlega vildi til að einhver ríkisstjórn myndi reyna að keyra í gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu án aðkomu þjóðarinnar yrði honum að mæta á Bessastöðum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Frjálsrar verslunar sem gerð var á dögunum. 2. maí 2016 09:50 Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th. Fjörutíu og fimm prósent svarenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en 38 prósent Guðna Th. Jóhannesson. Guðni kynnir framboð sitt í dag. 5. maí 2016 07:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira
„Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Guðni mættur til að svara fyrir ýmsa gagnrýni sem hann hefur fengið á sig eftir að hafa tilkynnt formlega um framboð sitt í gær. Þáttastjórnendur bentu á að umræðan í garð Guðna hafi harðnað til muna eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og gekkst hann við því. Guðni hefur verið að mælast með töluvert fylgi í skoðanakönnunum og sagði hann ákveðinn púka vera í þjóðarsálinni sem reyni að koma höggstað á þá sem njóta ákveðinnar velgengni til að koma þeim niður á jörðina. Guðni sagðist hins vegar blessunarlega ver undir þá umræðu búinn. Þáttastjórnendur nefndu til að mynda að Guðni hefði í umræðum á samfélagsmiðlum verið orðaður við Samfylkinguna og sagður Evrópusambandssinni. Guðni sagðist hafa heyrt þá umræðu og að hann hefði jafnframt verið orðaður við Pírata, Bjarta framtíð og Viðreisn. „Það á bara eftir að bæta Framsókn við flóruna,“ sagði Guðni. Hann tók fram að hann hafi aldri verið flokksbundinn eða verið í nokkrum flokki. Ef gengið yrði til kosninga um ESB-aðild sagðist Guðni glaður segja nei við slíkri aðild. Hann tók fram að fyrir nokkrum árum hafi hann verið beðinn um að sitja í samráðshópi á vegum utanríkisráðuneytisins sem skipaður var vegna umsóknarinnar að ESB. Hann var í forsvari fyrir hópnum ásamt Ágústi Sigurðssyni og Salvöru Nordal. Hlutverk hópsins var að kynna kosti og galla aðildar að ESB en Guðni sagði í Reykjavík síðdegis að eftir því sem starfi hópsins vatt fram varð hann sannfærðari um að umsóknina væri feigðarflan. Hann sagði heldur ekkert benda til þess að farið yrði aftur í umsóknarferli. Hann sagði litlar líkur á að Björt framtíð myndi ná að hrinda því í gegn og ekki væri Samfylkingin lengur á þeim buxunum. Hann sagði þessa umræðu minna á tíma kalda stríðsins en þá var það notað gegn Kristjáni Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur að þau hefðu verið andstæðingar hersins og gætu því ekki setið á Bessastöðum. Hann sagði ESB-aðild ekki vera á forgangslista hjá þjóðinni í dag en tók fram að ef svo ótrúlega vildi til að einhver ríkisstjórn myndi reyna að keyra í gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu án aðkomu þjóðarinnar yrði honum að mæta á Bessastöðum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Frjálsrar verslunar sem gerð var á dögunum. 2. maí 2016 09:50 Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th. Fjörutíu og fimm prósent svarenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en 38 prósent Guðna Th. Jóhannesson. Guðni kynnir framboð sitt í dag. 5. maí 2016 07:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Sjá meira
Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Frjálsrar verslunar sem gerð var á dögunum. 2. maí 2016 09:50
Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th. Fjörutíu og fimm prósent svarenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en 38 prósent Guðna Th. Jóhannesson. Guðni kynnir framboð sitt í dag. 5. maí 2016 07:00
Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19