Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2016 18:23 „Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í Eyjunni á Stöð 2 í dag um framboð sitt í ljósi þess að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Ólafur Ragnar sagði forsendur framboðs síns allt aðrar en þegar hann tilkynnt um framboð sitt í apríl síðastliðnum. Fram væru komnir tveir frambjóðendur til viðbótar, Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson, sem breyttu þessari kosningabaráttu og þá sérstaklega að kominn væri fram einn reynslumesti stjórnmálamaður landsins Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar gaf þó ekki upp hvað hann ætli að gera, hvort hann haldi framboðinu til streitu eða hætti við. Tekur mið af breyttum aðstæðum „Það verður bara að koma í ljós hvað ég geri,“ sagði Ólafur Ragnar. Spurður hvort hann verði á kjörseðlinum í júní svaraði Ólafur Ragnar: „Þú verður bara einlæglega að meta það að þegar svona staða kemur upp þá hlýt ég að setjast niður og taka mið af þessum breyttu aðstæðum en ég er ekki búinn að lenda þeirri hugsun,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann fór fögrum orðum um Davíð Oddsson. Hann sagði Davíð vera þann mann sem lengst hefur setið í ríkisráðinu af núlifandi Íslendingum. „Davíð var svo elskulegur í morgun í þætti Bylgjunnar að fara lofsamlegum orðum um mig,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist hafa sagt við dóttur sína að enginn maður hefði hælt sér svo mikið í fjölmiðlum í marga mánuði líkt og Davíð Oddsson.Kynntist Davíð fyrir 50 árum Hann sagðist hafa kynnst Davíð Oddssyni fyrir 50 árum. Ólafur Ragnar lýsti því að hann hefði ávallt spilað badminton við hálfbróðir Davíðs, Ólaf Oddsson, og tók Ólafur Ragnar fram að hann hefði ávallt unnið Ólaf. Hann sagði að allt í einu hefði Davíð birst í salnum og fylgst með leikjum þeirra og sagðist Ólafur síðast hafa komið að því að Davíð var þar til að stúdera veikleika í leik Ólafs svo hægt væri að sigra hann í badminton. Hann sagði hann og Davíð hafa háð frægar glímur en staðið saman í merkilegum og mikilvægum málum. Líkt og að endurreisa samskipti við Eystrasaltsríkin. Hann sagði Davíð Oddsson einnig hafa staðið þétt við bakið á sér í gegnum veikindi og andlát eiginkonu hans Guðrúnar Katrínar. Sú glíma reyndist fjölskyldu Ólafs Ragnars eðli málsins samkvæmt erfið og sagði Ólafur Ragnar Davíð hafa verið vakinn og sofandi í gegnum þann tíma og sýndi fjölskyldu Ólafs Ragnars mikla hlýju. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Sjáðu viðtalið við Davíð Oddsson Davíð Oddsson tilkynnti ákvörðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni. 8. maí 2016 16:33 Ólafur Ragnar kom akandi á eigin bíl Forsetinn hefur áður sett sér mörk þegar hann er í miðri kosningabaráttu. 8. maí 2016 17:41 Twitter logar eftir tilkynningu Davíðs Fylgstu með umræðunum. 8. maí 2016 12:29 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í Eyjunni á Stöð 2 í dag um framboð sitt í ljósi þess að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Ólafur Ragnar sagði forsendur framboðs síns allt aðrar en þegar hann tilkynnt um framboð sitt í apríl síðastliðnum. Fram væru komnir tveir frambjóðendur til viðbótar, Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson, sem breyttu þessari kosningabaráttu og þá sérstaklega að kominn væri fram einn reynslumesti stjórnmálamaður landsins Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar gaf þó ekki upp hvað hann ætli að gera, hvort hann haldi framboðinu til streitu eða hætti við. Tekur mið af breyttum aðstæðum „Það verður bara að koma í ljós hvað ég geri,“ sagði Ólafur Ragnar. Spurður hvort hann verði á kjörseðlinum í júní svaraði Ólafur Ragnar: „Þú verður bara einlæglega að meta það að þegar svona staða kemur upp þá hlýt ég að setjast niður og taka mið af þessum breyttu aðstæðum en ég er ekki búinn að lenda þeirri hugsun,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann fór fögrum orðum um Davíð Oddsson. Hann sagði Davíð vera þann mann sem lengst hefur setið í ríkisráðinu af núlifandi Íslendingum. „Davíð var svo elskulegur í morgun í þætti Bylgjunnar að fara lofsamlegum orðum um mig,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist hafa sagt við dóttur sína að enginn maður hefði hælt sér svo mikið í fjölmiðlum í marga mánuði líkt og Davíð Oddsson.Kynntist Davíð fyrir 50 árum Hann sagðist hafa kynnst Davíð Oddssyni fyrir 50 árum. Ólafur Ragnar lýsti því að hann hefði ávallt spilað badminton við hálfbróðir Davíðs, Ólaf Oddsson, og tók Ólafur Ragnar fram að hann hefði ávallt unnið Ólaf. Hann sagði að allt í einu hefði Davíð birst í salnum og fylgst með leikjum þeirra og sagðist Ólafur síðast hafa komið að því að Davíð var þar til að stúdera veikleika í leik Ólafs svo hægt væri að sigra hann í badminton. Hann sagði hann og Davíð hafa háð frægar glímur en staðið saman í merkilegum og mikilvægum málum. Líkt og að endurreisa samskipti við Eystrasaltsríkin. Hann sagði Davíð Oddsson einnig hafa staðið þétt við bakið á sér í gegnum veikindi og andlát eiginkonu hans Guðrúnar Katrínar. Sú glíma reyndist fjölskyldu Ólafs Ragnars eðli málsins samkvæmt erfið og sagði Ólafur Ragnar Davíð hafa verið vakinn og sofandi í gegnum þann tíma og sýndi fjölskyldu Ólafs Ragnars mikla hlýju.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Sjáðu viðtalið við Davíð Oddsson Davíð Oddsson tilkynnti ákvörðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni. 8. maí 2016 16:33 Ólafur Ragnar kom akandi á eigin bíl Forsetinn hefur áður sett sér mörk þegar hann er í miðri kosningabaráttu. 8. maí 2016 17:41 Twitter logar eftir tilkynningu Davíðs Fylgstu með umræðunum. 8. maí 2016 12:29 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57
Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15
Sjáðu viðtalið við Davíð Oddsson Davíð Oddsson tilkynnti ákvörðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni. 8. maí 2016 16:33
Ólafur Ragnar kom akandi á eigin bíl Forsetinn hefur áður sett sér mörk þegar hann er í miðri kosningabaráttu. 8. maí 2016 17:41