„Bara á Íslandi!“: Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2016 15:14 Umfjöllun Hannesar um Davíð spannar fjórar síður og er prýdd 7 myndum. vísir „Hvar í heiminum annars staðar fær maður svona blað, þar sem 4 síður með 7 ljósmyndum birtast um æskuafrek ritstjórans?“ spurði fréttamaðurinn Óðinn Jónsson sig eftir að hafa flett Morgunblaðinu í morgun. Í blaðinu, sem dreift var í öll hús á höfuðborgarsvæðinu í dag, er fjögurra blaðsíðna grein eftir stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson þar sem hann rekur stjórnartíð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Yfirskriftin: „Tímamótin 1991“ en það ár tók Viðeyjarstjórnin svokallaða við stjórnartaumunum. Margir hafa furðað sig á þessum skrifum í dag enda sjaldan sem slíkar „lofgjarðir“ um ritstjórnarmeðlimi rata með þessum hætti á síður blaðanna. „Þegar ég settist niður í morgun, drakk kaffið og borðaði brauðbollu með osti, breiddi ég úr Morgunblaðinu, sem Árvakur hafði sent mér „ókeypis". En svo kom gjaldið: 4 blaðsíður um afrek frá stjórnmálaferli ritstjórans, Davíðs Oddssonar, með 7 ljósmyndum af honum með öðrum valdsmönnum,“ segir Óðinn Jónsson sem furðar sig á sumum þeirra afreka sem Hannes eignar Davíð í greininni.„Meira að segja er látið að því liggja að Davíð hafi breytt hinu og þessu, sem þó búið var að breyta, eins og mjólk í almennum verslunum í Reykjavík 1977, sjónvarp í júlí 1983, sjónvarp á fimmtudögum 1987, bjórinn 1989,“ segir Óðinn. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason klóraði sér að sama skapi í hausnum yfir umfjöllun Hannesar sem hann segir vera til marks um það hvernig Morgunblaðið er að verða „stöðugt skrítnari fjölmiðill.“Þessi klausa úr grein Hannesar kætti Egil Helgason sérstaklega.„Hún er á fjórum blaðsíðum og skrifuð af helsta skósveini ristjórans. Það er hvergi sparað til, með fylgja stórar og glæsilegar litmyndir. Hugsanlegt er að slík sjálfsupphafning ritstjóra sé einsdæmi í vestrænum fjölmiðlum,“ spökulerar Egill á bloggsíðu sinni. „Það voru uppi bollaleggingar um að Davíð Oddsson hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta. Þessi greinaskrif hefðu líklega talist gott innlegg í þá baráttu,“ segir hann ennfremur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans, rak að sama skapi í rogastans þegar hún fékk Morgunblaðið inn um lúguna í morgun. Hún hafði þó ekki verið lengi að komast til botns í málinu. „Ástæðan reynist að helsti aðdàandi ritstjórans þurfti að koma doltlu frà sér. À tveimur opnum. Bara á Íslandi!“ skrifar Anna á Facebook. Heiða B. Heiðars hjá Stundinni er ekki jafnt skemmt. Hún segir útspil Moggans vera „sýnikennsla“ um hvernig hægt sé að „misnota fjölmiðil“ og Illugi Jökulsson er álíka myrkur í máli. „Ég segi fyrir mig að ef ég ynni á Morgunblaðinu, þá myndi mér blöskra svo mjög þetta uppátæki Davíðs ritstjóra að láta skrifa um sig fjögurra síðna helgramannasögu og birta í blaðinu, að ég gæti ekki unnið þar lengur.“ Illugi bætir um betur og segir að grunnskólakrakki sem hefði skrifað þennan texta hefði einfaldlega fengið núll í einkunn. „En höfundurinn er prófessor í stjórnmálafræði við sjálfan Háskóla Íslands.“ Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
„Hvar í heiminum annars staðar fær maður svona blað, þar sem 4 síður með 7 ljósmyndum birtast um æskuafrek ritstjórans?“ spurði fréttamaðurinn Óðinn Jónsson sig eftir að hafa flett Morgunblaðinu í morgun. Í blaðinu, sem dreift var í öll hús á höfuðborgarsvæðinu í dag, er fjögurra blaðsíðna grein eftir stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson þar sem hann rekur stjórnartíð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Yfirskriftin: „Tímamótin 1991“ en það ár tók Viðeyjarstjórnin svokallaða við stjórnartaumunum. Margir hafa furðað sig á þessum skrifum í dag enda sjaldan sem slíkar „lofgjarðir“ um ritstjórnarmeðlimi rata með þessum hætti á síður blaðanna. „Þegar ég settist niður í morgun, drakk kaffið og borðaði brauðbollu með osti, breiddi ég úr Morgunblaðinu, sem Árvakur hafði sent mér „ókeypis". En svo kom gjaldið: 4 blaðsíður um afrek frá stjórnmálaferli ritstjórans, Davíðs Oddssonar, með 7 ljósmyndum af honum með öðrum valdsmönnum,“ segir Óðinn Jónsson sem furðar sig á sumum þeirra afreka sem Hannes eignar Davíð í greininni.„Meira að segja er látið að því liggja að Davíð hafi breytt hinu og þessu, sem þó búið var að breyta, eins og mjólk í almennum verslunum í Reykjavík 1977, sjónvarp í júlí 1983, sjónvarp á fimmtudögum 1987, bjórinn 1989,“ segir Óðinn. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason klóraði sér að sama skapi í hausnum yfir umfjöllun Hannesar sem hann segir vera til marks um það hvernig Morgunblaðið er að verða „stöðugt skrítnari fjölmiðill.“Þessi klausa úr grein Hannesar kætti Egil Helgason sérstaklega.„Hún er á fjórum blaðsíðum og skrifuð af helsta skósveini ristjórans. Það er hvergi sparað til, með fylgja stórar og glæsilegar litmyndir. Hugsanlegt er að slík sjálfsupphafning ritstjóra sé einsdæmi í vestrænum fjölmiðlum,“ spökulerar Egill á bloggsíðu sinni. „Það voru uppi bollaleggingar um að Davíð Oddsson hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta. Þessi greinaskrif hefðu líklega talist gott innlegg í þá baráttu,“ segir hann ennfremur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans, rak að sama skapi í rogastans þegar hún fékk Morgunblaðið inn um lúguna í morgun. Hún hafði þó ekki verið lengi að komast til botns í málinu. „Ástæðan reynist að helsti aðdàandi ritstjórans þurfti að koma doltlu frà sér. À tveimur opnum. Bara á Íslandi!“ skrifar Anna á Facebook. Heiða B. Heiðars hjá Stundinni er ekki jafnt skemmt. Hún segir útspil Moggans vera „sýnikennsla“ um hvernig hægt sé að „misnota fjölmiðil“ og Illugi Jökulsson er álíka myrkur í máli. „Ég segi fyrir mig að ef ég ynni á Morgunblaðinu, þá myndi mér blöskra svo mjög þetta uppátæki Davíðs ritstjóra að láta skrifa um sig fjögurra síðna helgramannasögu og birta í blaðinu, að ég gæti ekki unnið þar lengur.“ Illugi bætir um betur og segir að grunnskólakrakki sem hefði skrifað þennan texta hefði einfaldlega fengið núll í einkunn. „En höfundurinn er prófessor í stjórnmálafræði við sjálfan Háskóla Íslands.“
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira