Theodór Elmar Bjarnason gulltryggði sínum mönnum í AGF sæti í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar er liðið gerði 2-2 jafntefli við Álaborg í kvöld.
AGF vann fyrri leikinn í undanúrslitarimmunni á heimvelli, 2-0, og skoraði Elmar einnig í þeim leik.
Álaborg komst í óvænt 2-0 forystu í Árósum í kvöld en skoraði svo sjálfsmark á 56. mínútu. Það var þó spenna í leiknum allt þar til að Elmar skoraði annað mark AGF í uppbótartíma.
AGF mætir FC Kaupmannahöfn í úrslitaleiknum sem fer fram þann 5. maí.
Elmar skoraði og AGF í bikarúrslitin
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn


Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn