Real Madrid komst í hann krappan gegn Rayo Vallecano á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Heimamenn voru komnir 2-0 yfir eftir 14 mínútna leik en Madrídingar komu til baka og tryggðu sér sigurinn.
Með honum komst liðið á topp deildarinnar en Barcelona getur endurheimt toppsætið með sigri á Sporting Gijon í kvöld.
Adri Embarba og Miku komu Vallecano í 2-0 en Gareth Bale minnkaði muninn á 35. mínútu.
Staðan var 2-1 í hálfleik en á 52. mínútu jafnaði Lucas Vasquez metin. Það var svo Bale sem tryggði Real Madrid stigin þrjú þegar hann skoraði sitt annað mark á 81. mínútu. Lokatölur 2-3, Real Madrid í vil.

