Fótbolti

Í fyrsta sinn sem enginn Ítali byrjar inn á

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Inter vann sinn þriðja sigur í síðustu fjórum leikjum þegar liðið lagði Udinese að velli, 3-1, á San Siro í ítölsku úrvalsdeildinni í gær.

Leikurinn var sögulegur fyrir þær sakir að þetta er fyrsti leikurinn í sögu ítölsku deildarinnar sem enginn Ítali byrjar inn á.

Sex af þeim 22 leikmönnum sem byrjuðu leikinn koma frá Brasilíu og níu frá Suður-Ameríku í heildina. Tveir Afríkumenn byrjuðu leikinn og fjórir frá löndum á Balkanskaganum.

Alls komu 26 leikmenn við sögu í leiknum í gær, þ.á.m. íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson sem lék síðustu fimm mínúturnar.

Þrír Ítalir komu inn á sem varamenn þótt einn þeirra, Eder hjá Inter, sé Brasilíumaður með ítalskt ríkisfang.

Leikmenn frá þessum löndum byrjuðu inn á leik Inter og Udinese:

Brasilía (6)

Frakkland (3)

Kólumbía (2)

Gana (1)

Króatía (1)

Japan (1)

Argentína (1)

Slóvenía (1)

Grikkland (1)

Sviss (1)

Malí (1)

Svartfjallaland (1)

Portúgal (1)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×