Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2016 20:03 Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. Vísir/EPA Spjótin standa á Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, eftir að það var uppljóstrað í dag að fjölskylda eiginkonu hans, Dorrit Moussaieff, átti aflandsfélagið Lasca Finance Limited sem er að finna í Panama-skjölunum.Kjarninn og Reykjavík Grapevine sögðu fyrst frá málinu. Síðar í dag boðaði Reykjavík Media frekari umfjöllun um tengsl forsetahjónanna við Panama-skjölin.Andrés Jónsson.VísirAlmannatengillinn Andrés Jónsson, sem er sérfræðingur í krísustjórnun, segir augljóst að það sé afar óþægilegt fyrir einhvern sem sækist eftir frekari trúnaðarstörfum fyrir almenning að vera tengdur Panama-skjölunum. „Það sýnir sig hér á Íslandi og víða annars staðar,“ segir Andrés um þá þá stjórnmálamenn sem hafa sagt af sér eftir að nöfn þeirra komu upp í lekanum á Panama-gögnunum. Ólafur Ragnar tilkynnti í síðustu viku að hann ætlar að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Andrés segir Ólaf Ragnar mögulega þurfa að stíga það skref að opna bókhaldið líkt og nokkrir stjórnmálamenn hafa nú þegar gert. „Það sem hann ætti mögulega að skoða væri að upplýsa um öll fjármál þeirra hjóna, leggja allt á borðið. Það var það sem David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, þurfti að gera til að lifa af þá miklu gagnrýni sem hann varð fyrir nú á dögunum. Hann neyddist til að leggja spilin á borðin þannig að almenningur gæti lagt mat á málið,“ segir Andrés. Ólafur Ragnar hefur ítrekað neitað því að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt. Andrés segir sérkennilegt að hafa heyrt forsetann taka svo afdráttarlaust til orða. Það gæti einfaldlega bent til þess að Ólafur hafi ekkert vitað um tilveru þessara aflandsfélags fjölskyldu Dorritar en engu að síður segir hann stjórnmálamenn yfirleitt reyna að passa sig á því að lenda ekki í því að hafa neitað einhverju sem síðar kom á daginn. Þess vegna hafi verið sérkennilegt að sjá Ólaf Ragnar taka svo afdráttarlaust til orða, í ljósi þess að hann er kvæntur inn í fjölskyldu Dorritar sem er afar auðug. Ólafur Ragnar hefur sjálfur svarað þessu máli á þann veg að hvorki hann né Dorrit hafi vitað af þessu félagi né heyrt af því áður. „Faðir Dorritar er látinn og móðir hennar, sem er 86 ára, man ekki eftir neinu slíku félagi." Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49 Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis. 25. apríl 2016 18:00 Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar „Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar?“ 25. apríl 2016 09:47 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Spjótin standa á Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, eftir að það var uppljóstrað í dag að fjölskylda eiginkonu hans, Dorrit Moussaieff, átti aflandsfélagið Lasca Finance Limited sem er að finna í Panama-skjölunum.Kjarninn og Reykjavík Grapevine sögðu fyrst frá málinu. Síðar í dag boðaði Reykjavík Media frekari umfjöllun um tengsl forsetahjónanna við Panama-skjölin.Andrés Jónsson.VísirAlmannatengillinn Andrés Jónsson, sem er sérfræðingur í krísustjórnun, segir augljóst að það sé afar óþægilegt fyrir einhvern sem sækist eftir frekari trúnaðarstörfum fyrir almenning að vera tengdur Panama-skjölunum. „Það sýnir sig hér á Íslandi og víða annars staðar,“ segir Andrés um þá þá stjórnmálamenn sem hafa sagt af sér eftir að nöfn þeirra komu upp í lekanum á Panama-gögnunum. Ólafur Ragnar tilkynnti í síðustu viku að hann ætlar að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Andrés segir Ólaf Ragnar mögulega þurfa að stíga það skref að opna bókhaldið líkt og nokkrir stjórnmálamenn hafa nú þegar gert. „Það sem hann ætti mögulega að skoða væri að upplýsa um öll fjármál þeirra hjóna, leggja allt á borðið. Það var það sem David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, þurfti að gera til að lifa af þá miklu gagnrýni sem hann varð fyrir nú á dögunum. Hann neyddist til að leggja spilin á borðin þannig að almenningur gæti lagt mat á málið,“ segir Andrés. Ólafur Ragnar hefur ítrekað neitað því að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt. Andrés segir sérkennilegt að hafa heyrt forsetann taka svo afdráttarlaust til orða. Það gæti einfaldlega bent til þess að Ólafur hafi ekkert vitað um tilveru þessara aflandsfélags fjölskyldu Dorritar en engu að síður segir hann stjórnmálamenn yfirleitt reyna að passa sig á því að lenda ekki í því að hafa neitað einhverju sem síðar kom á daginn. Þess vegna hafi verið sérkennilegt að sjá Ólaf Ragnar taka svo afdráttarlaust til orða, í ljósi þess að hann er kvæntur inn í fjölskyldu Dorritar sem er afar auðug. Ólafur Ragnar hefur sjálfur svarað þessu máli á þann veg að hvorki hann né Dorrit hafi vitað af þessu félagi né heyrt af því áður. „Faðir Dorritar er látinn og móðir hennar, sem er 86 ára, man ekki eftir neinu slíku félagi."
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49 Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis. 25. apríl 2016 18:00 Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar „Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar?“ 25. apríl 2016 09:47 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49
Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis. 25. apríl 2016 18:00
Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar „Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar?“ 25. apríl 2016 09:47
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00
Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49