Snæfell varð í kvöld Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir átta stiga sigur, 59-67, á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld.
Snæfell lenti 2-1 undir í úrslitaeinvíginu en jafnaði metin í Stykkishólmi á sunnudaginn og tryggði sér þar með oddaleik.
Mikil stemmning var á Ásvöllum í kvöld en Hólmarar fjölmenntu á leikinn og studdu vel við bakið á sínu liði sem vann tvöfalt í ár, bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn.
Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar sigurinn var í höfn og þau urðu ekki minni þegar Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, tók við Íslandsbikarnum ásamt Öldu Leif Jónsdóttur.
Bikarafhendinguna má sjá í spilaranum hér að ofan.
