Íhald Hugleikur Dagsson skrifar 28. apríl 2016 07:00 Síðastliðinn áratug hef ég grínast um nánast allt. Heimilisofbeldi, kynferðisglæpi, trúarbrögð og annað léttmeti. Eina viðfangsefnið sem ég forðaðist lengi var pólitík. Tvær ástæður. Ástæða eitt: Ég vildi ekki opinbera mína pólitísku afstöðu. Sem grínisti vildi ég vera hlutlaus. En það er ekki hægt. Síðar lærði ég að grín er að vissu leyti pólitísk afstaða. Ástæða tvö: Það var bara ekkert fyndið við pólitík. Hún var leiðinleg. Leeeeeeiðinleg. En nú er öldin önnur. Ríkisstjórnin er orðin svo mikill brandari að það er ekki annað hægt en að gera grín að henni. Því rætnara því betra. Ég slæ eigin læk-met þegar ég pósta kúkabrandara um sitjandi eða fráfarandi eða whateverandi forsætisráðherra. En lækin eru ekki næstum jafn fullnægjandi og neikvæð komment frá íhaldsfólki. Íhald er andstæðan við þróun. Að vilja halda í. Að vilja vera kyrr. Íhald hljómar eins og þvagfærasjúkdómur. Líkamlegt ástand þar sem maður finnur króníska þörf til að halda í sér. Og fyllist að lokum af hlandi sem sprautast uppúr munninum í miðju Kastljóssviðtali. Einu sinni skrifaði ég skaup ásamt öðrum grínistum. Það fékk sömu viðbrögð og öll skaup. Annaðhvort frábært eða ömurlegt. Fer eftir heimilum og hversu mikið áfengi er á viðkomandi heimilum. Í einu áramótapartíi hitti ég íhaldsmann. Hann hvæsti á mig „Afhverju eru alltaf einhverjir líbó hippagrínistar að skrifa skaupið?! Afhverju er aldrei neinn fyndinn íhaldsmaður fenginn til að skrifa þetta?!“ Ég svaraði „nefndu einn“.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hugleikur Dagsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun
Síðastliðinn áratug hef ég grínast um nánast allt. Heimilisofbeldi, kynferðisglæpi, trúarbrögð og annað léttmeti. Eina viðfangsefnið sem ég forðaðist lengi var pólitík. Tvær ástæður. Ástæða eitt: Ég vildi ekki opinbera mína pólitísku afstöðu. Sem grínisti vildi ég vera hlutlaus. En það er ekki hægt. Síðar lærði ég að grín er að vissu leyti pólitísk afstaða. Ástæða tvö: Það var bara ekkert fyndið við pólitík. Hún var leiðinleg. Leeeeeeiðinleg. En nú er öldin önnur. Ríkisstjórnin er orðin svo mikill brandari að það er ekki annað hægt en að gera grín að henni. Því rætnara því betra. Ég slæ eigin læk-met þegar ég pósta kúkabrandara um sitjandi eða fráfarandi eða whateverandi forsætisráðherra. En lækin eru ekki næstum jafn fullnægjandi og neikvæð komment frá íhaldsfólki. Íhald er andstæðan við þróun. Að vilja halda í. Að vilja vera kyrr. Íhald hljómar eins og þvagfærasjúkdómur. Líkamlegt ástand þar sem maður finnur króníska þörf til að halda í sér. Og fyllist að lokum af hlandi sem sprautast uppúr munninum í miðju Kastljóssviðtali. Einu sinni skrifaði ég skaup ásamt öðrum grínistum. Það fékk sömu viðbrögð og öll skaup. Annaðhvort frábært eða ömurlegt. Fer eftir heimilum og hversu mikið áfengi er á viðkomandi heimilum. Í einu áramótapartíi hitti ég íhaldsmann. Hann hvæsti á mig „Afhverju eru alltaf einhverjir líbó hippagrínistar að skrifa skaupið?! Afhverju er aldrei neinn fyndinn íhaldsmaður fenginn til að skrifa þetta?!“ Ég svaraði „nefndu einn“.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun