Íhald Hugleikur Dagsson skrifar 28. apríl 2016 07:00 Síðastliðinn áratug hef ég grínast um nánast allt. Heimilisofbeldi, kynferðisglæpi, trúarbrögð og annað léttmeti. Eina viðfangsefnið sem ég forðaðist lengi var pólitík. Tvær ástæður. Ástæða eitt: Ég vildi ekki opinbera mína pólitísku afstöðu. Sem grínisti vildi ég vera hlutlaus. En það er ekki hægt. Síðar lærði ég að grín er að vissu leyti pólitísk afstaða. Ástæða tvö: Það var bara ekkert fyndið við pólitík. Hún var leiðinleg. Leeeeeeiðinleg. En nú er öldin önnur. Ríkisstjórnin er orðin svo mikill brandari að það er ekki annað hægt en að gera grín að henni. Því rætnara því betra. Ég slæ eigin læk-met þegar ég pósta kúkabrandara um sitjandi eða fráfarandi eða whateverandi forsætisráðherra. En lækin eru ekki næstum jafn fullnægjandi og neikvæð komment frá íhaldsfólki. Íhald er andstæðan við þróun. Að vilja halda í. Að vilja vera kyrr. Íhald hljómar eins og þvagfærasjúkdómur. Líkamlegt ástand þar sem maður finnur króníska þörf til að halda í sér. Og fyllist að lokum af hlandi sem sprautast uppúr munninum í miðju Kastljóssviðtali. Einu sinni skrifaði ég skaup ásamt öðrum grínistum. Það fékk sömu viðbrögð og öll skaup. Annaðhvort frábært eða ömurlegt. Fer eftir heimilum og hversu mikið áfengi er á viðkomandi heimilum. Í einu áramótapartíi hitti ég íhaldsmann. Hann hvæsti á mig „Afhverju eru alltaf einhverjir líbó hippagrínistar að skrifa skaupið?! Afhverju er aldrei neinn fyndinn íhaldsmaður fenginn til að skrifa þetta?!“ Ég svaraði „nefndu einn“.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hugleikur Dagsson Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun
Síðastliðinn áratug hef ég grínast um nánast allt. Heimilisofbeldi, kynferðisglæpi, trúarbrögð og annað léttmeti. Eina viðfangsefnið sem ég forðaðist lengi var pólitík. Tvær ástæður. Ástæða eitt: Ég vildi ekki opinbera mína pólitísku afstöðu. Sem grínisti vildi ég vera hlutlaus. En það er ekki hægt. Síðar lærði ég að grín er að vissu leyti pólitísk afstaða. Ástæða tvö: Það var bara ekkert fyndið við pólitík. Hún var leiðinleg. Leeeeeeiðinleg. En nú er öldin önnur. Ríkisstjórnin er orðin svo mikill brandari að það er ekki annað hægt en að gera grín að henni. Því rætnara því betra. Ég slæ eigin læk-met þegar ég pósta kúkabrandara um sitjandi eða fráfarandi eða whateverandi forsætisráðherra. En lækin eru ekki næstum jafn fullnægjandi og neikvæð komment frá íhaldsfólki. Íhald er andstæðan við þróun. Að vilja halda í. Að vilja vera kyrr. Íhald hljómar eins og þvagfærasjúkdómur. Líkamlegt ástand þar sem maður finnur króníska þörf til að halda í sér. Og fyllist að lokum af hlandi sem sprautast uppúr munninum í miðju Kastljóssviðtali. Einu sinni skrifaði ég skaup ásamt öðrum grínistum. Það fékk sömu viðbrögð og öll skaup. Annaðhvort frábært eða ömurlegt. Fer eftir heimilum og hversu mikið áfengi er á viðkomandi heimilum. Í einu áramótapartíi hitti ég íhaldsmann. Hann hvæsti á mig „Afhverju eru alltaf einhverjir líbó hippagrínistar að skrifa skaupið?! Afhverju er aldrei neinn fyndinn íhaldsmaður fenginn til að skrifa þetta?!“ Ég svaraði „nefndu einn“.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun