Erlent

Herða lög um hælisleitendur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur lýst sig andvígan hugmyndum um byggingu girðingar.
Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur lýst sig andvígan hugmyndum um byggingu girðingar. Nordicphotos/AFP
Austurríska þingið samþykkti í gær hert lög um móttöku hælisleitenda. Lögin heimila að hælisleitendum sé hafnað þegar í stað, áður en þeir koma inn fyrir landamærin. Þá hafa ráðamenn einnig sagst vera að íhuga byggingu girðingar á landamærum Austurríkis og Ítalíu. Lögin heimila ríkisstjórninni þar að auki að lýsa yfir neyðarástandi vegna mikils fjölda flóttamanna.

Innanríkisráðherrann Wolfgang Sobotka sagði Austurríki ekki eiga neinna annarra kosta völ. „Við getum ekki borið byrði alls heimsins á herðum okkar.“

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur hins vegar lýst sig andvígan hugmyndum um byggingu girðingar og sagt hana ganga gegn evrópskum lögum og hættulega fyrir framtíð álfunnar.

90.000 flóttamenn sóttu um hæli í Austurríki á síðasta ári. Aðeins eitt ríki fékk fleiri umsóknir ef miðað er við höfðatölu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×