Í gærkvöldi var svo komið að fyrstu tónleikum Beyonce í tónleikaferðalagi hennar um heiminn, The Formation World tour, í Miami og voru aðdáendur ekki sviknir ef marka má þessar myndir.
Beyonce bauð upp á allmörg fataskipti á tónleikunum þar sem mátti sjá sérsaumaðar hátískuflíkum frá meðal annars Balmain og Gucci. Samfellur og hnéhá stígvél voru meðal annars áberandi. Ef einhvern kann þetta þá er það Beyoncé, leyfum myndunum að tala sínu máli...





