Rúnar Már Sigurjónsson og Kristinn Steindórsson voru báðir í byrjunarliði Sundsvall og léku allan tímann þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Kalmar á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Lars Christian Krogh Gerson kom Sundsvall yfir með marki af vítapunktinum á 42. mínútu en Marcus Antonsson jafnaði metin fyrir Kalmar 18 mínútum fyrir leikslok.
Sundsvall hefur byrjað tímabilið vel og situr í 3. sæti deildarinnar með 11 stig eftir sex umferðir.
Haukur Heiðar Hauksson sat allan tímann á varamannabekknum þegar AIK tapaði 2-1 fyrir Helsingsborg á útivelli.
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Eskilstuna sem tapaði 1-3 fyrir Linköpings á heimavelli í sænsku kvennadeildinni.
Eskilstuna rétt missti af meistaratitlinum í fyrra en hefur ekki byrjað tímabilið í ár nógu vel og aðeins fengið þrjú stig úr fyrstu þremur leikjum sínum.
Rúnar og Kristinn á sínum stað hjá Sundsvall | Glódís og stöllur hennar byrja illa
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn


Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti



