Segja breskt hagkerfi vaxa meira utan ESB Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 David Cameron hefur um nokkurra mánaða skeið reynt að fullvissa sitt fólk um að Bretlandi sé betur borgið innan Evrópusambandsins. Í vikunni fékk hann stuðning frá Obama Bandaríkjaforseta. Fréttablaðið/EPA Hagkerfið í Bretlandi yrði tveimur prósentum stærra árið 2020 og fjórum prósentum stærra eftir áratug ef Bretar yfirgæfu Evrópusambandið. Þetta er niðurstaða átta breskra hagfræðinga sem í gær skiluðu skýrslu um áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Wall Street Journal segir að með þessu séu hagfræðingarnir að bregðast við öðrum skýrslum sem hafi sýnt þveröfuga niðurstöðu. Hagfræðingarnir líkja Evrópusambandinu við garð sem er umlukinn girðingu. Þar séu settir íþyngjandi tollar og reglugerðir í kringum innfluttar vörur og þjónustu. Hagfræðingarnir segja að með því að yfirgefa Evrópusambandið fengi Bretland tækifæri til þess að eiga viðskipti við önnur ríki í heiminum með tollum sem Alþjóðaviðskiptastofnunin ákveður. Staða efnahagsmála er aðalátakapunkturinn í Bretlandi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer þann 23. júní næstkomandi um það hvort Bretar skuli vera áfram í Evrópusambandinu. David Cameron, forsætisráðherra Breta, er talsmaður þess að Bretar verði áfram í sambandinu. Hann telur að efnahagslegt öryggi Breta sé best tryggt með áframhaldandi aðild. Margir hagfræðingar, til dæmis hagfræðingar á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telja að útganga úr ESB yrði skaðleg Bretum. OECD sagði á miðvikudaginn að útganga úr ESB myndi jafnast á við aukaskatt á Breta. Talsmenn útgöngu segja hins vegar að úrsögn úr Evrópusambandinu myndi losa Bretland undan íþyngjandi reglugerðarverki og gera breskum fyrirtækjum kleift að eiga viðskipti við aðila á ört vaxandi markaðssvæðum í heiminum. Patrck Minford, prófessor í hagnýtri hagfræði við Cardiff-háskóla í Wales, er einn af höfundum skýrslunnar. Hann segir í samtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal að matvælaverð myndi líklegast lækka í Bretlandi ef Bretar stæðu utan Evrópusambandsins vegna þess að þá myndu innflutningstollar minnka. Hagfræðingurinn Rogert Bootle bætir við að talsmenn aðildar að Evrópusambandinu ofmeti ábatann af aðild. Hann bendir á að staða efnahagsmála innan Evrópusambandsins hafi verið slæm undanfarin misseri. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að erfiðara yrði fyrir Breta að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin ef Bretar yfirgæfu ESB.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Hagkerfið í Bretlandi yrði tveimur prósentum stærra árið 2020 og fjórum prósentum stærra eftir áratug ef Bretar yfirgæfu Evrópusambandið. Þetta er niðurstaða átta breskra hagfræðinga sem í gær skiluðu skýrslu um áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Wall Street Journal segir að með þessu séu hagfræðingarnir að bregðast við öðrum skýrslum sem hafi sýnt þveröfuga niðurstöðu. Hagfræðingarnir líkja Evrópusambandinu við garð sem er umlukinn girðingu. Þar séu settir íþyngjandi tollar og reglugerðir í kringum innfluttar vörur og þjónustu. Hagfræðingarnir segja að með því að yfirgefa Evrópusambandið fengi Bretland tækifæri til þess að eiga viðskipti við önnur ríki í heiminum með tollum sem Alþjóðaviðskiptastofnunin ákveður. Staða efnahagsmála er aðalátakapunkturinn í Bretlandi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer þann 23. júní næstkomandi um það hvort Bretar skuli vera áfram í Evrópusambandinu. David Cameron, forsætisráðherra Breta, er talsmaður þess að Bretar verði áfram í sambandinu. Hann telur að efnahagslegt öryggi Breta sé best tryggt með áframhaldandi aðild. Margir hagfræðingar, til dæmis hagfræðingar á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telja að útganga úr ESB yrði skaðleg Bretum. OECD sagði á miðvikudaginn að útganga úr ESB myndi jafnast á við aukaskatt á Breta. Talsmenn útgöngu segja hins vegar að úrsögn úr Evrópusambandinu myndi losa Bretland undan íþyngjandi reglugerðarverki og gera breskum fyrirtækjum kleift að eiga viðskipti við aðila á ört vaxandi markaðssvæðum í heiminum. Patrck Minford, prófessor í hagnýtri hagfræði við Cardiff-háskóla í Wales, er einn af höfundum skýrslunnar. Hann segir í samtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal að matvælaverð myndi líklegast lækka í Bretlandi ef Bretar stæðu utan Evrópusambandsins vegna þess að þá myndu innflutningstollar minnka. Hagfræðingurinn Rogert Bootle bætir við að talsmenn aðildar að Evrópusambandinu ofmeti ábatann af aðild. Hann bendir á að staða efnahagsmála innan Evrópusambandsins hafi verið slæm undanfarin misseri. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að erfiðara yrði fyrir Breta að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin ef Bretar yfirgæfu ESB.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira