Gullkistan í Efstaleiti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 Í gegnum tíðina hefur margt verið ritað og enn meira sagt um Ríkisútvarpið. Þar á meðal má nefna veru þess á auglýsingamarkaði, almannahlutverk þess og hina meintu vinstri slagsíðu fréttastofunnar. Ekkert af því er hins vegar til umræðu hér heldur sá fjársjóður sem stofnunin liggur á líkt og ormur á gulli. RÚV var komið á fót 1930 og sjónvarpsútsendingar hófust 1966. Það gefur því augaleið að á þessum tíma hefur gífurlegt magn af efni orðið til. Aðeins brotabrot þessa efnis er aðgengilegt á veraldarvefnum. Hinn er geymdur í svokallaðri gullkistu sem opin er á milli klukkan tólf og fjögur alla virka daga. Á tyllidögum og stórafmælisárum hendir RÚV síðan mola úr gullkistunni til almúgans. Það er miður að allt þetta efni, þessi fjársjóður, sé ekki aðgengilegra. Þrátt fyrir mikla leit, þegar ég starfaði í frystihúsi og vildi gera roðflettivélina bærilegri, fann ég hvergi lestur Helga Hjörvar á Bör Börsson. Langi mig að horfa á Eyjólf Sverrisson lúðra boltanum framhjá Bernard Lama á Stade de France verð ég að treysta á YouTube og þar til í fyrra var skrambi erfitt að finna Geir H. Haarde að syngja Something Stupid fyrir Gísla Martein. Víst er að efnið sem safnast hefur upp er miklu meira en nokkur maður kæmist yfir á mannsævi, eflaust mælt í petabætum og líklega talsvert strögl að gera það aðgengilegt. Það er hins vegar ábyggilega ekki ómögulegt. Aðgangur að menningarsögu þjóðarinnar er sem stendur nokkuð óhægur. Slíkt ætti ekki að vera ásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Í gegnum tíðina hefur margt verið ritað og enn meira sagt um Ríkisútvarpið. Þar á meðal má nefna veru þess á auglýsingamarkaði, almannahlutverk þess og hina meintu vinstri slagsíðu fréttastofunnar. Ekkert af því er hins vegar til umræðu hér heldur sá fjársjóður sem stofnunin liggur á líkt og ormur á gulli. RÚV var komið á fót 1930 og sjónvarpsútsendingar hófust 1966. Það gefur því augaleið að á þessum tíma hefur gífurlegt magn af efni orðið til. Aðeins brotabrot þessa efnis er aðgengilegt á veraldarvefnum. Hinn er geymdur í svokallaðri gullkistu sem opin er á milli klukkan tólf og fjögur alla virka daga. Á tyllidögum og stórafmælisárum hendir RÚV síðan mola úr gullkistunni til almúgans. Það er miður að allt þetta efni, þessi fjársjóður, sé ekki aðgengilegra. Þrátt fyrir mikla leit, þegar ég starfaði í frystihúsi og vildi gera roðflettivélina bærilegri, fann ég hvergi lestur Helga Hjörvar á Bör Börsson. Langi mig að horfa á Eyjólf Sverrisson lúðra boltanum framhjá Bernard Lama á Stade de France verð ég að treysta á YouTube og þar til í fyrra var skrambi erfitt að finna Geir H. Haarde að syngja Something Stupid fyrir Gísla Martein. Víst er að efnið sem safnast hefur upp er miklu meira en nokkur maður kæmist yfir á mannsævi, eflaust mælt í petabætum og líklega talsvert strögl að gera það aðgengilegt. Það er hins vegar ábyggilega ekki ómögulegt. Aðgangur að menningarsögu þjóðarinnar er sem stendur nokkuð óhægur. Slíkt ætti ekki að vera ásættanlegt.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun