Gullkistan í Efstaleiti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 Í gegnum tíðina hefur margt verið ritað og enn meira sagt um Ríkisútvarpið. Þar á meðal má nefna veru þess á auglýsingamarkaði, almannahlutverk þess og hina meintu vinstri slagsíðu fréttastofunnar. Ekkert af því er hins vegar til umræðu hér heldur sá fjársjóður sem stofnunin liggur á líkt og ormur á gulli. RÚV var komið á fót 1930 og sjónvarpsútsendingar hófust 1966. Það gefur því augaleið að á þessum tíma hefur gífurlegt magn af efni orðið til. Aðeins brotabrot þessa efnis er aðgengilegt á veraldarvefnum. Hinn er geymdur í svokallaðri gullkistu sem opin er á milli klukkan tólf og fjögur alla virka daga. Á tyllidögum og stórafmælisárum hendir RÚV síðan mola úr gullkistunni til almúgans. Það er miður að allt þetta efni, þessi fjársjóður, sé ekki aðgengilegra. Þrátt fyrir mikla leit, þegar ég starfaði í frystihúsi og vildi gera roðflettivélina bærilegri, fann ég hvergi lestur Helga Hjörvar á Bör Börsson. Langi mig að horfa á Eyjólf Sverrisson lúðra boltanum framhjá Bernard Lama á Stade de France verð ég að treysta á YouTube og þar til í fyrra var skrambi erfitt að finna Geir H. Haarde að syngja Something Stupid fyrir Gísla Martein. Víst er að efnið sem safnast hefur upp er miklu meira en nokkur maður kæmist yfir á mannsævi, eflaust mælt í petabætum og líklega talsvert strögl að gera það aðgengilegt. Það er hins vegar ábyggilega ekki ómögulegt. Aðgangur að menningarsögu þjóðarinnar er sem stendur nokkuð óhægur. Slíkt ætti ekki að vera ásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun
Í gegnum tíðina hefur margt verið ritað og enn meira sagt um Ríkisútvarpið. Þar á meðal má nefna veru þess á auglýsingamarkaði, almannahlutverk þess og hina meintu vinstri slagsíðu fréttastofunnar. Ekkert af því er hins vegar til umræðu hér heldur sá fjársjóður sem stofnunin liggur á líkt og ormur á gulli. RÚV var komið á fót 1930 og sjónvarpsútsendingar hófust 1966. Það gefur því augaleið að á þessum tíma hefur gífurlegt magn af efni orðið til. Aðeins brotabrot þessa efnis er aðgengilegt á veraldarvefnum. Hinn er geymdur í svokallaðri gullkistu sem opin er á milli klukkan tólf og fjögur alla virka daga. Á tyllidögum og stórafmælisárum hendir RÚV síðan mola úr gullkistunni til almúgans. Það er miður að allt þetta efni, þessi fjársjóður, sé ekki aðgengilegra. Þrátt fyrir mikla leit, þegar ég starfaði í frystihúsi og vildi gera roðflettivélina bærilegri, fann ég hvergi lestur Helga Hjörvar á Bör Börsson. Langi mig að horfa á Eyjólf Sverrisson lúðra boltanum framhjá Bernard Lama á Stade de France verð ég að treysta á YouTube og þar til í fyrra var skrambi erfitt að finna Geir H. Haarde að syngja Something Stupid fyrir Gísla Martein. Víst er að efnið sem safnast hefur upp er miklu meira en nokkur maður kæmist yfir á mannsævi, eflaust mælt í petabætum og líklega talsvert strögl að gera það aðgengilegt. Það er hins vegar ábyggilega ekki ómögulegt. Aðgangur að menningarsögu þjóðarinnar er sem stendur nokkuð óhægur. Slíkt ætti ekki að vera ásættanlegt.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun