Augsburg missti af tækifæri til að fjarlægjast fallbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar enn frekar er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Köln í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Köln missti Matthias Lehmann af velli með rautt spjald á 56. mínútu eftir að hann fékk að líta aðra áminningu sína í leiknum en Alfreð og félagar hans náðu ekki að færa sér liðsmuninn í nyt.
Augsburg hafði fyrir leikinn unnið þrjá leiki í röð og er nú með 37 stig í tólfta sæti, sex stigum frá fallsæti. Augsburg hefur þar að auki hefur haldið hreinu í nú þremur leikjum í röð.
Með sigri hefði Augsburg farið langt með að gulltryggja sæti sitt í deildinni en liðið á tvo leiki eftir af tímabilinu en önnur lið í fallbaráttunni þrjá. Líkurnar á því að Augsburg haldi sæti sínu í deildinni eru góðar en leikmenn geta ekki leyft sér að fagna fyrr en í fyrsta lagi um næstu helgi.
Augsburg ekki laust við falldrauginn
Eiríkur Stefan Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





„Ég sé Messi ekki missa af HM 2026“
Fótbolti




Gæti orðið dýrastur í sögu KR
Íslenski boltinn

Norsk handboltastjarna með krabbamein
Handbolti