Var valin besta leikkona árgangsins á útskriftarathöfninni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. apríl 2016 00:42 Unnur átti ekki von á að hljóta viðurkenninguna. myndir/aðsendar „Ég bjóst alls ekki við þessu. Þetta var hundrað manna árgangur og ótrúlega margir flottir leikarar sem hafa fengið rosalega góða þjálfun,“ segir Unnur Eggertsdóttir í samtali við Vísi. Í dag útskrifaðist Unnur úr The American Academy of Dramatic Arts í New York en á útskriftarathöfninni hlaut hún viðurkenningu sem besta leikkona árgangsins. Ekki ómerkari leikurum en Spencer Tracy og Robert Redford hefur hlotnast þessi sami heiður. „Nú bý ég allavega yfir hinum fullkomna „icebreaker“ ef ég hitti Robert Redford.“ Unnur fær atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til eins árs sem hún getur nýtt til að vinna í leiklistargeiranum. Það sem tekur við eru prufur en hún er til að mynda á leið í tvær slíkar í vikunni. „Það er mikið lagt upp úr því í skólanum hvernig þú átt að bera þig að í prufum og í raun heilt námskeið sem kennir þetta. Hvernig þú átt að bera þig og sýna þínar bestu hliðar. Hér í borginni eru stanslausar prufur sem ég mun sækja stíft.“ „Draumurinn er að geta hoppað á milli kvikmynda, sjónvarps og leikhúss,“ segir Unnur en bætir við að hennar grunnur liggi meira í leikhúsi. „Að leika á sviði er svo ofboðslega spennandi. Þú færð svo mikið frá áhorfendunum um leið og allt ferlið við að setja upp sýninguna er svo gefandi.“ „Það verður svolítið skrítin breyting. Námið hefur verið mjög strangt og skóladagurinn frá morgni til kvölds. Allt í einu er það ekki svo. Það er rosalega auðvelt að detta í leti þegar enginn er til að halda í hendina á manni lengur,“ segir Unnur. Hún bætir því við að mikilvægt sé að vera með sjálfsaga, sækja fleiri tíma, skrifa verk sjálfur og halda alltaf áfram að læra. Hingað til hefur Los Angeles haft þann stimpil á sér að vera mun meiri kvimynda- og sjónvarpsborg á meðan sviðslistin hefur að miklu leiti verið í New York. Unnur segir þetta vera smám saman að breytast. „Sem stendur vil ég vera áfram hérna en aðalatriðið er að taka þátt í einhverju sem veitir manni eitthvað sem leikari. Og ekki væri verra ef það borgar námslánin.“ Menning Tengdar fréttir Unnur Eggerts eltir æskudrauminn til New York Tónlistar- og dagskrárgerðarkonan fékk draum sinn uppfylltan þegar hún komst inn í virtan leiklistarskóla í New York á dögunum. 2. ágúst 2014 17:42 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég bjóst alls ekki við þessu. Þetta var hundrað manna árgangur og ótrúlega margir flottir leikarar sem hafa fengið rosalega góða þjálfun,“ segir Unnur Eggertsdóttir í samtali við Vísi. Í dag útskrifaðist Unnur úr The American Academy of Dramatic Arts í New York en á útskriftarathöfninni hlaut hún viðurkenningu sem besta leikkona árgangsins. Ekki ómerkari leikurum en Spencer Tracy og Robert Redford hefur hlotnast þessi sami heiður. „Nú bý ég allavega yfir hinum fullkomna „icebreaker“ ef ég hitti Robert Redford.“ Unnur fær atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til eins árs sem hún getur nýtt til að vinna í leiklistargeiranum. Það sem tekur við eru prufur en hún er til að mynda á leið í tvær slíkar í vikunni. „Það er mikið lagt upp úr því í skólanum hvernig þú átt að bera þig að í prufum og í raun heilt námskeið sem kennir þetta. Hvernig þú átt að bera þig og sýna þínar bestu hliðar. Hér í borginni eru stanslausar prufur sem ég mun sækja stíft.“ „Draumurinn er að geta hoppað á milli kvikmynda, sjónvarps og leikhúss,“ segir Unnur en bætir við að hennar grunnur liggi meira í leikhúsi. „Að leika á sviði er svo ofboðslega spennandi. Þú færð svo mikið frá áhorfendunum um leið og allt ferlið við að setja upp sýninguna er svo gefandi.“ „Það verður svolítið skrítin breyting. Námið hefur verið mjög strangt og skóladagurinn frá morgni til kvölds. Allt í einu er það ekki svo. Það er rosalega auðvelt að detta í leti þegar enginn er til að halda í hendina á manni lengur,“ segir Unnur. Hún bætir því við að mikilvægt sé að vera með sjálfsaga, sækja fleiri tíma, skrifa verk sjálfur og halda alltaf áfram að læra. Hingað til hefur Los Angeles haft þann stimpil á sér að vera mun meiri kvimynda- og sjónvarpsborg á meðan sviðslistin hefur að miklu leiti verið í New York. Unnur segir þetta vera smám saman að breytast. „Sem stendur vil ég vera áfram hérna en aðalatriðið er að taka þátt í einhverju sem veitir manni eitthvað sem leikari. Og ekki væri verra ef það borgar námslánin.“
Menning Tengdar fréttir Unnur Eggerts eltir æskudrauminn til New York Tónlistar- og dagskrárgerðarkonan fékk draum sinn uppfylltan þegar hún komst inn í virtan leiklistarskóla í New York á dögunum. 2. ágúst 2014 17:42 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Unnur Eggerts eltir æskudrauminn til New York Tónlistar- og dagskrárgerðarkonan fékk draum sinn uppfylltan þegar hún komst inn í virtan leiklistarskóla í New York á dögunum. 2. ágúst 2014 17:42