Kevin de Bruyne skoraði eina mark leiksins með frábæru skoti á 76. mínútu en hann skoraði einnig í fyrri leiknum í Frakklandi sem lyktaði með 2-2 jafntefli.
Sergio Agüero skaut framhjá úr vítaspyrnu eftir hálftíma leik en hinum megin varði Joe Hart nokkrum sinnum vel.
Þetta er í annað sinn sem Manuel Pellegrini kemur í liði í undanúrslit Meistaradeildarinnar en það afrekaði hann einnig með Villarreal fyrir áratug.
Niðurstaðan eru mikil vonbrigði fyrir PSG sem hefur, þrátt fyrir mikil fjárútlát á undanförnum árum, ekki enn tekist að komast upp úr 8-liða úrslitunum.