Elska gervigras Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2016 06:00 Harpa fagnar einu marka sinna ásamt Fanndísi Friðriksdóttur og Hallberu Gísladóttur. vísir/hilmar þór guðmundsson/ksí Ísland er áfram með fullt hús stiga í sínum riðli í undankeppni EM 2017 eftir 5-0 stórsigur á Hvíta-Rússlandi í Minsk í gær. Íslensku stelpurnar hafa unnið alla fjóra leiki sína með markatölunni 17-0 og eiga því frábæra möguleika á að ná því markmiði sínu að vinna riðilinn og komast beint til Hollands þar sem lokakeppnin verður haldin næsta sumar. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðsins miklir. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi yfir á 14. mínútu með sínu 76. landsliðsmarki en svo var komið að Stjörnukonunni Hörpu Þorsteinsdóttur sem skoraði næstu þrjú mörk Íslands. Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fimmta markið með skalla fjórum mínútum fyrir leikslok. Þetta var önnur þrenna Hörpu fyrir landsliðið en hún skoraði einnig þrjú mörk þegar Ísland rúllaði yfir Möltu, 0-8, fyrir tveimur árum. „Við erum alltaf ótrúlega ánægðar þegar við náum í þrjú stig og það er alltaf markmiðið,“ sagði Harpa í samtali við Fréttablaðið eftir leik. „Við erum sátt við spilamennskuna og að skora fimm mörk, það er þremur fleira en í fyrri leiknum,“ bætti Harpa við og vísaði til leiksins við Hvít-Rússa á Laugardalsvelli síðasta haust sem Ísland vann 2-0. Lokatölurnar gáfu þó alveg rétta mynd af þeim leik en íslenska liðið fór illa með mörg upplögð tækifæri. Harpa segir að aðstæður hafi haft sitt að segja um muninn á milli leikjanna. „Það voru örlítið betri aðstæður hérna. Heima var grenjandi rigning og það gerði okkur aðeins erfiðara fyrir. Það voru toppaðstæður í dag [í gær], gervigras og ég elska gervigras,“ sagði Harpa sem er auðvitað vön því að spila á gervigrasi á Samsung-vellinum í Garðabæ, heimavelli Stjörnunnar. Harpa segir að leikskipulag íslenska liðsins hafi gengið nær fullkomlega upp í Minsk í gær. „Við vissum nokkurn veginn út í hvað við vorum að fara. Við vorum með ákveðið upplegg sem við framkvæmdum vel,“ sagði framherjinn öflugi en Harpa er nú komin með 14 mörk fyrir íslenska landsliðið. Þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína með yfirburðum er íslenska liðið ekki í efsta sæti riðilsins. Þar sitja Skotar sem hafa spilað fimm leiki og unnið þá alla með markatölunni 27-2. Skotland og Ísland mætast einmitt í Falkirk í næstu umferð en sá leikur mun væntanlega hafa mikið um það að segja hvort liðið vinnur riðilinn. „Nú getum við farið að hugsa um næsta leik sem er hrikalega stór,“ sagði Harpa sem býst við erfiðum leik í Skotlandi. „Þetta er nánast einvígi og ég held að bæði lið séu meðvituð um það. Þetta verður hörkuslagur. Við ætlum okkur að vinna riðilinn og til þess þurfum við að vinna Skota.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira
Ísland er áfram með fullt hús stiga í sínum riðli í undankeppni EM 2017 eftir 5-0 stórsigur á Hvíta-Rússlandi í Minsk í gær. Íslensku stelpurnar hafa unnið alla fjóra leiki sína með markatölunni 17-0 og eiga því frábæra möguleika á að ná því markmiði sínu að vinna riðilinn og komast beint til Hollands þar sem lokakeppnin verður haldin næsta sumar. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðsins miklir. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi yfir á 14. mínútu með sínu 76. landsliðsmarki en svo var komið að Stjörnukonunni Hörpu Þorsteinsdóttur sem skoraði næstu þrjú mörk Íslands. Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fimmta markið með skalla fjórum mínútum fyrir leikslok. Þetta var önnur þrenna Hörpu fyrir landsliðið en hún skoraði einnig þrjú mörk þegar Ísland rúllaði yfir Möltu, 0-8, fyrir tveimur árum. „Við erum alltaf ótrúlega ánægðar þegar við náum í þrjú stig og það er alltaf markmiðið,“ sagði Harpa í samtali við Fréttablaðið eftir leik. „Við erum sátt við spilamennskuna og að skora fimm mörk, það er þremur fleira en í fyrri leiknum,“ bætti Harpa við og vísaði til leiksins við Hvít-Rússa á Laugardalsvelli síðasta haust sem Ísland vann 2-0. Lokatölurnar gáfu þó alveg rétta mynd af þeim leik en íslenska liðið fór illa með mörg upplögð tækifæri. Harpa segir að aðstæður hafi haft sitt að segja um muninn á milli leikjanna. „Það voru örlítið betri aðstæður hérna. Heima var grenjandi rigning og það gerði okkur aðeins erfiðara fyrir. Það voru toppaðstæður í dag [í gær], gervigras og ég elska gervigras,“ sagði Harpa sem er auðvitað vön því að spila á gervigrasi á Samsung-vellinum í Garðabæ, heimavelli Stjörnunnar. Harpa segir að leikskipulag íslenska liðsins hafi gengið nær fullkomlega upp í Minsk í gær. „Við vissum nokkurn veginn út í hvað við vorum að fara. Við vorum með ákveðið upplegg sem við framkvæmdum vel,“ sagði framherjinn öflugi en Harpa er nú komin með 14 mörk fyrir íslenska landsliðið. Þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína með yfirburðum er íslenska liðið ekki í efsta sæti riðilsins. Þar sitja Skotar sem hafa spilað fimm leiki og unnið þá alla með markatölunni 27-2. Skotland og Ísland mætast einmitt í Falkirk í næstu umferð en sá leikur mun væntanlega hafa mikið um það að segja hvort liðið vinnur riðilinn. „Nú getum við farið að hugsa um næsta leik sem er hrikalega stór,“ sagði Harpa sem býst við erfiðum leik í Skotlandi. „Þetta er nánast einvígi og ég held að bæði lið séu meðvituð um það. Þetta verður hörkuslagur. Við ætlum okkur að vinna riðilinn og til þess þurfum við að vinna Skota.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira
Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10