Elska gervigras Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2016 06:00 Harpa fagnar einu marka sinna ásamt Fanndísi Friðriksdóttur og Hallberu Gísladóttur. vísir/hilmar þór guðmundsson/ksí Ísland er áfram með fullt hús stiga í sínum riðli í undankeppni EM 2017 eftir 5-0 stórsigur á Hvíta-Rússlandi í Minsk í gær. Íslensku stelpurnar hafa unnið alla fjóra leiki sína með markatölunni 17-0 og eiga því frábæra möguleika á að ná því markmiði sínu að vinna riðilinn og komast beint til Hollands þar sem lokakeppnin verður haldin næsta sumar. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðsins miklir. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi yfir á 14. mínútu með sínu 76. landsliðsmarki en svo var komið að Stjörnukonunni Hörpu Þorsteinsdóttur sem skoraði næstu þrjú mörk Íslands. Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fimmta markið með skalla fjórum mínútum fyrir leikslok. Þetta var önnur þrenna Hörpu fyrir landsliðið en hún skoraði einnig þrjú mörk þegar Ísland rúllaði yfir Möltu, 0-8, fyrir tveimur árum. „Við erum alltaf ótrúlega ánægðar þegar við náum í þrjú stig og það er alltaf markmiðið,“ sagði Harpa í samtali við Fréttablaðið eftir leik. „Við erum sátt við spilamennskuna og að skora fimm mörk, það er þremur fleira en í fyrri leiknum,“ bætti Harpa við og vísaði til leiksins við Hvít-Rússa á Laugardalsvelli síðasta haust sem Ísland vann 2-0. Lokatölurnar gáfu þó alveg rétta mynd af þeim leik en íslenska liðið fór illa með mörg upplögð tækifæri. Harpa segir að aðstæður hafi haft sitt að segja um muninn á milli leikjanna. „Það voru örlítið betri aðstæður hérna. Heima var grenjandi rigning og það gerði okkur aðeins erfiðara fyrir. Það voru toppaðstæður í dag [í gær], gervigras og ég elska gervigras,“ sagði Harpa sem er auðvitað vön því að spila á gervigrasi á Samsung-vellinum í Garðabæ, heimavelli Stjörnunnar. Harpa segir að leikskipulag íslenska liðsins hafi gengið nær fullkomlega upp í Minsk í gær. „Við vissum nokkurn veginn út í hvað við vorum að fara. Við vorum með ákveðið upplegg sem við framkvæmdum vel,“ sagði framherjinn öflugi en Harpa er nú komin með 14 mörk fyrir íslenska landsliðið. Þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína með yfirburðum er íslenska liðið ekki í efsta sæti riðilsins. Þar sitja Skotar sem hafa spilað fimm leiki og unnið þá alla með markatölunni 27-2. Skotland og Ísland mætast einmitt í Falkirk í næstu umferð en sá leikur mun væntanlega hafa mikið um það að segja hvort liðið vinnur riðilinn. „Nú getum við farið að hugsa um næsta leik sem er hrikalega stór,“ sagði Harpa sem býst við erfiðum leik í Skotlandi. „Þetta er nánast einvígi og ég held að bæði lið séu meðvituð um það. Þetta verður hörkuslagur. Við ætlum okkur að vinna riðilinn og til þess þurfum við að vinna Skota.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Ísland er áfram með fullt hús stiga í sínum riðli í undankeppni EM 2017 eftir 5-0 stórsigur á Hvíta-Rússlandi í Minsk í gær. Íslensku stelpurnar hafa unnið alla fjóra leiki sína með markatölunni 17-0 og eiga því frábæra möguleika á að ná því markmiði sínu að vinna riðilinn og komast beint til Hollands þar sem lokakeppnin verður haldin næsta sumar. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðsins miklir. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi yfir á 14. mínútu með sínu 76. landsliðsmarki en svo var komið að Stjörnukonunni Hörpu Þorsteinsdóttur sem skoraði næstu þrjú mörk Íslands. Dagný Brynjarsdóttir skoraði svo fimmta markið með skalla fjórum mínútum fyrir leikslok. Þetta var önnur þrenna Hörpu fyrir landsliðið en hún skoraði einnig þrjú mörk þegar Ísland rúllaði yfir Möltu, 0-8, fyrir tveimur árum. „Við erum alltaf ótrúlega ánægðar þegar við náum í þrjú stig og það er alltaf markmiðið,“ sagði Harpa í samtali við Fréttablaðið eftir leik. „Við erum sátt við spilamennskuna og að skora fimm mörk, það er þremur fleira en í fyrri leiknum,“ bætti Harpa við og vísaði til leiksins við Hvít-Rússa á Laugardalsvelli síðasta haust sem Ísland vann 2-0. Lokatölurnar gáfu þó alveg rétta mynd af þeim leik en íslenska liðið fór illa með mörg upplögð tækifæri. Harpa segir að aðstæður hafi haft sitt að segja um muninn á milli leikjanna. „Það voru örlítið betri aðstæður hérna. Heima var grenjandi rigning og það gerði okkur aðeins erfiðara fyrir. Það voru toppaðstæður í dag [í gær], gervigras og ég elska gervigras,“ sagði Harpa sem er auðvitað vön því að spila á gervigrasi á Samsung-vellinum í Garðabæ, heimavelli Stjörnunnar. Harpa segir að leikskipulag íslenska liðsins hafi gengið nær fullkomlega upp í Minsk í gær. „Við vissum nokkurn veginn út í hvað við vorum að fara. Við vorum með ákveðið upplegg sem við framkvæmdum vel,“ sagði framherjinn öflugi en Harpa er nú komin með 14 mörk fyrir íslenska landsliðið. Þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína með yfirburðum er íslenska liðið ekki í efsta sæti riðilsins. Þar sitja Skotar sem hafa spilað fimm leiki og unnið þá alla með markatölunni 27-2. Skotland og Ísland mætast einmitt í Falkirk í næstu umferð en sá leikur mun væntanlega hafa mikið um það að segja hvort liðið vinnur riðilinn. „Nú getum við farið að hugsa um næsta leik sem er hrikalega stór,“ sagði Harpa sem býst við erfiðum leik í Skotlandi. „Þetta er nánast einvígi og ég held að bæði lið séu meðvituð um það. Þetta verður hörkuslagur. Við ætlum okkur að vinna riðilinn og til þess þurfum við að vinna Skota.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10