Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2016 08:14 Svona mun götumyndin líta út eftir að framkvæmdum lýkur, segir Mannverk. mynd/mannverk Mannverk ehf hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem Minjastofnun, byggingaryfirvöld og almenningur eru beðin afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir á byggingareit við Tryggvagötu 10 til 14. Ljóst sé að fyrirtækið hefði átt að leita eftir nánara samstarfi við Minjastofnun um aðferð við framkvæmdirnar áður en sú leið var farin að fella húsið, samtímis því að safna úr því hlutum til endurbyggingar þess. Húsið, sem stóð við Tryggvagötu 12 og stundum verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904. Það var friðað en í liðinni viku reif vinnuvél verktakans, Mannverks, húsið niður. Niðurrifið hefur verið kært til lögreglu.Töldu sig innan heimilda „Mannverk lofar því að húsið sem um ræðir verði endurbyggt. Það hefur ávallt staðið til, enda er það í samræmi við samþykkta aðaluppdrætti og deiliskipulag sem var unnið í nánu samstarfi við Minjastofnn og skipulagsyfirvöld,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að starfsmenn Mannverks hafi talið sig vera innan heimilda við framkvæmdina og að þeir hafi verið í góðri trú um að þessi væri heimil og nauðsynleg við endurbyggingu hússins. Nú hafi komið skýrt í ljós að opinberir aðilar hafi annan skilning á því hvernig framkvæmdin hefði átt að fara fram. Málið sé til skoðunar og að fyrirtækið muni veita allar nauðsynlegar upplýsingar og aðstoð við framgang málsins.Stigum feilspor „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því. Við viljum njóta trausts og munum draga ríkan lærdóm af þessu máli,“ segir Hjalti Gylfason, framkvæmdastjóri Mannverks, í tilkynningunni. „Endurbyggt hús verður að framkvæmdunum loknum sem næst þeirri mynd sem það var í þegar það var byggt árið 1904. Notast verður við byggingarmáta og aðferðir þess tíma. Mikilvægir hlutar hússins voru teknir til hliðar, s.s. hluti burðarvirkis og gluggar, og verða þeir nýttir eftir fremsta megni við endurbyggingu hússins. Í teikningunum er þess gætt að raska ekki heildarsvip götumyndarinnar og að endurbygging eldri húsa og nýbyggingar haldist í hendur. Við hönnunina var leitast við að auka gæði svæðisins og skila endurbyggðum húsum í upprunalegri mynd í bland við fallegar nýbyggingar,“ segir jafnframt en meðfylgjandi mynd sendi Mannverk með yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38 Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00 Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Mannverk ehf hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem Minjastofnun, byggingaryfirvöld og almenningur eru beðin afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir á byggingareit við Tryggvagötu 10 til 14. Ljóst sé að fyrirtækið hefði átt að leita eftir nánara samstarfi við Minjastofnun um aðferð við framkvæmdirnar áður en sú leið var farin að fella húsið, samtímis því að safna úr því hlutum til endurbyggingar þess. Húsið, sem stóð við Tryggvagötu 12 og stundum verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904. Það var friðað en í liðinni viku reif vinnuvél verktakans, Mannverks, húsið niður. Niðurrifið hefur verið kært til lögreglu.Töldu sig innan heimilda „Mannverk lofar því að húsið sem um ræðir verði endurbyggt. Það hefur ávallt staðið til, enda er það í samræmi við samþykkta aðaluppdrætti og deiliskipulag sem var unnið í nánu samstarfi við Minjastofnn og skipulagsyfirvöld,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að starfsmenn Mannverks hafi talið sig vera innan heimilda við framkvæmdina og að þeir hafi verið í góðri trú um að þessi væri heimil og nauðsynleg við endurbyggingu hússins. Nú hafi komið skýrt í ljós að opinberir aðilar hafi annan skilning á því hvernig framkvæmdin hefði átt að fara fram. Málið sé til skoðunar og að fyrirtækið muni veita allar nauðsynlegar upplýsingar og aðstoð við framgang málsins.Stigum feilspor „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því. Við viljum njóta trausts og munum draga ríkan lærdóm af þessu máli,“ segir Hjalti Gylfason, framkvæmdastjóri Mannverks, í tilkynningunni. „Endurbyggt hús verður að framkvæmdunum loknum sem næst þeirri mynd sem það var í þegar það var byggt árið 1904. Notast verður við byggingarmáta og aðferðir þess tíma. Mikilvægir hlutar hússins voru teknir til hliðar, s.s. hluti burðarvirkis og gluggar, og verða þeir nýttir eftir fremsta megni við endurbyggingu hússins. Í teikningunum er þess gætt að raska ekki heildarsvip götumyndarinnar og að endurbygging eldri húsa og nýbyggingar haldist í hendur. Við hönnunina var leitast við að auka gæði svæðisins og skila endurbyggðum húsum í upprunalegri mynd í bland við fallegar nýbyggingar,“ segir jafnframt en meðfylgjandi mynd sendi Mannverk með yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38 Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00 Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38
Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02