Gerðist síðast fyrir sjö árum síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2016 10:15 Haukarstrákarnir fagna sigri í gærkvöldi og margir leikmenn kvennaliðsins voru í stúkunni. Mynd/KKÍ Bæði karla- og kvennalið Hauka munu spila um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í ár eftir að meistaraflokkar félagsins tryggðu sér sigur í undanúrslitaeinvígum sínum á mánudags- og þriðjudagskvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem Haukar eru með bæði liðin í lokaúrslitum og ennfremur í fyrsta sinn í sjö ár sem félag nær þeim frábæra árangri. Sama félag hafði ekki átt tvö lið í lokaúrslitum síðan vorið 2009 þegar KR fór með báða meistaraflokka sína í úrslitaeinvígið þar sem karlarnir fögnuðu sigri en konurnar urðu að sætta sig við tap. Bæði einvígin fóru þá í oddaleik. Karlalið Hauka vann 3-1 sigur á Tindastól í undanúrslitaeinvígi sínu í ár en liðið vann 70-68 í spennuleik á Sauðárkróki í gær. Haukarnir hefndu þá fyrir það þegar þeir duttu út fyrir Stólunum í fyrra. Þá sendu Tindastólsmenn Haukana í sumarfrí á þeirra eigin heimavelli á Ásvöllum og í gær sendu Haukarnir Stólana í sumarfrí í Síkinu. Kvennalið Hauka lenti 2-0 undir á móti Grindavík en vann þrjá síðustu leikina í einvíginu þar á meðal oddaleikinn með 35 stiga mun á Ásvöllum á mánudagskvöldið. Þetta verður í tólfta sinn sem sama félag á tvö lið í lokaúrslitum síðan að úrslitakeppni kvenna var tekin upp árið 1993. Haukarnir bætast hér í hóp með Keflavík (7 sinnum), KR (3 sinnum) og Grindavík (1 sinni) en þessi fjögur félög eru þau einu sem hafa náð svona flottri tvennu á tímabili.Félög með bæði liðin í lokaúrslitum:Haukar 2016 Karlar: Mæta KR eða Njarðvík Konur: Mæta SnæfelliKR 2009 Karlar: 3-2 sigur á Grindavík Konur: 3-2 tap fyrir HaukumKeflavík 2008 Karlar: 3-2 sigur á Snæfelli Konur: 3-2 sigur á KRKeflavík 2005 Karlar: 3-1 sigur á Snæfelli Konur: 3-0 sigur á GrindavíkKeflavík 2004 Karlar: 3-1 sigur á Snæfelli Konur: 3-0 sigur á ÍSKeflavík 2003 Karlar: 3-0 sigur á Grindavík Konur: 3-0 sigur á KRKR 2000 Karlar: 3-1 sigur á Grindavík Konur: 3-2 tap fyrir KeflavíkKeflavík 1999 Karlar: 3-2 sigur á Njarðvík Konur: 3-0 tap fyrir KRKR 1998 Karlar: 3-0 tap fyrir Njarðvík Konur: 3-1 tap fyrir KeflavíkGrindavík 1997 Karlar: 3-0 tap fyrir Keflavík Konur: 3-0 sigur á KRKeflavík 1996 Karlar: 4-2 tap fyrir Grindavík Konur: 3-1 sigur á KRKeflavík 1993 Karlar: 3-0 sigur á Haukum Konur: 3-0 sigur á KR Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Sjá meira
Bæði karla- og kvennalið Hauka munu spila um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í ár eftir að meistaraflokkar félagsins tryggðu sér sigur í undanúrslitaeinvígum sínum á mánudags- og þriðjudagskvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem Haukar eru með bæði liðin í lokaúrslitum og ennfremur í fyrsta sinn í sjö ár sem félag nær þeim frábæra árangri. Sama félag hafði ekki átt tvö lið í lokaúrslitum síðan vorið 2009 þegar KR fór með báða meistaraflokka sína í úrslitaeinvígið þar sem karlarnir fögnuðu sigri en konurnar urðu að sætta sig við tap. Bæði einvígin fóru þá í oddaleik. Karlalið Hauka vann 3-1 sigur á Tindastól í undanúrslitaeinvígi sínu í ár en liðið vann 70-68 í spennuleik á Sauðárkróki í gær. Haukarnir hefndu þá fyrir það þegar þeir duttu út fyrir Stólunum í fyrra. Þá sendu Tindastólsmenn Haukana í sumarfrí á þeirra eigin heimavelli á Ásvöllum og í gær sendu Haukarnir Stólana í sumarfrí í Síkinu. Kvennalið Hauka lenti 2-0 undir á móti Grindavík en vann þrjá síðustu leikina í einvíginu þar á meðal oddaleikinn með 35 stiga mun á Ásvöllum á mánudagskvöldið. Þetta verður í tólfta sinn sem sama félag á tvö lið í lokaúrslitum síðan að úrslitakeppni kvenna var tekin upp árið 1993. Haukarnir bætast hér í hóp með Keflavík (7 sinnum), KR (3 sinnum) og Grindavík (1 sinni) en þessi fjögur félög eru þau einu sem hafa náð svona flottri tvennu á tímabili.Félög með bæði liðin í lokaúrslitum:Haukar 2016 Karlar: Mæta KR eða Njarðvík Konur: Mæta SnæfelliKR 2009 Karlar: 3-2 sigur á Grindavík Konur: 3-2 tap fyrir HaukumKeflavík 2008 Karlar: 3-2 sigur á Snæfelli Konur: 3-2 sigur á KRKeflavík 2005 Karlar: 3-1 sigur á Snæfelli Konur: 3-0 sigur á GrindavíkKeflavík 2004 Karlar: 3-1 sigur á Snæfelli Konur: 3-0 sigur á ÍSKeflavík 2003 Karlar: 3-0 sigur á Grindavík Konur: 3-0 sigur á KRKR 2000 Karlar: 3-1 sigur á Grindavík Konur: 3-2 tap fyrir KeflavíkKeflavík 1999 Karlar: 3-2 sigur á Njarðvík Konur: 3-0 tap fyrir KRKR 1998 Karlar: 3-0 tap fyrir Njarðvík Konur: 3-1 tap fyrir KeflavíkGrindavík 1997 Karlar: 3-0 tap fyrir Keflavík Konur: 3-0 sigur á KRKeflavík 1996 Karlar: 4-2 tap fyrir Grindavík Konur: 3-1 sigur á KRKeflavík 1993 Karlar: 3-0 sigur á Haukum Konur: 3-0 sigur á KR
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Sjá meira