Fullkominn varnarleikur og tvenna frá Griezmann fleytti Atlético áfram | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2016 20:45 Griezmann var hetja Atlético Madrid í kvöld. vísir/getty Atlético Madrid gerði sér lítið fyrir og sló Evrópumeistara Barcelona úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn á Nývangi með tveimur mörkum gegn einu og því var ljóst að lærisveinar Diego Simeone þyrftu að skora a.m.k. eitt mark á Vicente Calderón í kvöld. Atlético Madrid spilaði fullkominn varnarleik í leiknum og lokaði algjörlega á MSN-tríóið frábæra. Antoine Griezmann kom Atlético Madrid yfir á 36. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Saúls Niguez frá hægri. Staðan var 1-0 í hálfleik og allt fram á 88. mínútu þegar heimamenn fengu vítaspyrnu eftir að Andrés Iniesta, fyrirliði Barcelona, handlék boltann innan vítateigs. Griezmann fór á punktinn og skoraði framhjá Marc-André ter Stegen. Þetta var 29. mark Frakkans á tímabilinu. Skömmu síðar átti Barcelona að fá víti þegar Gabi fékk boltann í höndina inni í vítateig en Nicola Rizzoli, dómari leiksins, dæmdi bara aukaspyrnu sem ekkert varð úr. Börsungum tókst ekki að skora á þeim mínútum sem eftir voru og leikmenn Atlético Madrid fögnuðu fræknum sigri og sæti í undanúrslitunum.Atl. Madrid 1-0 Barcelona Atl. Madrid 2-0 Barcelona Meistaradeild Evrópu Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Atlético Madrid gerði sér lítið fyrir og sló Evrópumeistara Barcelona úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn á Nývangi með tveimur mörkum gegn einu og því var ljóst að lærisveinar Diego Simeone þyrftu að skora a.m.k. eitt mark á Vicente Calderón í kvöld. Atlético Madrid spilaði fullkominn varnarleik í leiknum og lokaði algjörlega á MSN-tríóið frábæra. Antoine Griezmann kom Atlético Madrid yfir á 36. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Saúls Niguez frá hægri. Staðan var 1-0 í hálfleik og allt fram á 88. mínútu þegar heimamenn fengu vítaspyrnu eftir að Andrés Iniesta, fyrirliði Barcelona, handlék boltann innan vítateigs. Griezmann fór á punktinn og skoraði framhjá Marc-André ter Stegen. Þetta var 29. mark Frakkans á tímabilinu. Skömmu síðar átti Barcelona að fá víti þegar Gabi fékk boltann í höndina inni í vítateig en Nicola Rizzoli, dómari leiksins, dæmdi bara aukaspyrnu sem ekkert varð úr. Börsungum tókst ekki að skora á þeim mínútum sem eftir voru og leikmenn Atlético Madrid fögnuðu fræknum sigri og sæti í undanúrslitunum.Atl. Madrid 1-0 Barcelona Atl. Madrid 2-0 Barcelona
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira