Heimildarmyndin Ný-Rokk í Reykjavík fundin Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2016 16:17 Haraldur Sigurjónsson ræddi t.d. við Curver og Kolrassa Krókríðandi. vísir/albumm Kvikmyndagerðarmaðurinn Haraldur Sigurjónsson hefur verið lengi að og komið að ótal verkefnum á viðburðarríkum ferli. Á dögunum kom í leitirnar ansi skemmtileg og fágæt mynd frá 1994 eftir Harald og nefnist sú mynd Ný-Rokk í Reykjavík. Ítarlega er fjallað um þessa uppgötvun á vefnum Albúmm en myndin fjallar um hljómsveitirnar Maus, Curver, 2001 og Kolrassa Krókríðandi. Ný-Rokk í Reykjavík kom út í tuttugu eintökum á vegum Smekkleysu og einhverra hluta vegna fóru flest eintökin til útlanda. Á þessum tíma var Mikil gróska í svokallaðri nýbylgju en kvikmyndin fangar augnablikið á fullkominn hátt. Haraldur Jónsson eða Halli Sig eins og hann er oftast kallaður svaraði nokkrum spurningum fyrir Albumm.is um myndina o.fl. og hefur Lífið fengið góðfúslegt leyfi til að birta samtalið í heild sinni.Hvernig kom til að þú gerðir Ný-Rokk í Reykjavík?Ég byrjaði að gera stuttmyndir um 15 ára aldurinn og keypti mér snemma cameru og síðan voru bara flest allir vinir mínir í hljómsveitum á þessum tíma. (Kolrössur, Sororicide, Curver, Pulsa, Dead Sea Apple, Vínill, Stjörnukisi o.fl.) og ég elti þetta lið á tónleika út um allt og tók upp endalaust af tónleikum. Því miður er mikið af þessu myndefni horfið í dag. Bróðir minn ákvað einhverntíma að taka til í bílskúrnum heima hjá pabba og mömmu nefnilega, rosa næs af honum. Síðan ákvað ég bara að gera þessa mynd þarna 1994, þá tvítugur, og það voru bara allir til. Ég framleiddi þetta alveg einn og fékk fjögur fyrirtæki út í bæ til að styrkja mig um 5000.- kall hvert og þá var ég komin með budget uppá heilar 20 þúsund krónur. Þetta gat ekki klikkað. Kiddi kanína í Hljómalind styrkti þetta, Gísli í Nexus líka (búðin hét þá Goðsögn eða Myth) og svo Hard Rock Cafe og Japis. Síðan tókum við upp viðtölin á þessum stöðum. Síðan fékk ég vini mína og snillingana Sindra Pál Kjartansson og Torfa Frans Ólafsson til að spyrja liðið spjörunum úr með spurningum sem ég var búin að semja ofan í þá. Já og Steini „Sharky” hélt á bómunni, ekki má gleyma því.Var myndin lengi í vinnslu og af hverju var hún nánast ófáanleg í allan þennan tíma?Nei, ekki man ég eftir því, nokkrar vikur held ég bara. En svo þegar myndin var tilbúin þá fór ég uppá RÚV og vildi selja þeim hana en þeir höfðu engan áhuga, enda mynd- og hljóðgæðin ekki alveg í sjónvarpsstandard. Myndin var nefnilega gerð á því furðulega formati Super-VHS-C, sem eru litlu feitu spólurnar sem voru svo settar inní stóra VHS spólu til að horfa á í vídeótækinu. Nú og svo var myndin klippt saman á milli tveggja Super-VHS tækja og ekki var hljóðvinnslan uppá marga fiska heldur. Ég sýndi vinum og kunningjum myndina og mig minnir að hún hafi verið sýnd í Norrænahúsinu einu sinni, en það mættu bara sjö manns eða um það. En síðan fékk ég einhvernvegin Smekkleysu til að gefa myndina út, en þeir tímdu ekki að framleiða fleiri en 20 eintök og ég held að þau hafi flest endað í útlöndum í gegnum póstþjónustuna þeirra. Síðan endaði masterinn og myndin bara ofan í kassa og safnaði ryki í 20 ár, enda virtist ekki nokkur maður hafa áhuga á henni.Af hverju valdirðu þessar hljómsveitir í myndina?Þetta voru bara hljómsveitirnar í kringum mig sem mér fannst vera að gera skemmtilega hluti á þessum tíma í þessari indy senu sem var í gangi. Curver hafði ég þekkt síðan við vorum á hjólabrettum mörgum árum áður og mér fannst hann alltaf frábær, svona öðruvísi gaur og hann var að gefa út sína fyrstu plötu. Kolrössurnar voru að gefa út sína aðra plötu, Maus sína fyrstu og 2001 voru að gefa út EP plötu og það voru ekkert önnur bönd á þessu nýbylgju róli sem voru að gefa mikið út.Þú hefur verið lengi að í kvikmyndabransanum, hvað stendur uppúr á ferlinum og hvernig kviknaði áhuginn á kvikmyndagerð?Áhuginn kviknaði fyrst á að gera myndir sjálfur þegar við strákarnir í vesturbænum í Kópavogi vorum alltaf að gera bull stuttmyndir um 15 ára aldurinn og þar hafði Torfi Frans Ólafsson, CCP snillingur, mikil áhrif á mig. Hann átti nefnilega cameru og var alltaf eitthvað að fikta eitthvað sniðugt með hana og þetta bara heillaði mig óendanlega. Svo ég keypti mér bara sjálfur vél og fór að fikta. Ætli ég hafi ekki framleitt og gert kannski 30 sjónvarpsseríur, nokkrar heimildarmyndir, 8 stuttmyndir, þónokkur tónlistarmyndbönd og svo klippt óendanlega mikið af trailerum, auglýsingum og alskonar öðru stuffi, en á þessum 20 árum ætli vinna mín við sjónvarpsþættina Hljómskálann, Andra á flandri seríurnar og Popp og rokksaga Íslands standi ekki uppúr. Jú, og þegar ég vann stuttmyndaga í Reykjavík 2010 fyrir stuttmyndina „Áttu vatn?,” það var gaman. Sú mynd var svo sýnd á kvikmyndahátíðum út um allan heim næstu tvö árin. Svo einnig hef ég líka verið að gera „Árið er” sjónvarpsþættina og unnum við einmitt Eddu um daginn fyrir skemmtiþátt ársins með umfjöllun okkar um 30 ára sögu Íslands í Eurovision. Það er alltaf gaman að vinna Eddu, en það hefur gerst fimm sinnum hjá mér á síðustu fimm árum. En það má síðan alls ekki gleyma snilldarþáttunum „Pétur og Páll” sem við Sindri Páll Kjartansson og Árni Sveins gerðum fyrir SkjáEinn, sælla minninga, fyrsta veturinn þeirra 1999-2000. Það var mikil veisla.Hvað er framundan hjá Halla Sig?Ég er þessa dagana að klára tveggja ára vinnu við að klippa og hanna Popp og Rokksögu Íslands fyrir Dr. Gunna og Markell bræður, sem hafa verið sýndir við miklar vinsældir á RÚV síðastliðna sunnudaga, svo það er svona millibils ástand eins og er. En ég er að skoða margt, eins og til dæmis að gera alvöru heimildarmynd um þetta 90’s tímabil í íslenskri tónlistarsögu sem Ný-rokk í Reykjavík gerist á, enda vorum næstum allir í hljómsveitum á þessum tíma og mikil gróska. Dauðarokk, Indy, Grunge og Rave, allt í gangi á sama tíma. Þetta voru virkilega skemmtilegir tímar. Kannski geri ég heimildarmynd um sögu þungarokks á Íslandi, það er allavega komið í farvatnið. Nú svo er ég líka að spá í að reyna að koma heimildarmyndinni um hljómsveitina Mínus, sem ég gerði með Frosta „Gringó” Runólfssyni árin 2003 til 2005, á skrið aftur, enda kom hún aldrei út á sínum tíma. Það var líka fullmikill rokk lífsstíll í þeirri mynd sem sumir vilja ekki að aðrir sjái. Sú mynd er orðin svolítið legend í dag, enda hafa fáir séð hana. En hún var nú samt sýnd einu sinni í Bíó paradís fyrir stappfullum sal af fólki. Fólk sat á gólfinu og í tröppunum, man ég. Við erum að spá í að taka upp ný viðtöl og klippa hana uppá nýtt. Ég er líka að spá í að fara klára langa stuttmynd, sem heitir „Nuno” og fjallar um útlendinga á Íslandi, sem ég er búin að dúlla mér við að gera í 6 ár. Hún er núna 35 mínútur og ég er að fara að taka upp meira. Ég er jafnvel að spá í að lengja hana í bíómynd í fullri lengd, enda hefur það alltaf verið draumurinn og takmarkið, að gera bíómyndir. Þetta er stígi upp. En ég er alveg með bíómynd, sem er búin að krauma í hausnum á mér í 5 ár, sem verður einhverntíma að veruleika. En yfir heildina litið þá er alveg greinilegt að ég hef svolítið sérhæft mig í efni tengdu íslenskri tónlist og ætla ég bara auka það ef eitthvað er, enda er íslensk tónlist alveg ótrúlega frábær.Kvikmyndin Ný-Rokk í Reykjavík verður sýnd í Bæjarbíó í Hafnarfirði 30. Apríl kl 21:00 og er frítt inn. Hér að neðan má sjá myndina. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kvikmyndagerðarmaðurinn Haraldur Sigurjónsson hefur verið lengi að og komið að ótal verkefnum á viðburðarríkum ferli. Á dögunum kom í leitirnar ansi skemmtileg og fágæt mynd frá 1994 eftir Harald og nefnist sú mynd Ný-Rokk í Reykjavík. Ítarlega er fjallað um þessa uppgötvun á vefnum Albúmm en myndin fjallar um hljómsveitirnar Maus, Curver, 2001 og Kolrassa Krókríðandi. Ný-Rokk í Reykjavík kom út í tuttugu eintökum á vegum Smekkleysu og einhverra hluta vegna fóru flest eintökin til útlanda. Á þessum tíma var Mikil gróska í svokallaðri nýbylgju en kvikmyndin fangar augnablikið á fullkominn hátt. Haraldur Jónsson eða Halli Sig eins og hann er oftast kallaður svaraði nokkrum spurningum fyrir Albumm.is um myndina o.fl. og hefur Lífið fengið góðfúslegt leyfi til að birta samtalið í heild sinni.Hvernig kom til að þú gerðir Ný-Rokk í Reykjavík?Ég byrjaði að gera stuttmyndir um 15 ára aldurinn og keypti mér snemma cameru og síðan voru bara flest allir vinir mínir í hljómsveitum á þessum tíma. (Kolrössur, Sororicide, Curver, Pulsa, Dead Sea Apple, Vínill, Stjörnukisi o.fl.) og ég elti þetta lið á tónleika út um allt og tók upp endalaust af tónleikum. Því miður er mikið af þessu myndefni horfið í dag. Bróðir minn ákvað einhverntíma að taka til í bílskúrnum heima hjá pabba og mömmu nefnilega, rosa næs af honum. Síðan ákvað ég bara að gera þessa mynd þarna 1994, þá tvítugur, og það voru bara allir til. Ég framleiddi þetta alveg einn og fékk fjögur fyrirtæki út í bæ til að styrkja mig um 5000.- kall hvert og þá var ég komin með budget uppá heilar 20 þúsund krónur. Þetta gat ekki klikkað. Kiddi kanína í Hljómalind styrkti þetta, Gísli í Nexus líka (búðin hét þá Goðsögn eða Myth) og svo Hard Rock Cafe og Japis. Síðan tókum við upp viðtölin á þessum stöðum. Síðan fékk ég vini mína og snillingana Sindra Pál Kjartansson og Torfa Frans Ólafsson til að spyrja liðið spjörunum úr með spurningum sem ég var búin að semja ofan í þá. Já og Steini „Sharky” hélt á bómunni, ekki má gleyma því.Var myndin lengi í vinnslu og af hverju var hún nánast ófáanleg í allan þennan tíma?Nei, ekki man ég eftir því, nokkrar vikur held ég bara. En svo þegar myndin var tilbúin þá fór ég uppá RÚV og vildi selja þeim hana en þeir höfðu engan áhuga, enda mynd- og hljóðgæðin ekki alveg í sjónvarpsstandard. Myndin var nefnilega gerð á því furðulega formati Super-VHS-C, sem eru litlu feitu spólurnar sem voru svo settar inní stóra VHS spólu til að horfa á í vídeótækinu. Nú og svo var myndin klippt saman á milli tveggja Super-VHS tækja og ekki var hljóðvinnslan uppá marga fiska heldur. Ég sýndi vinum og kunningjum myndina og mig minnir að hún hafi verið sýnd í Norrænahúsinu einu sinni, en það mættu bara sjö manns eða um það. En síðan fékk ég einhvernvegin Smekkleysu til að gefa myndina út, en þeir tímdu ekki að framleiða fleiri en 20 eintök og ég held að þau hafi flest endað í útlöndum í gegnum póstþjónustuna þeirra. Síðan endaði masterinn og myndin bara ofan í kassa og safnaði ryki í 20 ár, enda virtist ekki nokkur maður hafa áhuga á henni.Af hverju valdirðu þessar hljómsveitir í myndina?Þetta voru bara hljómsveitirnar í kringum mig sem mér fannst vera að gera skemmtilega hluti á þessum tíma í þessari indy senu sem var í gangi. Curver hafði ég þekkt síðan við vorum á hjólabrettum mörgum árum áður og mér fannst hann alltaf frábær, svona öðruvísi gaur og hann var að gefa út sína fyrstu plötu. Kolrössurnar voru að gefa út sína aðra plötu, Maus sína fyrstu og 2001 voru að gefa út EP plötu og það voru ekkert önnur bönd á þessu nýbylgju róli sem voru að gefa mikið út.Þú hefur verið lengi að í kvikmyndabransanum, hvað stendur uppúr á ferlinum og hvernig kviknaði áhuginn á kvikmyndagerð?Áhuginn kviknaði fyrst á að gera myndir sjálfur þegar við strákarnir í vesturbænum í Kópavogi vorum alltaf að gera bull stuttmyndir um 15 ára aldurinn og þar hafði Torfi Frans Ólafsson, CCP snillingur, mikil áhrif á mig. Hann átti nefnilega cameru og var alltaf eitthvað að fikta eitthvað sniðugt með hana og þetta bara heillaði mig óendanlega. Svo ég keypti mér bara sjálfur vél og fór að fikta. Ætli ég hafi ekki framleitt og gert kannski 30 sjónvarpsseríur, nokkrar heimildarmyndir, 8 stuttmyndir, þónokkur tónlistarmyndbönd og svo klippt óendanlega mikið af trailerum, auglýsingum og alskonar öðru stuffi, en á þessum 20 árum ætli vinna mín við sjónvarpsþættina Hljómskálann, Andra á flandri seríurnar og Popp og rokksaga Íslands standi ekki uppúr. Jú, og þegar ég vann stuttmyndaga í Reykjavík 2010 fyrir stuttmyndina „Áttu vatn?,” það var gaman. Sú mynd var svo sýnd á kvikmyndahátíðum út um allan heim næstu tvö árin. Svo einnig hef ég líka verið að gera „Árið er” sjónvarpsþættina og unnum við einmitt Eddu um daginn fyrir skemmtiþátt ársins með umfjöllun okkar um 30 ára sögu Íslands í Eurovision. Það er alltaf gaman að vinna Eddu, en það hefur gerst fimm sinnum hjá mér á síðustu fimm árum. En það má síðan alls ekki gleyma snilldarþáttunum „Pétur og Páll” sem við Sindri Páll Kjartansson og Árni Sveins gerðum fyrir SkjáEinn, sælla minninga, fyrsta veturinn þeirra 1999-2000. Það var mikil veisla.Hvað er framundan hjá Halla Sig?Ég er þessa dagana að klára tveggja ára vinnu við að klippa og hanna Popp og Rokksögu Íslands fyrir Dr. Gunna og Markell bræður, sem hafa verið sýndir við miklar vinsældir á RÚV síðastliðna sunnudaga, svo það er svona millibils ástand eins og er. En ég er að skoða margt, eins og til dæmis að gera alvöru heimildarmynd um þetta 90’s tímabil í íslenskri tónlistarsögu sem Ný-rokk í Reykjavík gerist á, enda vorum næstum allir í hljómsveitum á þessum tíma og mikil gróska. Dauðarokk, Indy, Grunge og Rave, allt í gangi á sama tíma. Þetta voru virkilega skemmtilegir tímar. Kannski geri ég heimildarmynd um sögu þungarokks á Íslandi, það er allavega komið í farvatnið. Nú svo er ég líka að spá í að reyna að koma heimildarmyndinni um hljómsveitina Mínus, sem ég gerði með Frosta „Gringó” Runólfssyni árin 2003 til 2005, á skrið aftur, enda kom hún aldrei út á sínum tíma. Það var líka fullmikill rokk lífsstíll í þeirri mynd sem sumir vilja ekki að aðrir sjái. Sú mynd er orðin svolítið legend í dag, enda hafa fáir séð hana. En hún var nú samt sýnd einu sinni í Bíó paradís fyrir stappfullum sal af fólki. Fólk sat á gólfinu og í tröppunum, man ég. Við erum að spá í að taka upp ný viðtöl og klippa hana uppá nýtt. Ég er líka að spá í að fara klára langa stuttmynd, sem heitir „Nuno” og fjallar um útlendinga á Íslandi, sem ég er búin að dúlla mér við að gera í 6 ár. Hún er núna 35 mínútur og ég er að fara að taka upp meira. Ég er jafnvel að spá í að lengja hana í bíómynd í fullri lengd, enda hefur það alltaf verið draumurinn og takmarkið, að gera bíómyndir. Þetta er stígi upp. En ég er alveg með bíómynd, sem er búin að krauma í hausnum á mér í 5 ár, sem verður einhverntíma að veruleika. En yfir heildina litið þá er alveg greinilegt að ég hef svolítið sérhæft mig í efni tengdu íslenskri tónlist og ætla ég bara auka það ef eitthvað er, enda er íslensk tónlist alveg ótrúlega frábær.Kvikmyndin Ný-Rokk í Reykjavík verður sýnd í Bæjarbíó í Hafnarfirði 30. Apríl kl 21:00 og er frítt inn. Hér að neðan má sjá myndina.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira