Franska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að Karim Benzema, framherji Real Madrid, verði ekki með Frakklandi á EM á heimavelli í sumar. Benzema staðfesti þetta sömuleiðis á Twitter í dag.
Benzema var settur í tímabundið bann með landsliðinu í vetur eftir að upp komst um tilraun hans til að kúga fé út úr Mathieu Valbuena, samherja hans í landsliðinu.
Benzema var handtekinn í byrjun nóvember í fyrra en honum var gefið að sök að hafa ætlað að kúga fé út úr Valbuena með því að hóta að setja kynlífsmyndband af honum í dreifingu.
Benzema, sem er 28 ára, lék sinn fyrsta landsleik árið 2007. Hann hefur alls leikið 81 landsleik og skorað 27 mörk.
Malheureusement pour moi et pour tous ceux qui m'ont toujours soutenu et supporté. Je ne serai pas sélectionné pour notre Euro en France...
— Karim Benzema (@Benzema) April 13, 2016