Luis Enrique, þjálfari Barcelona: Þetta er 99,9 prósent mér að kenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 08:00 Lionel Messi gengur af velli. Vísir/Getty Luis Enrique, þjálfari Barcelona, var að vonum svekktur eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni í gær og talaði um að liðið sitt væri í holu. Barcelona tapaði 2-0 í seinni leiknum á móti Atletico Madrid í átta liða úrslitunum og þar með 3-2 samanlagt. Atletico Madrid komst í undanúrslitin ásamt Bayern München, Manchester City og Real Madrid. „Leikmenn eru mjög leiðir. Við náðum ekki fram okkar besta þessa dagana. Það voru allir spenntir fyrir því að reyna að vinna Meistaradeildina aftur en það var ekki í spilunum fyrir okkur í ár," sagði Luis Enrique en liðið vann Meistaradeildina í fyrra. „Það fer ekkert á milli mála að við erum í holu. Þetta er 99,9 prósent mér að kenna en ekki hundrað prósent. Ég er þjálfarinn og ber mesta ábyrgðina," sagði Luis Enrique. Þetta er aðeins í þriðja sinn á síðustu ellefu árum þar sem Barcelona kemst ekki í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið er enn með þriggja stiga forystu á Atletico Madrid á toppi spænsku deildarinnar en hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum. „Þetta var leikurinn sem við bjuggumst við en kannski bjóst ég þó ekki við að Atletico myndi spila svona aftarlega. Þetta var ekki okkar besti dagur," sagði Luis Enrique sem vann þrennuna á sínu fyrsta tímabili í fyrra og á enn möguleika á að vinna tvo titla á tímabili númer tvö þrátt fyrir þetta tap í gær. „Við verðum að halda ró okkar og hugsa um það að við eigum enn möguleika á að vinna tvo titla. Það geta allir komið með skýringar en ég þarf að greina leikinn til að koma með mína," sagði Luis Enrique.Luis EnriqueVísir/GettyFyrsta markið Annað markið Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Fullkominn varnarleikur og tvenna frá Griezmann fleytti Atlético áfram | Sjáðu mörkin Atlético Madrid gerði sér lítið fyrir og sló Evrópumeistara Barcelona úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. apríl 2016 20:45 Bayern München í undanúrslit fimmta árið í röð | Sjáðu mörkin Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fimmta árið í röð eftir 2-2 jafntefli við Benfica í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld. 13. apríl 2016 20:45 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Sjá meira
Luis Enrique, þjálfari Barcelona, var að vonum svekktur eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni í gær og talaði um að liðið sitt væri í holu. Barcelona tapaði 2-0 í seinni leiknum á móti Atletico Madrid í átta liða úrslitunum og þar með 3-2 samanlagt. Atletico Madrid komst í undanúrslitin ásamt Bayern München, Manchester City og Real Madrid. „Leikmenn eru mjög leiðir. Við náðum ekki fram okkar besta þessa dagana. Það voru allir spenntir fyrir því að reyna að vinna Meistaradeildina aftur en það var ekki í spilunum fyrir okkur í ár," sagði Luis Enrique en liðið vann Meistaradeildina í fyrra. „Það fer ekkert á milli mála að við erum í holu. Þetta er 99,9 prósent mér að kenna en ekki hundrað prósent. Ég er þjálfarinn og ber mesta ábyrgðina," sagði Luis Enrique. Þetta er aðeins í þriðja sinn á síðustu ellefu árum þar sem Barcelona kemst ekki í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið er enn með þriggja stiga forystu á Atletico Madrid á toppi spænsku deildarinnar en hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum. „Þetta var leikurinn sem við bjuggumst við en kannski bjóst ég þó ekki við að Atletico myndi spila svona aftarlega. Þetta var ekki okkar besti dagur," sagði Luis Enrique sem vann þrennuna á sínu fyrsta tímabili í fyrra og á enn möguleika á að vinna tvo titla á tímabili númer tvö þrátt fyrir þetta tap í gær. „Við verðum að halda ró okkar og hugsa um það að við eigum enn möguleika á að vinna tvo titla. Það geta allir komið með skýringar en ég þarf að greina leikinn til að koma með mína," sagði Luis Enrique.Luis EnriqueVísir/GettyFyrsta markið Annað markið
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Fullkominn varnarleikur og tvenna frá Griezmann fleytti Atlético áfram | Sjáðu mörkin Atlético Madrid gerði sér lítið fyrir og sló Evrópumeistara Barcelona úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. apríl 2016 20:45 Bayern München í undanúrslit fimmta árið í röð | Sjáðu mörkin Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fimmta árið í röð eftir 2-2 jafntefli við Benfica í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld. 13. apríl 2016 20:45 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Sjá meira
Fullkominn varnarleikur og tvenna frá Griezmann fleytti Atlético áfram | Sjáðu mörkin Atlético Madrid gerði sér lítið fyrir og sló Evrópumeistara Barcelona úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. apríl 2016 20:45
Bayern München í undanúrslit fimmta árið í röð | Sjáðu mörkin Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fimmta árið í röð eftir 2-2 jafntefli við Benfica í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld. 13. apríl 2016 20:45