Auðvelt að daga uppi í gistiskýlinu Viktoría Hermannsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 15. apríl 2016 07:00 Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður Gistiskýlisins við Lindargötu, vill að menn greiði lítilræði fyrir gistingu og mat. Þannig fái þeir meiri reisn. Vísir/Anton Brink Það er ekki gott að safna saman stórum hópi veikra einstaklinga sem eru ekki í bata. Þetta er erfiður vettvangur til að lifa,“ segir Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður gistiskýlis fyrir utangarðsmenn við Lindargötu. Hér eftir kallaður Allan. Reykjavíkurborg tók við rekstri gistiskýlisins síðastliðið sumar af Samhjálp.Gistiskýlið ekki ætlað til búsetu. „Þetta er neyðarskýli. Ég heyrði síðast í gærmorgun hjá manni sem var að tala við félaga sína þegar hann sagði við þá, ég er ósköp slappur, held ég verði heima í dag. Þó þetta sé ekki heimili þá líta margir á þetta sem slíkt. Það er ekki gott.“ Allan var kominn á eftirlaun þegar hann var beðinn um að taka við rekstri skýlisins og sló til. Skýlið er einvörðungu fyrir karlmenn. Þar starfa á vöktum níu starfsmenn. „Ekki veitir af. Þegar þrjátíu menn safnast saman í neyslu, alkóhóli og vímuefnum, getur verið kátt í höllinni,“ segir Allan og hlær. Hann hefur mikla reynslu af meðferðarmálum og rak m.a. Háholt í fjölda ára. Hann vill sjá breytingar í málefnum utangarðsfólks. Neyðarskýli sé ekki lausnin. „Gistiskýlið er alltaf fullt. Við höfum þurft að vísa mönnum frá undanfarið. Við losnuðum að mestu við það í vetur, en nú þegar vorið er að koma, þá fara þessir menn líka á stjá.“ Í skýlinu eru 25 rúm auk fjögurra dýna og þannig pláss fyrir 29 menn.Fólk taki sjálft ábyrgð Almennt segir Allan þjónustuna við utangarðsfólk góða, en ekki nægilega markvissa. „Mér finnst vanta að fólk taki ábyrgð á eigin lífi, það sé valdeflt. Ég myndi vilja sjá að allir greiddu lítilræði fyrir gistingu í skýlinu. Þarf ekki að vera stór upphæð – kannski 500 krónur fyrir gistingu og mat. Þá gætu menn sagt, ég borga fyrir minn mat og gistingu. Menn myndu bera ábyrgð á sér, það væri meiri reisn yfir því. Þá væri auðveldara að taka skrefin áfram inn í herbergisleigu eða íbúð. Ég held það skipti máli. Valdefling er ekki fólgin í því að setja menn í bómull og tryggja að þeir verði ekki fyrir neinu hnjaski í sinni neyslu.“Erum við að viðhalda neyslu manna? „Örugglega í einhverjum tilvikum. Viðkomandi fær ókeypis mat og gistingu. Getur notað allt sitt fé í neyslu. Þó hann sé veikur og ekki sjálfrátt þá er þetta ekki valdefling. Þarna er verið að taka ábyrgðina af viðkomandi, færa hana yfir á aðra og hann getur verið áfram í sínu rugli. Það er ekki nokkrum manni til góðs.“ Mikilvægt sé að leggja áherslu á hjálp til sjálfshjálpar. „En svo eru til einstaklingar sem eru svo veikir að þeir eru ófærir um að nýta sér svona.Við eigum að halda vel utan um þá.“ Karlmenn, feður, synir og afar Allan segir hópinn sem sækir gistiskýlið ekki einsleitan. „Þetta eru karlmenn, feður, synir, afar og guð má vita hvað. Venjulegt fólk í upphafi en síðan fara þeir út af sporinu. Þetta er fólk í neyslu yfirleitt. Sumir eiga við geðrænan vanda að stríða. Menn sem einhverra hluta vegna hefur ekki tekist að fóta sig. Þeir eru á öllum aldri, við höfum reynt að stoppa það að yngstu strákarnir séu að koma í gistiskýlið en almennt er þetta frá aldrinum 22 ára og upp í hálf áttræða menn. Þegar menn eru orðnir þetta gamlir og lifa svona lífi, þá gefur líkaminn sig. Það fylgir þessu hræðilega líferni.“ Að stærstum hluta sé þetta sami hópurinn. „Það eru menn sem hafa verið þarna jafnvel áratugum saman. En því miður eru alltaf einhverjir nýir að detta inn. Okkar hugmynd er að breyta þessu. Fara frá því að vera með stórt gistiskýli í það að vera með íbúðir og herbergi.“Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður Gistiskýlisins við Lindargötu, vill að menn greiði lítilræði fyrir gistingu og mat. Þannig fái þeir meiri reisn. vísir/Anton BrinkÞeir þurfa eigið húsnæði Reykjavíkurborg samþykkti áætlun í málefnum utangarðsfólks árið 2014. „Við erum að gera framkvæmdaáætlun sem rímar við pólitísku stefnuna sem er þverpólitísk, fagleg og flott. Við erum að elta önnur lönd í Evrópu. Það sem þarf til að efla einstakling í þessari stöðu er að hann komist í húsnæði – ekki neyðarskýli heldur eigið húsnæði. Það er meginforsenda þess að eitthvað jákvætt geti fylgt á eftir. Þessi hugmyndafræði nefnist ,,housing first,“ sem þýðir að við setjum upp íbúðir fyrir einstaklinga. Við byrjum varlega en erum að tala um íbúðir í almennu húsnæði, a.m.k. fyrir flesta. Þá er hugsunin að vettvangs- og ráðgjafateymi, sem borgin hefur komið upp og samanstendur af sex sérfræðingum, fylgi þessu fólki eftir með reglulegum heimsóknum og ráðgjöf.“Er markmiðið að gera fólk edrú? „Ekki endilega. Sumir vilja ekki verða edrú, flestir vilja það samt. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt. Borgin hefur þegar tekið ákvörðun um að fara af stað með fjórar íbúðir. Það er verið að skoða hvar þær eigi að vera svo þessu sé ekki þjappað saman öllu á einn stað. Síðan skipuleggjum við þjónustu í kringum þetta. Í þessu felst valdefling og það að menn fara að taka ábyrgð á sér sjálfir. Um leið og menn eru komnir í þá stöðu að þurfa að bera ábyrgð á sér sjálfir, þá gera það langflestir.“ Hann segir nefnilega auðvelt að daga uppi í gistiskýlinu. „Ég hef stundum orðað það svo að kannski er gistiskýlið stærsti þröskuldurinn í því að ná árangri. Við erum að taka inn 30 einstaklinga í ókeypis húsnæði, kvöldmat og morgunmat. Fara í Samhjálp eða Hjálpræðisher og borða frítt í hádeginu. Þetta fólk hefur framfærslu eins og aðrir sem eru á félagslegri eða fjárhagslegri aðstoð hjá borginni. Það fer allt í neyslu. Kannski erum við að viðhalda ástandi með því að taka af þeim ábyrgðina,“ útskýrir Allan en segir málið vandmeðfarið.Misskilin rómantík „Fólki finnst oft það megi ekki vera vondur við smælingjana, þá sem minna mega sín. Oft er það misskilin rómantík, eins og sorglega sagan með litlu stelpuna með eldspýturnar í ævintýrinu eftir H.C. Andersen. Að það sé sjarmi yfir þessu. Maður verður var við það oft á tíðum að blöðin ganga inn í það hlutverk að segja frá hvað illa sé farið með utangarðsmenn. Það er ekki þannig,“ útskýrir hann. „Auðvitað getur eitthvað komið upp, menn lent út af sporinu og ekki fengið þjónustu. En ég fullyrði að í Reykjavík er enginn utangarðsmaður sem þarf að svelta. Það er ókeypis matur úti um allt. Það er enginn sem ekki fær inni yfirleitt. Ég fullyrði líka að við gætum stækkað þetta gistiskýli upp í sextíu pláss. Það væri samt fullt.“Erfitt að greina menn í neyslu Allan segist ýmsu vanur, en að auðvitað komi upp aðstæður þar sem eru átök. „Þetta er veikt fólk. En við höfum þá reglu að kalla til lögreglu, sem er viðbragðsfljót ef skapast hættuástand. Við erum með einstaklinga sem eru oft tvígreindir – sumir ekki greindir en samt að glíma við geðrænan vanda. Þetta getur verið býsna töff stundum.“Á heilbrigðiskerfið ekki að taka á móti þeim einstaklingum?„Jú, en þar flækist málið. Heilbrigðiskerfið getur ekki tekið inn fólk sem ekki hefur fengið greiningu. Til þess að fá greiningu þurfa þeir að vera edrú í sex mánuði, svo greining sé marktæk. Þetta er vítahringur. Þeir ná sjaldnast svo löngum edrútíma. Þá vill það henda að þeir lenda hjá okkur. Samstarfið við heilbrigðisþjónustuna er samt gott. Það sama er uppi á teningnum með heilsugæslu. Þessir menn sækja ekki slíka þjónustu fyrr en of seint. Þá er oft komið upp ástand þar sem þeir þurfa stórar aðgerðir eða innlagnir í dýr legurúm í stað þess að þjónusta sé veitt jafnóðum. Við erum að vinna í því að bæta þetta.“ Skilja ekki meðferð á íslensku Um 40-50 prósent þeirra sem sækja gistiskýlið eru af erlendu bergi brotnir. Í mörgum tilvikum einstaklingar sem komu til landsins fyrir hrun til að vinna en duttu af vinnumarkaði. Flestir eru frá Póllandi. „Það er hópur sem er búinn að búa hér svo lengi að þeir hafa sama rétt og Íslendingar. Þar erum við í vanda. Við fengum pólskan ráðgjafa til að vera hjá okkur sem mannréttindaskrifstofa borgarinnar lagði til. Þetta skiptir máli. Þeir geta ekki valið að fara í meðferð með sama hætti og við. Meðferð t.d. hjá SÁÁ, sem hafa sannarlega tekið við þeim, er öll á íslensku. Það er erfitt að ganga í gengum meðferð og skilja ekki málið. Þetta er eitthvað sem þyrfti að vera í lagi til þess að þessir menn ættu sömu möguleika á að velja sér edrúmennsku.“ Allan segir fjármagnið ekki vanta. Reykjavíkurborg leggi hálfan milljarð í málefni utangarðsfólks. Málin séu í eðli sínu þung, því þarna séu menn langt leiddir af fíknivanda. „Þó það sé trú mín almennt að menn vilji ekki vera fíklar, missa stjórnina á sínu lífi er samt oft erfitt að ná þeim upp. Það má ekki gleyma því að þessir menn hafa nánast allir verið oftar en einu sinni í meðferð. Einhverra hluta vegna ná þeir ekki tökum. Þetta er erfið staða.“ Eins og kom fram hefur Allan starfað í meðferðarmálum, með hléum, í tugi ára. Hann stofnaði m.a. Háholt, meðferðarheimili fyrir unglinga. Hann segir margt hafa breyst á öllum þessum tíma, síðan fyrstu heimilin voru sett á fót. „Ég held að skilningur fagmanna á fólki hafi aukist. Menn læra af mistökum. Það eru önnur vinnubrögð viðhöfð í dag en þegar ég var að byrja. En ég get fullyrt það að á þessum tíma vorum við að reyna að gera okkar besta. Þetta mátti samt vera betra. Eftirlitið í dag er t.d. allt annað og betra en það var.“ Hann segir að í þá daga hafi börn verið send á heimili fyrir litlar sakir. „Margt af því sem var gert myndi aldrei líðast í dag. Menn héldu að lausnin væri að senda börn út í sveit. Hugsunin t.d. með Breiðavík var að finna stað sem væri svo einangraður að það yrði engin hætta á því að unglingarnir myndu strjúka. Þetta myndi engum detta í hug í dag.“ Hann segist ekki í vafa um að áföll og erfiðar aðstæður spili rullu í fíknisjúkdómum. „Maður getur kannski ekki fullyrt það en nánast allir krakkar sem ég hef rætt við í gegnum tíðina hafa lent í áföllum eða að öðrum kosti lent í erfiðleikum.“Þetta hlýtur að taka á ykkur sem í þessu starfið. Færðu aldrei nóg?„Þetta er spurning um að hugsa vel um sig. Annars er hættan á að maður detti inn í meðvirkni og hugsi, aumingjarnir – hvað þeir eiga bágt. Fari svo heim og brenni út á örskammri stundu. Maður þarf handleiðslu. Ég bý svo vel að með mér starfar afbragðsfólk. Við ræðum svona hluti. Við erum oft að mæta erfiðum aðstæðum. Þá er nauðsynlegt að geta talað um það. Við reynum að fylgjast hvert með öðru. Svo verða kraftaverkin. Ég held að þau séu ekki síður mikilvæg fyrir starfsfólkið. Oft verða kraftaverkin þar sem maður síst myndi ætla. Menn rísa upp til nýs lífs. Það er gaman að sjá það.Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Föstudagsviðtalið Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Það er ekki gott að safna saman stórum hópi veikra einstaklinga sem eru ekki í bata. Þetta er erfiður vettvangur til að lifa,“ segir Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður gistiskýlis fyrir utangarðsmenn við Lindargötu. Hér eftir kallaður Allan. Reykjavíkurborg tók við rekstri gistiskýlisins síðastliðið sumar af Samhjálp.Gistiskýlið ekki ætlað til búsetu. „Þetta er neyðarskýli. Ég heyrði síðast í gærmorgun hjá manni sem var að tala við félaga sína þegar hann sagði við þá, ég er ósköp slappur, held ég verði heima í dag. Þó þetta sé ekki heimili þá líta margir á þetta sem slíkt. Það er ekki gott.“ Allan var kominn á eftirlaun þegar hann var beðinn um að taka við rekstri skýlisins og sló til. Skýlið er einvörðungu fyrir karlmenn. Þar starfa á vöktum níu starfsmenn. „Ekki veitir af. Þegar þrjátíu menn safnast saman í neyslu, alkóhóli og vímuefnum, getur verið kátt í höllinni,“ segir Allan og hlær. Hann hefur mikla reynslu af meðferðarmálum og rak m.a. Háholt í fjölda ára. Hann vill sjá breytingar í málefnum utangarðsfólks. Neyðarskýli sé ekki lausnin. „Gistiskýlið er alltaf fullt. Við höfum þurft að vísa mönnum frá undanfarið. Við losnuðum að mestu við það í vetur, en nú þegar vorið er að koma, þá fara þessir menn líka á stjá.“ Í skýlinu eru 25 rúm auk fjögurra dýna og þannig pláss fyrir 29 menn.Fólk taki sjálft ábyrgð Almennt segir Allan þjónustuna við utangarðsfólk góða, en ekki nægilega markvissa. „Mér finnst vanta að fólk taki ábyrgð á eigin lífi, það sé valdeflt. Ég myndi vilja sjá að allir greiddu lítilræði fyrir gistingu í skýlinu. Þarf ekki að vera stór upphæð – kannski 500 krónur fyrir gistingu og mat. Þá gætu menn sagt, ég borga fyrir minn mat og gistingu. Menn myndu bera ábyrgð á sér, það væri meiri reisn yfir því. Þá væri auðveldara að taka skrefin áfram inn í herbergisleigu eða íbúð. Ég held það skipti máli. Valdefling er ekki fólgin í því að setja menn í bómull og tryggja að þeir verði ekki fyrir neinu hnjaski í sinni neyslu.“Erum við að viðhalda neyslu manna? „Örugglega í einhverjum tilvikum. Viðkomandi fær ókeypis mat og gistingu. Getur notað allt sitt fé í neyslu. Þó hann sé veikur og ekki sjálfrátt þá er þetta ekki valdefling. Þarna er verið að taka ábyrgðina af viðkomandi, færa hana yfir á aðra og hann getur verið áfram í sínu rugli. Það er ekki nokkrum manni til góðs.“ Mikilvægt sé að leggja áherslu á hjálp til sjálfshjálpar. „En svo eru til einstaklingar sem eru svo veikir að þeir eru ófærir um að nýta sér svona.Við eigum að halda vel utan um þá.“ Karlmenn, feður, synir og afar Allan segir hópinn sem sækir gistiskýlið ekki einsleitan. „Þetta eru karlmenn, feður, synir, afar og guð má vita hvað. Venjulegt fólk í upphafi en síðan fara þeir út af sporinu. Þetta er fólk í neyslu yfirleitt. Sumir eiga við geðrænan vanda að stríða. Menn sem einhverra hluta vegna hefur ekki tekist að fóta sig. Þeir eru á öllum aldri, við höfum reynt að stoppa það að yngstu strákarnir séu að koma í gistiskýlið en almennt er þetta frá aldrinum 22 ára og upp í hálf áttræða menn. Þegar menn eru orðnir þetta gamlir og lifa svona lífi, þá gefur líkaminn sig. Það fylgir þessu hræðilega líferni.“ Að stærstum hluta sé þetta sami hópurinn. „Það eru menn sem hafa verið þarna jafnvel áratugum saman. En því miður eru alltaf einhverjir nýir að detta inn. Okkar hugmynd er að breyta þessu. Fara frá því að vera með stórt gistiskýli í það að vera með íbúðir og herbergi.“Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður Gistiskýlisins við Lindargötu, vill að menn greiði lítilræði fyrir gistingu og mat. Þannig fái þeir meiri reisn. vísir/Anton BrinkÞeir þurfa eigið húsnæði Reykjavíkurborg samþykkti áætlun í málefnum utangarðsfólks árið 2014. „Við erum að gera framkvæmdaáætlun sem rímar við pólitísku stefnuna sem er þverpólitísk, fagleg og flott. Við erum að elta önnur lönd í Evrópu. Það sem þarf til að efla einstakling í þessari stöðu er að hann komist í húsnæði – ekki neyðarskýli heldur eigið húsnæði. Það er meginforsenda þess að eitthvað jákvætt geti fylgt á eftir. Þessi hugmyndafræði nefnist ,,housing first,“ sem þýðir að við setjum upp íbúðir fyrir einstaklinga. Við byrjum varlega en erum að tala um íbúðir í almennu húsnæði, a.m.k. fyrir flesta. Þá er hugsunin að vettvangs- og ráðgjafateymi, sem borgin hefur komið upp og samanstendur af sex sérfræðingum, fylgi þessu fólki eftir með reglulegum heimsóknum og ráðgjöf.“Er markmiðið að gera fólk edrú? „Ekki endilega. Sumir vilja ekki verða edrú, flestir vilja það samt. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt. Borgin hefur þegar tekið ákvörðun um að fara af stað með fjórar íbúðir. Það er verið að skoða hvar þær eigi að vera svo þessu sé ekki þjappað saman öllu á einn stað. Síðan skipuleggjum við þjónustu í kringum þetta. Í þessu felst valdefling og það að menn fara að taka ábyrgð á sér sjálfir. Um leið og menn eru komnir í þá stöðu að þurfa að bera ábyrgð á sér sjálfir, þá gera það langflestir.“ Hann segir nefnilega auðvelt að daga uppi í gistiskýlinu. „Ég hef stundum orðað það svo að kannski er gistiskýlið stærsti þröskuldurinn í því að ná árangri. Við erum að taka inn 30 einstaklinga í ókeypis húsnæði, kvöldmat og morgunmat. Fara í Samhjálp eða Hjálpræðisher og borða frítt í hádeginu. Þetta fólk hefur framfærslu eins og aðrir sem eru á félagslegri eða fjárhagslegri aðstoð hjá borginni. Það fer allt í neyslu. Kannski erum við að viðhalda ástandi með því að taka af þeim ábyrgðina,“ útskýrir Allan en segir málið vandmeðfarið.Misskilin rómantík „Fólki finnst oft það megi ekki vera vondur við smælingjana, þá sem minna mega sín. Oft er það misskilin rómantík, eins og sorglega sagan með litlu stelpuna með eldspýturnar í ævintýrinu eftir H.C. Andersen. Að það sé sjarmi yfir þessu. Maður verður var við það oft á tíðum að blöðin ganga inn í það hlutverk að segja frá hvað illa sé farið með utangarðsmenn. Það er ekki þannig,“ útskýrir hann. „Auðvitað getur eitthvað komið upp, menn lent út af sporinu og ekki fengið þjónustu. En ég fullyrði að í Reykjavík er enginn utangarðsmaður sem þarf að svelta. Það er ókeypis matur úti um allt. Það er enginn sem ekki fær inni yfirleitt. Ég fullyrði líka að við gætum stækkað þetta gistiskýli upp í sextíu pláss. Það væri samt fullt.“Erfitt að greina menn í neyslu Allan segist ýmsu vanur, en að auðvitað komi upp aðstæður þar sem eru átök. „Þetta er veikt fólk. En við höfum þá reglu að kalla til lögreglu, sem er viðbragðsfljót ef skapast hættuástand. Við erum með einstaklinga sem eru oft tvígreindir – sumir ekki greindir en samt að glíma við geðrænan vanda. Þetta getur verið býsna töff stundum.“Á heilbrigðiskerfið ekki að taka á móti þeim einstaklingum?„Jú, en þar flækist málið. Heilbrigðiskerfið getur ekki tekið inn fólk sem ekki hefur fengið greiningu. Til þess að fá greiningu þurfa þeir að vera edrú í sex mánuði, svo greining sé marktæk. Þetta er vítahringur. Þeir ná sjaldnast svo löngum edrútíma. Þá vill það henda að þeir lenda hjá okkur. Samstarfið við heilbrigðisþjónustuna er samt gott. Það sama er uppi á teningnum með heilsugæslu. Þessir menn sækja ekki slíka þjónustu fyrr en of seint. Þá er oft komið upp ástand þar sem þeir þurfa stórar aðgerðir eða innlagnir í dýr legurúm í stað þess að þjónusta sé veitt jafnóðum. Við erum að vinna í því að bæta þetta.“ Skilja ekki meðferð á íslensku Um 40-50 prósent þeirra sem sækja gistiskýlið eru af erlendu bergi brotnir. Í mörgum tilvikum einstaklingar sem komu til landsins fyrir hrun til að vinna en duttu af vinnumarkaði. Flestir eru frá Póllandi. „Það er hópur sem er búinn að búa hér svo lengi að þeir hafa sama rétt og Íslendingar. Þar erum við í vanda. Við fengum pólskan ráðgjafa til að vera hjá okkur sem mannréttindaskrifstofa borgarinnar lagði til. Þetta skiptir máli. Þeir geta ekki valið að fara í meðferð með sama hætti og við. Meðferð t.d. hjá SÁÁ, sem hafa sannarlega tekið við þeim, er öll á íslensku. Það er erfitt að ganga í gengum meðferð og skilja ekki málið. Þetta er eitthvað sem þyrfti að vera í lagi til þess að þessir menn ættu sömu möguleika á að velja sér edrúmennsku.“ Allan segir fjármagnið ekki vanta. Reykjavíkurborg leggi hálfan milljarð í málefni utangarðsfólks. Málin séu í eðli sínu þung, því þarna séu menn langt leiddir af fíknivanda. „Þó það sé trú mín almennt að menn vilji ekki vera fíklar, missa stjórnina á sínu lífi er samt oft erfitt að ná þeim upp. Það má ekki gleyma því að þessir menn hafa nánast allir verið oftar en einu sinni í meðferð. Einhverra hluta vegna ná þeir ekki tökum. Þetta er erfið staða.“ Eins og kom fram hefur Allan starfað í meðferðarmálum, með hléum, í tugi ára. Hann stofnaði m.a. Háholt, meðferðarheimili fyrir unglinga. Hann segir margt hafa breyst á öllum þessum tíma, síðan fyrstu heimilin voru sett á fót. „Ég held að skilningur fagmanna á fólki hafi aukist. Menn læra af mistökum. Það eru önnur vinnubrögð viðhöfð í dag en þegar ég var að byrja. En ég get fullyrt það að á þessum tíma vorum við að reyna að gera okkar besta. Þetta mátti samt vera betra. Eftirlitið í dag er t.d. allt annað og betra en það var.“ Hann segir að í þá daga hafi börn verið send á heimili fyrir litlar sakir. „Margt af því sem var gert myndi aldrei líðast í dag. Menn héldu að lausnin væri að senda börn út í sveit. Hugsunin t.d. með Breiðavík var að finna stað sem væri svo einangraður að það yrði engin hætta á því að unglingarnir myndu strjúka. Þetta myndi engum detta í hug í dag.“ Hann segist ekki í vafa um að áföll og erfiðar aðstæður spili rullu í fíknisjúkdómum. „Maður getur kannski ekki fullyrt það en nánast allir krakkar sem ég hef rætt við í gegnum tíðina hafa lent í áföllum eða að öðrum kosti lent í erfiðleikum.“Þetta hlýtur að taka á ykkur sem í þessu starfið. Færðu aldrei nóg?„Þetta er spurning um að hugsa vel um sig. Annars er hættan á að maður detti inn í meðvirkni og hugsi, aumingjarnir – hvað þeir eiga bágt. Fari svo heim og brenni út á örskammri stundu. Maður þarf handleiðslu. Ég bý svo vel að með mér starfar afbragðsfólk. Við ræðum svona hluti. Við erum oft að mæta erfiðum aðstæðum. Þá er nauðsynlegt að geta talað um það. Við reynum að fylgjast hvert með öðru. Svo verða kraftaverkin. Ég held að þau séu ekki síður mikilvæg fyrir starfsfólkið. Oft verða kraftaverkin þar sem maður síst myndi ætla. Menn rísa upp til nýs lífs. Það er gaman að sjá það.Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Föstudagsviðtalið Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent