Fyrir 27 árum, 15. apríl 1989, gerðist hryllilegur atburður á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield í Englandi þegar Liverpool og Nottingham Forrest léku þar í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.
96 manns krömdust til bana og 766 slösuðust þegar alltof mörgum var hleypt inn í aðra endastúku vallarins en þetta er einn af stærstu slysunum í sögu fótboltans.
Hillsborough-harmleikurinn kallaði á algjöra endurskoðun á knattspyrnuleikvöngum á Englandi og í kjölfarið var aðeins boðið upp á sæti á leikvöngum.
Lögreglan kenndi fyrst stuðningsmönnum Liverpool um hvernig fór en áratuga löng barátta fyrir að hreinsa mannorð þeirra sem létust hefur verið í gangi síðan.
Nýjar rannsóknir og ítarlegri upplýsingar um það sem gerðist hafa endanlega leitt það í ljós að stærstu orsök slyssins voru mistök lögreglunnar við stjórnun mannfjöldans á vellinum.
Liverpool minnist 96 fórnarlamba Hillsborough-harmleiksins á samfélagssíðum sínum í dag en þar var einnig einnar mínútu þögn fyrir leik Liverpool og Borussia Dortmund í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.
Hér fyrir neðan má sjá efni af Twitter-síðu Liverpool þar sem fórnarlambanna er minnst.
— Liverpool FC (@LFC) April 14, 2016
More Than a Number - moving Pen Portraits of those who lost their lives on April 15, 1989: https://t.co/1aFUG7f5Cd pic.twitter.com/lem3HA9PJZ
— Liverpool FC (@LFC) April 15, 2016