Kolbeinn sagður óvinsæll á meðal samherja sinna og að spara sig fyrir EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. apríl 2016 12:32 Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki átt sjö dagana sæla í Nantes. vísir/afp Mikil óeining er innan herbúða franska 1. deildar liðsins Nantes sem íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson spilar með og samkvæmt nokkrum frönskum miðlum sem fjalla um málið er hann í miðju stormsins. Á vefsíðunni ouest-france.fr er sagt að sumir leikmenn Nantes neiti að spila framar ef Kolbeinn heldur áfram að vera í liðinu, en hann hefur ekki náð að standa undir væntingum og aðeins skorað þrjú mörk í 26 leikjum. Það er þó ekki frammistaða hans, samkvæmt frönsku miðlunum, sem er málið heldur er haldið fram á sama miðli að hann eitri út frá sér í búningsklefanum og sé óvinsæll. Franska dagblaðið 20 Minutes skrifar það sama og segir að búningsklefinn sé orðinn þreyttur á „dívunni Kolbeini Sigþórssyni“ eins og það er orðað í fréttinni. Annar franskur vefmiðill, maxifoot.fr, heldur því svo fram að Kolbeinn sé að spara sig fyrir Evrópumótið og leggi sig því ekki allan fram fyrir Nantes, ekki einu sinni á æfingum. Kolbeinn er ekki í leikmannahópi Nantes sem er að spila við Montpellier á heimavelli þegar þessi frétt er skrifuð. Á heimasíðu Nantes er sagt að Kolbeinn sé meiddur en ekki farið nánar út í meiðsli hans. Óeiningin nær út fyrir Kolbein því þjálfarinn Michel Der Zakarian er á útleið og mun taka við Rennes í sumar. Samband hans við forseta félagsins, Waldermar Kita, hefur alls ekki verið gott að undanförnu eftir að Nantes losnaði úr félagaskiptabanni. Þetta kemur fram á ouest-france.fr. Samkvæmt dagblaðinu 20 Minutes var Kolbeinn eitt af forgangsatriðum Kita á félagaskiptamarkaðnum síðasta sumar en haldið er fram að hann hafi ekki verið jafn ofarlega á óskalista þjálfarans. Nantes er búið að tapa þremur leikjum í röð og hefur Kolbeinn byrjað nánast hvern einasta leik að undanförnu. Hann skoraði síðast mark 23. janúar í 2-2 jafntefli gegn Bordeaux. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Mikil óeining er innan herbúða franska 1. deildar liðsins Nantes sem íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson spilar með og samkvæmt nokkrum frönskum miðlum sem fjalla um málið er hann í miðju stormsins. Á vefsíðunni ouest-france.fr er sagt að sumir leikmenn Nantes neiti að spila framar ef Kolbeinn heldur áfram að vera í liðinu, en hann hefur ekki náð að standa undir væntingum og aðeins skorað þrjú mörk í 26 leikjum. Það er þó ekki frammistaða hans, samkvæmt frönsku miðlunum, sem er málið heldur er haldið fram á sama miðli að hann eitri út frá sér í búningsklefanum og sé óvinsæll. Franska dagblaðið 20 Minutes skrifar það sama og segir að búningsklefinn sé orðinn þreyttur á „dívunni Kolbeini Sigþórssyni“ eins og það er orðað í fréttinni. Annar franskur vefmiðill, maxifoot.fr, heldur því svo fram að Kolbeinn sé að spara sig fyrir Evrópumótið og leggi sig því ekki allan fram fyrir Nantes, ekki einu sinni á æfingum. Kolbeinn er ekki í leikmannahópi Nantes sem er að spila við Montpellier á heimavelli þegar þessi frétt er skrifuð. Á heimasíðu Nantes er sagt að Kolbeinn sé meiddur en ekki farið nánar út í meiðsli hans. Óeiningin nær út fyrir Kolbein því þjálfarinn Michel Der Zakarian er á útleið og mun taka við Rennes í sumar. Samband hans við forseta félagsins, Waldermar Kita, hefur alls ekki verið gott að undanförnu eftir að Nantes losnaði úr félagaskiptabanni. Þetta kemur fram á ouest-france.fr. Samkvæmt dagblaðinu 20 Minutes var Kolbeinn eitt af forgangsatriðum Kita á félagaskiptamarkaðnum síðasta sumar en haldið er fram að hann hafi ekki verið jafn ofarlega á óskalista þjálfarans. Nantes er búið að tapa þremur leikjum í röð og hefur Kolbeinn byrjað nánast hvern einasta leik að undanförnu. Hann skoraði síðast mark 23. janúar í 2-2 jafntefli gegn Bordeaux.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira