OB, lið Ara Frey Skúlasonar og Hallgríms Jónassonar, skellti í flugeldasýningu gegn Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Ari Freyr var tekinn af velli á 71. mínútu, en Hallgrímur stóð allan tímann vaktina í vörn liðsins í 5-1 sigri.
Rasmus Festersen og Rasmus Falk Jensen komu OB í 2-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Anders Jacobsen bætti við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleiks, en Jeppe Curth minnkaði muninn fyrir Viborg.
Anders bætti við tveimur mörkum fyrir OB áður en yfir lauk og innsiglaði þrennu sína og stórsigur OB á TREFOR-leikvanginum, 5-1.
Eftir sigurinn er OB í sjötta sæti deildarinnar með 37 stig, en Viborg er í níunda sætinu með 30 stig.
OB burstaði Viborg
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn




Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti
