Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Haukar 67-54 | Haukar steinlágu án Helenu Stefán Árni Pálsson í Fjárhúsinu skrifar 18. apríl 2016 20:45 Úr leik Snæfells og Hauka. vísir/stefán Snæfell jafnaði einvígið gegn Haukum í 1-1 þegar liðið vann góðan sigur, 69-52, í Stykkishólmi í kvöld. Haukar voru án Helenu Sverrisdóttur sem missti af leiknum vegna meiðsla. Ekki eitt einasta stig var skoraði í leiknum á fyrstu tveimur mínútum leiksins og virtist liðunum fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna. Haukar skoruðu fyrstu tvö stig leiksins en þá svöruðu Hólmarar með sex stigum í röð og náðu strax ágætum tökum á þessum leik. Eftir dapra byrjun hjá Snæfellingum tóku þær öll völd á vellinum og komust í 14-7. Haukar komu aftur á móti með frábært áhlaup undir lok fjórðungsins og náði með nokkrum fínum körfum að minnka muninn í aðeins tvö stig, 14-12. Í öðrum leikhluta gekk ekkert sóknarlega hjá Haukum og komust Snæfellingar fljótlega í 28-12. Haiden Denise Palmer fór þá á kostum og réðu Haukar ekkert við hana. Haukar náðu ekki að skora fyrstu sjö mínútur leikhlutans og það hleypti Snæfellingum mjög langt frá þeim, eðlilega. Staðan í hálfleik var 32-16 og útlitið mjög dökkt fyrir Hauka. Það var alveg ljóst að fjarvera Helenu Sverrisdóttur hafði gríðarleg áhrif á leik liðsins. Haukar komu ákveðnar til leiks í upphafi síðari hálfleiks og settu nokkrar fínar körfur en þegar leið á síðari hálfleikinn var bara eitt lið á vellinum. Það voru Snæfellingar og allt í einu var staðan orðin 49-26. Heimastúlkur héldu áfram að keyra upp hraðan og auka forskot sitt. Þegar þremur leikhlutum var lokið var staðan 54-34 og þá var leikurinn í raun búinn. Haiden Denise Palmer var frábær í liði Snæfells og stjórnaði leiknum eins og herforingi. Í fjórða leikhlutanum var það sama uppi á teninginum og keyrðu Snæfellingar hreinlega yfir Hauka. Sigur heimamanna var aldrei í hættu og fór svo að lokum að Snæfell vann Hauka, 69-52. Haiden Denise Palmer var frábær í liði Snæfells í kvöld og skoraði hún 25 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Liðin mætast aftur á fimmtudaginn á Ásvöllum og má búast við Helenu Sverrisdóttir aftur í liði Hauka þá. Þá ætti sá leikur að vera mun jafnari.Snæfell-Haukar 69-54 (14-12, 18-4, 22-18, 15-20)Snæfell: Haiden Denise Palmer 25/8 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 14/7 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 6, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/6 fráköst, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Erna Hákonardóttir 2.Haukar: Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/5 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 10/6 fráköst, Shanna Dacanay 7, Sólrún Inga Gísladóttir 7, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Dýrfinna Arnardóttir 5, Hanna Þráinsdóttir 2/3 varin skot, Magdalena Gísladóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 0/6 fráköst.Bein lýsing: Snæfell - Haukar Berglind: Mættum bara miklu ákveðnariBerglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells.vísir/vilhelm„Þetta er bara úrslitakeppni, og við höldum alltaf áfram sama hver staðan er á töflunni,“ segir Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn. „Við vorum bara betra liðið í kvöld og það var bara flott. Við mættum bara miklu ákveðnari til leiks núna en í síðasta leik. Við ætluðum okkur auðvitað að koma tilbúnar í síðasta leik en við vorum að koma úr langri 11 daga pásu og það hafi bara sitt að segja.“ Berglind segir að liðið hafi allt barist saman í kvöld og allir að vinna fyrir hvorn annan. „Helena spilaði lítið sem ekkert í síðari hálfleik í síðasta leik og samt töpuðum við. Þetta er bara gott lið, með henni eða án hennar. Ingvar: Vantaði alla áræðniIngvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir„Mér fannst fyrsti leikhlutinn bara alveg ágætur hjá okkur í kvöld,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Svo var dálítið fljótt að fjara undar okkur. Við ætluðum að koma grimmari til leiks í seinni hálfleik og reyna halda í við þær en við náðum einhvern veginn aldrei að koma með almennilegt áhlaup.“ Ingvar segir að það hafi einfaldlega vantað áræðni í kvöld, og þá sérstaklega sóknarlega. Hann segir að það sé mjög mikilvægt að koma Helenu í stand fyrir fimmtudaginn. „Hvaða lið sem er í deildinni myndi sakna alltaf sakna síns besta leikmanns, en ég tel samt að við hefðum getað gert miklu betur hérna í kvöld.“ Ingi: Næsti leikur er gríðarlega mikilvægur í þessu einvígiIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/anton„Það var bara allt annar kraftur í okkur í kvöld,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Á köflum erum við bara að spila feikilega góðan körfubolta. Bæði á svæðisvörnina þeirra og maður á mann.“ Hann segir að liðið hafi kannski fallið aðeins of mikið til baka undir lokin en sigurinn er það sem skiptir öllu máli. „Mér er nákvæmlega saman þó við hefðum unnið með einu eða 30 stigum, sigur er bara sigur. Við erum að fá framlag frá mjög mörgum leikmönnum í kvöld og þar viljum við akkúrat vera.“ Ingi segir að þriðji leikurinn í svona einvígi geti skipt sköpum og sé gríðarlega mikilvægur. „Það getur verið frábært að ná að vinna annan leikinn í svona einvígi, þá er svo stutt í takmarkið.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira
Snæfell jafnaði einvígið gegn Haukum í 1-1 þegar liðið vann góðan sigur, 69-52, í Stykkishólmi í kvöld. Haukar voru án Helenu Sverrisdóttur sem missti af leiknum vegna meiðsla. Ekki eitt einasta stig var skoraði í leiknum á fyrstu tveimur mínútum leiksins og virtist liðunum fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna. Haukar skoruðu fyrstu tvö stig leiksins en þá svöruðu Hólmarar með sex stigum í röð og náðu strax ágætum tökum á þessum leik. Eftir dapra byrjun hjá Snæfellingum tóku þær öll völd á vellinum og komust í 14-7. Haukar komu aftur á móti með frábært áhlaup undir lok fjórðungsins og náði með nokkrum fínum körfum að minnka muninn í aðeins tvö stig, 14-12. Í öðrum leikhluta gekk ekkert sóknarlega hjá Haukum og komust Snæfellingar fljótlega í 28-12. Haiden Denise Palmer fór þá á kostum og réðu Haukar ekkert við hana. Haukar náðu ekki að skora fyrstu sjö mínútur leikhlutans og það hleypti Snæfellingum mjög langt frá þeim, eðlilega. Staðan í hálfleik var 32-16 og útlitið mjög dökkt fyrir Hauka. Það var alveg ljóst að fjarvera Helenu Sverrisdóttur hafði gríðarleg áhrif á leik liðsins. Haukar komu ákveðnar til leiks í upphafi síðari hálfleiks og settu nokkrar fínar körfur en þegar leið á síðari hálfleikinn var bara eitt lið á vellinum. Það voru Snæfellingar og allt í einu var staðan orðin 49-26. Heimastúlkur héldu áfram að keyra upp hraðan og auka forskot sitt. Þegar þremur leikhlutum var lokið var staðan 54-34 og þá var leikurinn í raun búinn. Haiden Denise Palmer var frábær í liði Snæfells og stjórnaði leiknum eins og herforingi. Í fjórða leikhlutanum var það sama uppi á teninginum og keyrðu Snæfellingar hreinlega yfir Hauka. Sigur heimamanna var aldrei í hættu og fór svo að lokum að Snæfell vann Hauka, 69-52. Haiden Denise Palmer var frábær í liði Snæfells í kvöld og skoraði hún 25 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Liðin mætast aftur á fimmtudaginn á Ásvöllum og má búast við Helenu Sverrisdóttir aftur í liði Hauka þá. Þá ætti sá leikur að vera mun jafnari.Snæfell-Haukar 69-54 (14-12, 18-4, 22-18, 15-20)Snæfell: Haiden Denise Palmer 25/8 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir/3 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 14/7 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 6, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/6 fráköst, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Erna Hákonardóttir 2.Haukar: Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/5 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 10/6 fráköst, Shanna Dacanay 7, Sólrún Inga Gísladóttir 7, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 6, Dýrfinna Arnardóttir 5, Hanna Þráinsdóttir 2/3 varin skot, Magdalena Gísladóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Auður Íris Ólafsdóttir 0/6 fráköst.Bein lýsing: Snæfell - Haukar Berglind: Mættum bara miklu ákveðnariBerglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells.vísir/vilhelm„Þetta er bara úrslitakeppni, og við höldum alltaf áfram sama hver staðan er á töflunni,“ segir Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn. „Við vorum bara betra liðið í kvöld og það var bara flott. Við mættum bara miklu ákveðnari til leiks núna en í síðasta leik. Við ætluðum okkur auðvitað að koma tilbúnar í síðasta leik en við vorum að koma úr langri 11 daga pásu og það hafi bara sitt að segja.“ Berglind segir að liðið hafi allt barist saman í kvöld og allir að vinna fyrir hvorn annan. „Helena spilaði lítið sem ekkert í síðari hálfleik í síðasta leik og samt töpuðum við. Þetta er bara gott lið, með henni eða án hennar. Ingvar: Vantaði alla áræðniIngvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir„Mér fannst fyrsti leikhlutinn bara alveg ágætur hjá okkur í kvöld,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Svo var dálítið fljótt að fjara undar okkur. Við ætluðum að koma grimmari til leiks í seinni hálfleik og reyna halda í við þær en við náðum einhvern veginn aldrei að koma með almennilegt áhlaup.“ Ingvar segir að það hafi einfaldlega vantað áræðni í kvöld, og þá sérstaklega sóknarlega. Hann segir að það sé mjög mikilvægt að koma Helenu í stand fyrir fimmtudaginn. „Hvaða lið sem er í deildinni myndi sakna alltaf sakna síns besta leikmanns, en ég tel samt að við hefðum getað gert miklu betur hérna í kvöld.“ Ingi: Næsti leikur er gríðarlega mikilvægur í þessu einvígiIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.vísir/anton„Það var bara allt annar kraftur í okkur í kvöld,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Á köflum erum við bara að spila feikilega góðan körfubolta. Bæði á svæðisvörnina þeirra og maður á mann.“ Hann segir að liðið hafi kannski fallið aðeins of mikið til baka undir lokin en sigurinn er það sem skiptir öllu máli. „Mér er nákvæmlega saman þó við hefðum unnið með einu eða 30 stigum, sigur er bara sigur. Við erum að fá framlag frá mjög mörgum leikmönnum í kvöld og þar viljum við akkúrat vera.“ Ingi segir að þriðji leikurinn í svona einvígi geti skipt sköpum og sé gríðarlega mikilvægur. „Það getur verið frábært að ná að vinna annan leikinn í svona einvígi, þá er svo stutt í takmarkið.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira