Hundruð flóttamanna drukknuðu á leið til Ítalíu Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. apríl 2016 07:00 Á sunnudag var 108 manns bjargað af gúmmíbát sem sökk á Miðjarðarhafi og var fólkið síðan flutt til ítölsku eyjunnar Lampedusa. vísir/epa Hundruð flóttamanna drukknuðu í Miðjarðarhafinu í gær á leiðinni til Ítalíu. Flestir þeirra voru frá Sómalíu, en sumir frá Erítreu og Eþíópíu. Óttast er að allt að 400 manns hafi farist, en staðfesting á þeirri tölu hefur ekki fengist. Talið var að fólkið hefði siglt á fjórum vanbúnum bátum út á Miðjarðarhafið frá Egyptalandi áleiðis til Ítalíu. Sómalskir fjölmiðlar fullyrða að tekist hafi að bjarga 29 manns af bátunum fjórum, sem allir sukku. Á sunnudaginn tókst ítölsku björgunarfólki að bjarga 108 manns af bát, sem sökk undan ströndum Líbíu. Að minnsta kosti sex manns drukknuðu þar. Í fyrrinótt tókst svo að bjarga 33 út af austurströnd Sikileyjar. Fyrir einu ári, nánast upp á dag, sökk yfirfullt fiskiskip í Miðjarðarhafinu með meira en 700 manns innanborðs. Fáum dögum áður höfðu nokkur hundruð manns farist á leiðinni yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu. Á innan við tíu dögum fórust yfir þúsund manns á þessum slóðum. Eftir þetta ákvað Evrópusambandið að efla verulega björgunarstarf sitt í Miðjarðarhafinu. Dauðsföllum fækkaði verulega í kjölfar þess. Yfir vetrarmánuðina hafa reyndar tiltölulega frekar fáir flóttamenn valið að fara þessa leið, frá löndum norðanverðrar Afríku yfir hafið til Evrópulanda. Það er þó heldur að aukast núna, og um leið eykst manntjónið. Fáir þeirra, sem fara þessa leið núna, koma frá Sýrlandi eða öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Flestir eru frá Afríkuríkjum. Í vetur hefur straumur flóttafólks til Evrópu einkum legið landleiðina. Þeir sem farið hafa sjóleiðina frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna hafa átt erfitt með að komast áfram norður frá Grikklandi vegna þess að landamærum hefur verið lokað. Þá hefur Evrópusambandið samið við Tyrki um að taka aftur við flóttafólki, sem kemur þaðan til Grikklands. Á sunnudag hélt Frans páfi til grísku eyjunnar Lesbos þar sem hann heimsótti flóttamannabúðir og tók 12 sýrlenska flóttamenn með sér til Rómar. Allir eru þeir múslimar frá Sýrlandi. Páfi sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja sýna með þessu að flóttafólk væri velkomið. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Hundruð flóttamanna drukknuðu í Miðjarðarhafinu í gær á leiðinni til Ítalíu. Flestir þeirra voru frá Sómalíu, en sumir frá Erítreu og Eþíópíu. Óttast er að allt að 400 manns hafi farist, en staðfesting á þeirri tölu hefur ekki fengist. Talið var að fólkið hefði siglt á fjórum vanbúnum bátum út á Miðjarðarhafið frá Egyptalandi áleiðis til Ítalíu. Sómalskir fjölmiðlar fullyrða að tekist hafi að bjarga 29 manns af bátunum fjórum, sem allir sukku. Á sunnudaginn tókst ítölsku björgunarfólki að bjarga 108 manns af bát, sem sökk undan ströndum Líbíu. Að minnsta kosti sex manns drukknuðu þar. Í fyrrinótt tókst svo að bjarga 33 út af austurströnd Sikileyjar. Fyrir einu ári, nánast upp á dag, sökk yfirfullt fiskiskip í Miðjarðarhafinu með meira en 700 manns innanborðs. Fáum dögum áður höfðu nokkur hundruð manns farist á leiðinni yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu. Á innan við tíu dögum fórust yfir þúsund manns á þessum slóðum. Eftir þetta ákvað Evrópusambandið að efla verulega björgunarstarf sitt í Miðjarðarhafinu. Dauðsföllum fækkaði verulega í kjölfar þess. Yfir vetrarmánuðina hafa reyndar tiltölulega frekar fáir flóttamenn valið að fara þessa leið, frá löndum norðanverðrar Afríku yfir hafið til Evrópulanda. Það er þó heldur að aukast núna, og um leið eykst manntjónið. Fáir þeirra, sem fara þessa leið núna, koma frá Sýrlandi eða öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Flestir eru frá Afríkuríkjum. Í vetur hefur straumur flóttafólks til Evrópu einkum legið landleiðina. Þeir sem farið hafa sjóleiðina frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna hafa átt erfitt með að komast áfram norður frá Grikklandi vegna þess að landamærum hefur verið lokað. Þá hefur Evrópusambandið samið við Tyrki um að taka aftur við flóttafólki, sem kemur þaðan til Grikklands. Á sunnudag hélt Frans páfi til grísku eyjunnar Lesbos þar sem hann heimsótti flóttamannabúðir og tók 12 sýrlenska flóttamenn með sér til Rómar. Allir eru þeir múslimar frá Sýrlandi. Páfi sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja sýna með þessu að flóttafólk væri velkomið.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira