Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur vitjunartíma sinn ekki kominn. Eftir tuttugu ár í embætti segist hann enn hafa gott samband við Íslendinga. Hann tilkynnti framboð sitt til embættis forseta í sjötta sinn í dag. Þetta kemur fram í viðtali Ólafs við fréttastofu 365 en hluti viðtalsins var sýndur í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. „Sú hætta er nú kannski alltaf fyrir hendi. Hvort sem að menn eru búnir að vera þetta lengi eða skemur. Blessunarlega held ég að ég hafi enn gott samband við fólkið í landinu og þær hvatningar og þau erindi sem hafa borist til mína á undanförnu sýnir að fólki finnst það hafa greiðan aðgang að mér,“ segir Ólafur. Hann segir forsetann líka þurfa að vera tilbúinn til þess að treysta eigin dómgreind. „Ég gerði það í Icesave-málinu. Við skulum ekki gleyma því að nánast allir sem að bera svona virðingarstöður í skoðanamótinu í landinu voru á móti þeirri ákvörðun þegar ég tók hana. Þannig að forsetinn þarf líka að vera tilbúinn til að finna í sjálfum sér og vilja fólksins í landinu og sambandi sínu við fólkið í landinu, kjark og traust til þess að taka erfiðar ákvarðanir.“ Ólafur segir að hann hefði ekki breytt sinn ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur ef hann teldi sig ekki hafa þennan eiginleika enn. Enn fremur segir hann að atburðir síðustu daga og vikna, afsögn forsætisráðherra, ný ríkisstjórn og fleira, hefðu haft áhrif á fjölda beiðna sem hann fékk frá fólki í landinu. Mörg þeirra hafi haft djúpstæð áhrif á hann.Ítarlegt viðtal Þorbjarnar Þórðarsonar fréttamanns við Ólaf Ragnar Grímsson má sjá hér að ofan. Forsetakjör Tengdar fréttir Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 „Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46 Dorrit snúist hugur um veruna á Bessastöðum Var þeirrar skoðunar að nóg væri komið en atburðir undanfarinna daga og vikna breyttu því. 18. apríl 2016 20:05 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, telur vitjunartíma sinn ekki kominn. Eftir tuttugu ár í embætti segist hann enn hafa gott samband við Íslendinga. Hann tilkynnti framboð sitt til embættis forseta í sjötta sinn í dag. Þetta kemur fram í viðtali Ólafs við fréttastofu 365 en hluti viðtalsins var sýndur í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. „Sú hætta er nú kannski alltaf fyrir hendi. Hvort sem að menn eru búnir að vera þetta lengi eða skemur. Blessunarlega held ég að ég hafi enn gott samband við fólkið í landinu og þær hvatningar og þau erindi sem hafa borist til mína á undanförnu sýnir að fólki finnst það hafa greiðan aðgang að mér,“ segir Ólafur. Hann segir forsetann líka þurfa að vera tilbúinn til þess að treysta eigin dómgreind. „Ég gerði það í Icesave-málinu. Við skulum ekki gleyma því að nánast allir sem að bera svona virðingarstöður í skoðanamótinu í landinu voru á móti þeirri ákvörðun þegar ég tók hana. Þannig að forsetinn þarf líka að vera tilbúinn til að finna í sjálfum sér og vilja fólksins í landinu og sambandi sínu við fólkið í landinu, kjark og traust til þess að taka erfiðar ákvarðanir.“ Ólafur segir að hann hefði ekki breytt sinn ákvörðun um að bjóða sig ekki fram aftur ef hann teldi sig ekki hafa þennan eiginleika enn. Enn fremur segir hann að atburðir síðustu daga og vikna, afsögn forsætisráðherra, ný ríkisstjórn og fleira, hefðu haft áhrif á fjölda beiðna sem hann fékk frá fólki í landinu. Mörg þeirra hafi haft djúpstæð áhrif á hann.Ítarlegt viðtal Þorbjarnar Þórðarsonar fréttamanns við Ólaf Ragnar Grímsson má sjá hér að ofan.
Forsetakjör Tengdar fréttir Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 „Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46 Dorrit snúist hugur um veruna á Bessastöðum Var þeirrar skoðunar að nóg væri komið en atburðir undanfarinna daga og vikna breyttu því. 18. apríl 2016 20:05 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01
„Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46
Dorrit snúist hugur um veruna á Bessastöðum Var þeirrar skoðunar að nóg væri komið en atburðir undanfarinna daga og vikna breyttu því. 18. apríl 2016 20:05
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15