Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2016 19:30 Fornleifafræðingar hafa fundið rústir í Kanada sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. Fornleifafundurinn vekur heimsathygli enda gæti hann varpað skýrara ljósi á hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni, Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardóttir komust. Íslendingar alast upp við frásagnir fornsagnanna af siglingum víkinga, fyrst til Grænlands og síðan til Ameríku, til lands þess sem kallað var Vínland. Víkingatóftirnar á L'ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands fundust árið 1960 og eru fyrsta og eina áþreifanlega sönnunin fyrir því að fólk upprunnið frá Íslandi hafi komið þangað fyrir þúsund árum. Nú er þar rekið safn og skálarnir þar eiga að sýna hvernig búðir víkinganna litu út. Þar hafa meðal annars fundist steinar sem ættaðir eru frá vestanverðu Íslandi og eru því bein sönnun um þangað bárust hlutir frá Íslandi á tímum Vínlandsferða.L'ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Húsin voru reist til að sýna hvernig skálar víkinganna eru taldir hafa litið út.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En nú gætu aðrar víkingatóftir verið fundnar, á Point Rosee á suðvesturhluta Nýfundnalands. Fornleifafundur þar hefur vakið heimsathygli í dag og sérstakur þáttur um málið verður sýndur í Bretlandi og Bandaríkjunum eftir helgi. Fornleifafræðingurinn Sarah H. Parcak fann staðinn með sérstakri gervihnattatækni í samstarfi við fleiri fornleifafræðinga, þeirra á meðal Douglas Bolender, prófessor við Massachusetts-háskóla. Douglas hefur í mörg ár unnið að fornleifarannsóknum í Skagafirði, á slóðum Guðríðar Þorbjarnardóttur, eiginkonu Þorfinns Karlsefnis, sem talin er hafa fætt fyrsta evrópska barnið í Ameríku, Snorra Þorfinnsson. Douglas Bolender segir að þessi nýi fornleifafundur geti breytt sögunni. Frumrannsókn bendir til að þarna hafi farið fram járnvinnsla en einnig hefur fundist torfveggur. Framundan eru margra ára rannsóknir á staðnum, sem afar spennandi verður fyrir Íslendinga að fylgjast með, endu gætu þær varpað skýrara ljósi á það hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni og félagar komust inn í Ameríku. Fornminjar Tengdar fréttir Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Fornleifafræðingar hafa fundið rústir í Kanada sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. Fornleifafundurinn vekur heimsathygli enda gæti hann varpað skýrara ljósi á hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni, Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardóttir komust. Íslendingar alast upp við frásagnir fornsagnanna af siglingum víkinga, fyrst til Grænlands og síðan til Ameríku, til lands þess sem kallað var Vínland. Víkingatóftirnar á L'ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands fundust árið 1960 og eru fyrsta og eina áþreifanlega sönnunin fyrir því að fólk upprunnið frá Íslandi hafi komið þangað fyrir þúsund árum. Nú er þar rekið safn og skálarnir þar eiga að sýna hvernig búðir víkinganna litu út. Þar hafa meðal annars fundist steinar sem ættaðir eru frá vestanverðu Íslandi og eru því bein sönnun um þangað bárust hlutir frá Íslandi á tímum Vínlandsferða.L'ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Húsin voru reist til að sýna hvernig skálar víkinganna eru taldir hafa litið út.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En nú gætu aðrar víkingatóftir verið fundnar, á Point Rosee á suðvesturhluta Nýfundnalands. Fornleifafundur þar hefur vakið heimsathygli í dag og sérstakur þáttur um málið verður sýndur í Bretlandi og Bandaríkjunum eftir helgi. Fornleifafræðingurinn Sarah H. Parcak fann staðinn með sérstakri gervihnattatækni í samstarfi við fleiri fornleifafræðinga, þeirra á meðal Douglas Bolender, prófessor við Massachusetts-háskóla. Douglas hefur í mörg ár unnið að fornleifarannsóknum í Skagafirði, á slóðum Guðríðar Þorbjarnardóttur, eiginkonu Þorfinns Karlsefnis, sem talin er hafa fætt fyrsta evrópska barnið í Ameríku, Snorra Þorfinnsson. Douglas Bolender segir að þessi nýi fornleifafundur geti breytt sögunni. Frumrannsókn bendir til að þarna hafi farið fram járnvinnsla en einnig hefur fundist torfveggur. Framundan eru margra ára rannsóknir á staðnum, sem afar spennandi verður fyrir Íslendinga að fylgjast með, endu gætu þær varpað skýrara ljósi á það hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni og félagar komust inn í Ameríku.
Fornminjar Tengdar fréttir Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45