Helgi Hrafn: Verður að lýsa yfir vantrausti og rjúfa þing Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2016 20:26 Helgi Hrafn Gunnarsson Vísir/Pjetur „Það er augljóst að það verður að lýsa yfir vantrausti og þing rofið í kjölfarið,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi eftir að hafa horft á umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss um Panama-gögnin. Í þættinum sem var sýndur í kvöld var ítarlega farið yfir tengsl og eignarhald Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Helgi Hrafn segist eiga eftir að ræða við sitt fólk í Pírötum og stjórnarandstöðuna en hann segir það vera ljóst í sínum augum að það verður að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ spyr Helgi. Hann segist ekki trúa því að þingmenn meirihlutans muni greiða atkvæði gegn vantrauststillögunni. „Það er of mikið af góðu og heiðarlegu fólki á meðal þingmanna stjórnarmeirihlutans til að ég geti séð það gerast,“ segir Helgi Hrafn. Í umfjölluninni kom fram að Wintris var stofnað 9. október árið 2007, reikningur er opnaður fyrir félagið Wintris hjá Credit Suisse 3. apríl árið 2008. 25. apríl árið 2009 er Sigmundur Davíð kjörinn á þing en á gamlársdag árið 2009 selur hann helmingshlut sinn í Wintris til unnustu sinnar Önnu Sigurlaugar fyrir einn Bandaríkjadollar. Í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn þverneitaði Sigmundur Davíð því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Helgi Hrafn segir að þær skýringar sem hafa komið fram frá Sigmundi Davíð á tengslum hans við Wintris sekki standast. Sagðist hann til að mynda ekki skilja þá útskýringu að mistök bankans hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð átti helminginn í Wintris, miðað við það sem kom fram í þættinum. „Ég fæ ekki skilið hvernig það á að hafa geta staðist.“ Þá segir helgi að svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um félagið Falson & Co virðast hafa verið í mótsögn miðað við það sem kom fram í þættinum. Bjarni sagði í yfirlýsingu á Facebook í síðastu viku að hann taldi félagið skráð í Lúxemborg en í raun var það skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Helgi Hrafn segist hafa verið þeirrar skoðunar áður en hann sá þáttinn að Sigmundur Davíð ætti að segja af sér og Alþingi að koma honum frá ef hann gerir það ekki af sjálfsdáðum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
„Það er augljóst að það verður að lýsa yfir vantrausti og þing rofið í kjölfarið,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Vísi eftir að hafa horft á umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss um Panama-gögnin. Í þættinum sem var sýndur í kvöld var ítarlega farið yfir tengsl og eignarhald Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Helgi Hrafn segist eiga eftir að ræða við sitt fólk í Pírötum og stjórnarandstöðuna en hann segir það vera ljóst í sínum augum að það verður að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ spyr Helgi. Hann segist ekki trúa því að þingmenn meirihlutans muni greiða atkvæði gegn vantrauststillögunni. „Það er of mikið af góðu og heiðarlegu fólki á meðal þingmanna stjórnarmeirihlutans til að ég geti séð það gerast,“ segir Helgi Hrafn. Í umfjölluninni kom fram að Wintris var stofnað 9. október árið 2007, reikningur er opnaður fyrir félagið Wintris hjá Credit Suisse 3. apríl árið 2008. 25. apríl árið 2009 er Sigmundur Davíð kjörinn á þing en á gamlársdag árið 2009 selur hann helmingshlut sinn í Wintris til unnustu sinnar Önnu Sigurlaugar fyrir einn Bandaríkjadollar. Í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn þverneitaði Sigmundur Davíð því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Helgi Hrafn segir að þær skýringar sem hafa komið fram frá Sigmundi Davíð á tengslum hans við Wintris sekki standast. Sagðist hann til að mynda ekki skilja þá útskýringu að mistök bankans hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð átti helminginn í Wintris, miðað við það sem kom fram í þættinum. „Ég fæ ekki skilið hvernig það á að hafa geta staðist.“ Þá segir helgi að svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um félagið Falson & Co virðast hafa verið í mótsögn miðað við það sem kom fram í þættinum. Bjarni sagði í yfirlýsingu á Facebook í síðastu viku að hann taldi félagið skráð í Lúxemborg en í raun var það skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Helgi Hrafn segist hafa verið þeirrar skoðunar áður en hann sá þáttinn að Sigmundur Davíð ætti að segja af sér og Alþingi að koma honum frá ef hann gerir það ekki af sjálfsdáðum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01
Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30
Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10