Félög ráðherranna að finna í keyptu skattagögnunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2016 23:32 Félög Ólafar Nordal, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar er að finna í gögnum huldumannsins. Vísir Í þeim gögnum sem skattrannsóknarstjóri keypti af huldumanni og tóku til eigna Íslendinga í skattaskólum er að finna upplýsingar um félög forsætis-, fjármála-, og innanríkisráðherra. Þetta kemur fram í umfjöllun Süddeutsche Zeitung um Panama-skjölin sem opinberuð voru í kvöld. Gögnin sem skattrannsóknarstjóri fékk í hendur taka til um 250 fyrirtækja í eigu Íslendinga í skattaskjólum; þeirra á meðal Wintris Inc. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Falson & Co Bjarna Benediktssonar og Dooley Securities S.A. Ólafar Nordal.Sjá einnig: Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum Í umfjöllun Süddeutsche er aðdragandinn að kaupum gagnanna rakinn. Þannig eru tíunduð ummæli fjármálaráðherra um að „algjörlega óhugsandi“ væri að „gefa huldumanni fulla seðlatösku af peningum“ sem og efasemdir forsætisráðherra um að gögnin væru nytsamleg. Þá sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri í febrúar á síðasta ári að hún gæti ekki keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra setti fyrir kaupunum.Sjá einnig: Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Það var svo í apríl á liðnu ári sem gengið var að kaupunum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, neitaði því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. 3. apríl 2016 19:15 Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Í þeim gögnum sem skattrannsóknarstjóri keypti af huldumanni og tóku til eigna Íslendinga í skattaskólum er að finna upplýsingar um félög forsætis-, fjármála-, og innanríkisráðherra. Þetta kemur fram í umfjöllun Süddeutsche Zeitung um Panama-skjölin sem opinberuð voru í kvöld. Gögnin sem skattrannsóknarstjóri fékk í hendur taka til um 250 fyrirtækja í eigu Íslendinga í skattaskjólum; þeirra á meðal Wintris Inc. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Falson & Co Bjarna Benediktssonar og Dooley Securities S.A. Ólafar Nordal.Sjá einnig: Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum Í umfjöllun Süddeutsche er aðdragandinn að kaupum gagnanna rakinn. Þannig eru tíunduð ummæli fjármálaráðherra um að „algjörlega óhugsandi“ væri að „gefa huldumanni fulla seðlatösku af peningum“ sem og efasemdir forsætisráðherra um að gögnin væru nytsamleg. Þá sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri í febrúar á síðasta ári að hún gæti ekki keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra setti fyrir kaupunum.Sjá einnig: Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Það var svo í apríl á liðnu ári sem gengið var að kaupunum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, neitaði því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. 3. apríl 2016 19:15 Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, neitaði því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. 3. apríl 2016 19:15
Sex hundruð Íslendingar sagðir tengjast Panama-skjölunum Upplýsingar um fjármuni sem íslensk stjórnvöld hafa leitað að frá hruni eru sögð vera í Panama-skjölunum 3. apríl 2016 19:10