Fótbolti

Stjóri Wolfsburg við blaðamenn: Þið trúðuð mér ekki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
„Á þriðjudag horfði ég í augu ykkar og enginn trúði því sem ég sagði,“ sagði sigurreifur Dieter Hecking, stjóri Wolfsburg, eftir 2-0 sigur hans manna á Real Madrid í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Sigurinn var eins og gefur að skilja afar óvæntur en þeir Wolfsburg var komið í 2-0 forystu eftir aðeins 25 mínútur með mörkum þeirra Ricardo Rodriquez og Maximilian Arnold. Þeir þýsku héldu svo út til loka.

Sjá einnig: Wolfsburg skellti Real Madrid

„En sjáið til. Það er allt mögulegt í fótbolta,“ sagði Hecking enn fremur en þess ber að geta að lið hans situr sem stendur í áttunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.

„Það kostar mikla orku að spila gegn jafn öflugu liði og Real MAdrid. Ef að Real opnar dyr fyrir okkur þá verðum við að ryðja okkur inn um hana af miklum krafti.“

Fyrra mark Wolfsburg kom úr vítaspyrnu sem var umdeild og má sjá hér fyrir neðan. „Vítið? Það var snerting þannig að mér fannst þetta mjög skýrt,“ sagði Hecking um atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×