Nýr styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, var gefinn út í morgun og fara strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta upp um þrjú sæti á listanum.
Íslenska liðið er nú í 35. sæti og er á ný besta landslið Norðurlanda þar sem Svíar fara niður um tvö sæti og eru einu á eftir okkur í 36. sæti.
Danir, sem unnu Íslendinga í vináttuleik í Herning á dögunum, fara niður um eitt sæti í það 41. en Noregur er í 49. sæti, Finnar í 61. sæti og Færeyingar í 90. sæti.
Þegar horft er aðeins á Evrópuþjóðirnar á heimslistanum er íslenska karlalandsliðið í 24. sæti, sæti á eftir Slóvakíu og sæti á undan Svíþjóð.
Af liðunum þremur sem eru með strákunum okkar í riðli á EM 2016 er Portúgal í 8. sæti listans, Austurríki í ellefta sæti og Ungverjaland í 18. sæti.
Argentínumenn fara upp um eitt sæti og hirða efsta sætið af Belgum sem falla niður í annað sætið. Síle fer upp um tvö sæti og er í þriðja sæti á undan Kólumbíu en Þýskaland er svo í fimmta sæti og Spánn í sjötta sæti.
Allan listann má sjá hér.
