Óli Geir frumflytur nýtt lag: Einir stærstu plötusnúðar Þýskalands sýna honum mikinn áhuga Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2016 14:30 Óli Geir er einn þekktasti plötusnúður landsins. vísir Plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir frumflytur í dag glænýtt lag hér á Vísi. Það er þekkt og stórt útgáfufyrirtæki í Þýskalandi sem gefur lagið út og segir Óli í samtali við Lífið að um sé að ræða mjög stórt skref fyrir hann. „Stærsta skrefið er samt að Bodybangers vildu remixa lagið og kemur það út á sama tíma. Bodybangers eru einir stærstu dansplötusnúðar í Þýskalandi og remixuðu síðast lag fyrir Dimitri Vegas og Like Mike sem eru stærstu plötusnúða heims. Eftir það remix vildu þeir remixa mig,“ segir Óli Geir í samtali við Lífið.14 mánuði í vinnslu „Ég hef verið í um 14 mánuði að klára þetta lag. Söngurinn var t.d. tekin upp fyrir heilu ári síðan,“ segir Óli og telur hann að núna sér réttur tími til að gefa út lagið þar sem sumarið er á næsta leyti. „Eitt stærsta dansútgáfufyrirtæki í Þýskalandi gefur lagið út. Það heitir Scream N Shout en hjá þeim er að finna listamenn eins og Klaas sem átti eitt vinsælasta lag heims 2008 (Infinity), Micha Moor sem átti vinsælasta lag landsins 2010 (Learn to fly), Deniz Koyu, Niels Van Gough og marga fleiri. Það er brjálaður heiður að bætast við í þennan hóp. Allt eru þetta menn sem ég lít mikið upp til.“ Óli segir að Bodybangers sé eitt stærsta nafn EDM tónlistarsenunnar í Þýskalandi.Sýndu laginu mikinn áhuga „Bodybangers sýndu laginu mikinn áhuga. Útgáfufyrirtækið er í eigu þeirra og vildu þeir gefa út lagið og ásamt því að remixa það. Áður en þeir fóru í að remixa lagið mitt þá voru þeir nýbúnir að skila af sér remixi fyrir Dimitri Vegas og Like Mike, en þá ættu flestir að þekkja sem eitt aðal tónlistaratriðið á Tomorrowland hátíðinni í Belgíu.“ Dimitri Vegas og Like Mike eru stærstu plötusnúðar heims í dag og sitja í fyrsta sæti á topp 100 listanum á Djmag, en sá listi er sá þýðingamesti fyrir flesta EDM tónlistarmenn í heimi. „Þetta mun vonandi opna einhverjar dyr fyrir mér erlendis en það verður allt saman að koma í ljós.“ Lögin eru bæði til sölu á síðu Beatport og koma síðar inn á Spotify og iTunes og Amazon.Hér að neðan má hlusta á lag Óla Geirs Hér að neðan má síðan hlusta á remix af lagi Óla frá Bodybangers Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir frumflytur í dag glænýtt lag hér á Vísi. Það er þekkt og stórt útgáfufyrirtæki í Þýskalandi sem gefur lagið út og segir Óli í samtali við Lífið að um sé að ræða mjög stórt skref fyrir hann. „Stærsta skrefið er samt að Bodybangers vildu remixa lagið og kemur það út á sama tíma. Bodybangers eru einir stærstu dansplötusnúðar í Þýskalandi og remixuðu síðast lag fyrir Dimitri Vegas og Like Mike sem eru stærstu plötusnúða heims. Eftir það remix vildu þeir remixa mig,“ segir Óli Geir í samtali við Lífið.14 mánuði í vinnslu „Ég hef verið í um 14 mánuði að klára þetta lag. Söngurinn var t.d. tekin upp fyrir heilu ári síðan,“ segir Óli og telur hann að núna sér réttur tími til að gefa út lagið þar sem sumarið er á næsta leyti. „Eitt stærsta dansútgáfufyrirtæki í Þýskalandi gefur lagið út. Það heitir Scream N Shout en hjá þeim er að finna listamenn eins og Klaas sem átti eitt vinsælasta lag heims 2008 (Infinity), Micha Moor sem átti vinsælasta lag landsins 2010 (Learn to fly), Deniz Koyu, Niels Van Gough og marga fleiri. Það er brjálaður heiður að bætast við í þennan hóp. Allt eru þetta menn sem ég lít mikið upp til.“ Óli segir að Bodybangers sé eitt stærsta nafn EDM tónlistarsenunnar í Þýskalandi.Sýndu laginu mikinn áhuga „Bodybangers sýndu laginu mikinn áhuga. Útgáfufyrirtækið er í eigu þeirra og vildu þeir gefa út lagið og ásamt því að remixa það. Áður en þeir fóru í að remixa lagið mitt þá voru þeir nýbúnir að skila af sér remixi fyrir Dimitri Vegas og Like Mike, en þá ættu flestir að þekkja sem eitt aðal tónlistaratriðið á Tomorrowland hátíðinni í Belgíu.“ Dimitri Vegas og Like Mike eru stærstu plötusnúðar heims í dag og sitja í fyrsta sæti á topp 100 listanum á Djmag, en sá listi er sá þýðingamesti fyrir flesta EDM tónlistarmenn í heimi. „Þetta mun vonandi opna einhverjar dyr fyrir mér erlendis en það verður allt saman að koma í ljós.“ Lögin eru bæði til sölu á síðu Beatport og koma síðar inn á Spotify og iTunes og Amazon.Hér að neðan má hlusta á lag Óla Geirs Hér að neðan má síðan hlusta á remix af lagi Óla frá Bodybangers
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira