Mortal Kombat pússaður í bak og fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2016 15:00 Ýmsir nýir karakterar, og gamlir, líta dagsins ljós í MKXL. Mortal Kombat X bauð eigendum að eyða töluvert af peningum í að kaupa aukahluti. Fleiri karaktera, öðruvísi útlit fyrir karaktera og fleira. Endurútgáfa, þar sem allt væri innifalið, var nánast óhjákvæmilegt. Sú útgáfa var gefin út í mars, um ári frá útgáfu MKX, og veldur hún ekki vonbrigðum. Búið er að bæta við svokölluð X-Rays árásum og fatalities.Mortal Kombat XL inniheldur alla þá plástra og uppfærslur sem MKX fékk á þessu ári auk fjölda nýrra karaktera. Þar á meðal eru Alien, Predator, Leatherface, Tanya, Goro og Tri-Borg. Þrátt fyrir að það geti verið furðulegt að spila sem Alien í Mortal Kombat leik, þá er það gaman. Þá er ekki hægt að segja að MK leikirnir séu ekki allir stór furðulegir hvort sem er.Sjá einnig: Mortal Kombat aldrei betri og blóðugur sem aldrei fyrr Vert er að vara viðkvæma við myndskeiðinni hér að neðan. Það var fyrst birt þegar útgáfa MKXL var tilkynnt.Auk þess hefur ekki mikið breyst varðandi spilun leiksins. Hann er bara fínpússaður og bónaður. Það er jafnvel búið að setja á hann spoiler og flækjur. Það má efast um að þeir sem þegar hafi keypt sér MKX muni vilja punga út fyrir leiknum aftur, en ef til vill voru einhverjir sem sáu þetta fyrir og hafa beðið. Enn sem áður er Mortal Kombat þó umfram allt hin fínasta skemmtun. Sérstaklega þegar verið er að lumbra á vinum á góðu kvöldi. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Mortal Kombat X bauð eigendum að eyða töluvert af peningum í að kaupa aukahluti. Fleiri karaktera, öðruvísi útlit fyrir karaktera og fleira. Endurútgáfa, þar sem allt væri innifalið, var nánast óhjákvæmilegt. Sú útgáfa var gefin út í mars, um ári frá útgáfu MKX, og veldur hún ekki vonbrigðum. Búið er að bæta við svokölluð X-Rays árásum og fatalities.Mortal Kombat XL inniheldur alla þá plástra og uppfærslur sem MKX fékk á þessu ári auk fjölda nýrra karaktera. Þar á meðal eru Alien, Predator, Leatherface, Tanya, Goro og Tri-Borg. Þrátt fyrir að það geti verið furðulegt að spila sem Alien í Mortal Kombat leik, þá er það gaman. Þá er ekki hægt að segja að MK leikirnir séu ekki allir stór furðulegir hvort sem er.Sjá einnig: Mortal Kombat aldrei betri og blóðugur sem aldrei fyrr Vert er að vara viðkvæma við myndskeiðinni hér að neðan. Það var fyrst birt þegar útgáfa MKXL var tilkynnt.Auk þess hefur ekki mikið breyst varðandi spilun leiksins. Hann er bara fínpússaður og bónaður. Það er jafnvel búið að setja á hann spoiler og flækjur. Það má efast um að þeir sem þegar hafi keypt sér MKX muni vilja punga út fyrir leiknum aftur, en ef til vill voru einhverjir sem sáu þetta fyrir og hafa beðið. Enn sem áður er Mortal Kombat þó umfram allt hin fínasta skemmtun. Sérstaklega þegar verið er að lumbra á vinum á góðu kvöldi.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira