Real Madrid vann auðveldan sigur á Eibar, 4-0, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
James Rodriguez skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins fimm mínútna leik. Lucas Vazquez kom liðinu í 2-0 á 18. mínútu og aðeins einni mínútu síðar skoraði Cristiano Ronaldo þriðja marki liðsins. Jese Rodriguez skoraði síðan fjórða mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var staðan orðin 4-0.
Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og náði Real Madrid því í þrjú stig. Real Madrid skaust því í annað sæti deildarinnar en liðið er með 72 stig, fjórum stigum á eftir Barcelona sem er með 76 stig. Barca mætir Real Sociedad í kvöld.
Real Madrid valtaði yfir Eibar
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
